Boðað er til kynningarfundar í Hlégarði, fimmtudaginn 15. júní og hefst fundurinn kl. 17:00.
- Þau gögn sem kynnt verða á fundinum verða aðgengileg og birt á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar mánudaginn 12. júní og opið verður fyrir umsagnir til og með 12. ágúst nk.
- Á fundinum verður farið yfir helstu markmið, tillögur skipulagsnefndar og helstu breytingar sem leiða af tillögunni um nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar.
- Þá verður fjallað um rammahluta aðalskipulags fyrir íbúðarsvæði á Blikastaðalandi.
- Boðið verður upp á spurningar og samtal við ráðgjafa frá Arkís og Alta auk skipulagsfulltrúa auk þess sem áhugasömum verður leiðbeint um hvernig unnt verður að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum.
Valdimar Birgisson formaður skipulagsnefndar setur fundinn og fundarstjóri verður Sigríður Indriðadóttir, ráðgjafi.
Íbúar og aðrir hagaðilar eru hvattir til þess að mæta á fundinn og taka þátt.
Tengt efni
Foreldrafundur í kvöld
Fræðslu og frístundavið Mosfellsbæjar stendur fyrir foreldrafundi í kvöld, þriðjudag 22. ágúst. Fundurinn hefst kl. 17:30 og er haldinn á Teams.
Fögnum fjölbreytileikanum - Regnbogagata máluð í Mosfellsbæ
Í dag, miðvikudaginn 9. ágúst, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, tóku bæjarstjóri og bæjarfulltrúar til hendinni og máluðu regnbogagötu fyrir framan félagsheimilið Hlégarð.
Umsagnafrestur um frumdrög aðalskipulagsins framlengdur
Mosfellsbær kynnti þann 12. júní frumdrög og vinnslutillögu nýs aðalskipulags sveitarfélagsins til umsagnar og athugasemda.