Boðað er til kynningarfundar í Hlégarði, fimmtudaginn 15. júní og hefst fundurinn kl. 17:00.
- Þau gögn sem kynnt verða á fundinum verða aðgengileg og birt á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar mánudaginn 12. júní og opið verður fyrir umsagnir til og með 12. ágúst nk.
- Á fundinum verður farið yfir helstu markmið, tillögur skipulagsnefndar og helstu breytingar sem leiða af tillögunni um nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar.
- Þá verður fjallað um rammahluta aðalskipulags fyrir íbúðarsvæði á Blikastaðalandi.
- Boðið verður upp á spurningar og samtal við ráðgjafa frá Arkís og Alta auk skipulagsfulltrúa auk þess sem áhugasömum verður leiðbeint um hvernig unnt verður að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum.
Valdimar Birgisson formaður skipulagsnefndar setur fundinn og fundarstjóri verður Sigríður Indriðadóttir, ráðgjafi.
Íbúar og aðrir hagaðilar eru hvattir til þess að mæta á fundinn og taka þátt.
Tengt efni
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos
Tveimur farsælum samráðsfundum lokið