Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundalóðir norðan Krókatjarnar L125149 og L125150, Deiliskipulag frístundahúss við Krókatjörn í Mosfellsbæ.
Á fundi Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar þann 10.09.2021 var samþykkt að grenndarkynna, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Krókatjörn, staðfest 18.08.2004.
Breytingin felst í að 5,6 ha. frístundalóð við Krókatjörn er skipt upp í fjórar lóðir. Fyrir er heimild fyrir tveimur húsum innan landsins og aðkomur tvær. Við breytingu bætist þriðja húsið við austast á landinu. Allar húsalóðir eru 1 ha. að stærð en sameignarlóð er 2.58 ha. Hún tryggir aðkomu allra að Krókatjörn. Byggingarreitir eru 50 m frá vatni. Heimildir eru í samræmi við aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030.
Tillaga og uppdráttur var sendur út með bréfpósti til nærliggjandi hagsmunaaðila.
Í þessu tilviki er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Hér með er gefinn kostur á að koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri vegna þeirra framkvæmda sem sótt hefur verið um. Athugasemdir skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum (nafn og kennitala) um sendanda, og merktar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Einnig má senda athugasemdir í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Frestur til að skila inn athugasemdum er frá 22.09.2021 til og með 28.10.2021.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Afnotareitir í Leirvogstunguhverfi samþykktir
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 8. júní 2023 að heimila leigu afnotareita í Leirvogstunguhverfi í samræmi við samþykkt skipulag.
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.