Á fundi Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar þann 16. apríl sl. var samþykkt að grenndarkynna áform um stækkun á húsi við Arnartanga 18 í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Til stendur að stækka húsið um 50m2. Byggður er nýr bílskúr til suðurs í framhaldi af núverandi bílskúr. Austurhlið nýs bílskúrs verður 1,9m frá götu. Á meðfylgjandi uppdráttum er gerð nánari grein fyrir framkvæmd þeirri sem sótt er um.
Í þessu tilviki er um að ræða umsókn um byggingarleyfi í þegar byggðu hverfi þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Hér með er gefinn kostur á að koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri vegna þeirra framkvæmda sem sótt hefur verið um. Athugasemdir skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um sendanda, og merktar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Einnig má senda athugasemdir í tölvupósti á skipulag@mos.is.
Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er rúmlega 4 vikur, þ.e. til og með 25. maí nk.
Tengt efni
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi – Grenibyggð 2
Á afgreiðslufundi Skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þann 6. nóvember sl. var samþykkt að grenndarkynna skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda Grenibyggðar 2, Mosfellsbæ.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi – Markholt 13
Grenndarkynning – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu, Sveinsstaðir L125058