Á fundi skipulagsnefnd Mosfellsbæjar þann 15. desember sl. var samþykkt að láta fara fram grenndarkynn¬ingu í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, á umsókn eigenda Akurholts 21, Mosfellsbæ.
Um er að ræða leyfi til að loka skýli sem er í vesturenda viðbyggingar og verði rýmið þá hluti af vinnustofu á 1. hæð. Stækkun er á steinsteyptri viðbyggingu á einni hæð um brúttó 25,9 m². Einnig er sótt um ýmsar breytingar á innra skipulagi á 1. og 2. hæð aðalhúss, s.s. að sundlaug og baðaðstöðu í austurhluta húss verði breytt í stofu, þvottaherbergi og geymslu og að gerður verði hringstigi við hlið aðalinngangs sem tengja á 1. og 2. hæð.
Í þessu tilviki er um að ræða umsókn um byggingarleyfi í þegar byggðu hverfi þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Hér með gefinn kostur á að koma skriflegum at¬hugasemdum eða ábendingum á framfæri, vegna þeirra framkvæmda sem sótt hefur verið um. Athugasemdir skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um sendanda, og merktar skipulagsnefnd Mosfells-bæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ eða sendar í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er til og með 7. mars 2024.