Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. mars 2025

Rúm­lega 100 for­eld­ar og börn mættu á vel heppn­að­an fyr­ir­lest­ur um sam­skipti barna og for­eldra í gær þar sem boð­ið var upp á fræðslu og skemmt­un í bland. Við­burð­ur­inn var hluti af verk­efn­inu Börn­in okk­ar hjá Mos­fells­bæ, sem hef­ur það m.a. að mark­miði að efla for­eldra­sam­st­arf og styðja við já­kvæð sam­skipti inn­an fjöl­skyldna.

Tek­ið var á móti gest­um með tón­list­ar­at­riði frá efni­leg­um nem­end­um Tón­list­ar­skóla Mos­fells­bæj­ar þeim Ey­dísi Ósk Sæv­ars­dótt­ur og Bjarma Hreins­syni sem heill­uðu gesti með kraft­mikl­um flutn­ingi. Að tón­list­ar­at­rið­inu loknu tók Anna Stein­sen frá KVAN við með fyr­ir­lest­ur und­ir yf­ir­skrift­inni „Sterk­ari sam­an“. Anna er einn vin­sæl­asti fyr­ir­les­ari lands­ins og fjall­aði á létt­an og skemmti­leg­an hátt um sam­skipti milli for­eldra og barna. Hún fór með­al ann­ars yfir hvern­ig ýmis tjákn á sam­fé­lags­miðl­um – eins og þuml­ar, hjörtu og ávext­ir geta haft mis­mun­andi merk­ingu eft­ir kyn­slóð­um og að­stæð­um. Meg­in­inn­tak­ið í er­indi henn­ar var að vekja at­hygli á því hvern­ig kyn­slóð­ir lands­ins eru ólík­ar, hvern­ig við get­um skil­ið hvert ann­að bet­ur, hvað við get­um lært hvert af öðru og hvern­ig við get­um nýtt okk­ur ólíka styrk­leika hvers ann­ars til að verða sterk­ari sam­an.

Við­burð­ur­inn sem var vel sótt­ur og heppn­að­ist vel var sam­starfs­verk­efni Fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ, Sam­taka for­eldra­fé­laga grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar, fé­lags­mið­stöðv­ar­inn­ar Bóls­ins og Mos­fells­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00