Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. október 2020

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu, skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, í sam­ræmi við sam­þykkt­ir bæj­ar­stjórn­ar.

Breyt­ing deili­skipu­lags fel­ur í sér að fjölga al­menn­um gesta­stæð­um sam­síða Varmár­vegi í Helga­fells­hverfi. Stæð­um efst í götu fjölg­ar um 6 norð­an sam­síða götu, fyr­ir neð­an gatna­mót Uglu­götu/Snæfríð­ar­götu og Varmár­veg­ar bæt­ast 10 stæði norð­an göt­unn­ar og 12 sunn­an, neðst fjölg­ar stæð­um úr 5 í 10. Fjölg­un nem­ur 33 stæð­um. Gang­stétt­um og stíg­um er hliðrað auk þess sem þeim fjölg­ar. Hraða­hindr­un er stað­sett norð­an gatna­móta. Að­r­ir skil­mál­ar eru óbreytt­ir.

Deiliskipulagsbreytingin er sett fram á tveimur uppdráttum:

Breyt­ing­in er aug­lýst í Mos­fell­ingi og Lög­birt­ing­ar­blaði. Upp­drætt­ir eru til sýn­is á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is/skipu­lagsauglys­ing­ar, en einn­ig eru þeir að­gengi­leg­ir á Upp­lýs­inga- og þjón­ustu­torgi Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2.

Þeim sem telja sig eiga hags­muna að gæta er gef­inn kost­ur á að gera at­huga­semd­ir við breyt­ing­ar, þeir sem ekki gera slíkt teljast sam­þykk­ir þeim. At­huga­semd­ir og ábend­ing­ar skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eða í tölvu­pósti á skipu­lag[hjá]mos.is.

Frest­ur til þess að gera at­huga­semd­ir er frá 8. októ­ber til og með 22. nóv­em­ber 2020.

Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar
Krist­inn Páls­son

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00