Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 06.10.2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi er varðar Sveinsstaði lnr. 125058.
Breytingin felur í sér að skilgreina nýjan byggingareit fyrir bílgeymslu norðvestast á lóð Sveinstaða. Stærð byggingareits er 12×15 m. Heimilt verður að byggja allt að 150 m², hámarks vegghæð er 3,6 m og hámarks mænishæð sem liggur norður suður er 5,0 m. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,14. Annað í skipulagi er óbreytt.
Í þessu tilviki er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Hér með er gefinn kostur á að koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri vegna þeirra breytinga sem sótt hefur verið um. Athugasemdir skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um sendanda, og merktar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Einnig er hægt að skila athugasemdum inn í skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar.
Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er til og með 15. nóvember 2023.