Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Laxatungu 43.
Breytingin felur í sér að heimilt verður að byggja bílskúr undir húsi með samliggjandi niðurkeyrslu að Laxatungu 41. Skilgreind er ný húsagerð E-IIG fyrir einbýlishús á tveimur hæðum með bílageymslu í kjallara. Hámarksmænishæð húss 5,5 m, frá gólfkóta fyrstu hæðar. Bundin byggingarlína við götu er felld niður. Annað í skipulagi er óbreytt.
Í þessu tilviki er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Hér með er gefinn kostur á að koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri vegna þeirra framkvæmda sem sótt hefur verið um. Athugasemdir skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um sendanda, og merktar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Einnig má senda athugasemdir í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er til og með 27. ágúst 2023