Krakkar úr Krikaskóla létu sitt ekki eftir liggja í Hreinsunarátaki í Mosfellsbæ þegar þau tíndu rusl í Meltúnsreitnum við Völuteig í vikunni. Þetta eru duglegir og flottir krakkar eins og sjá má af myndunum. Starfsmenn þjónustustöðvar sóttu svo ruslið sem krakkarnir tíndu.
Við hvetjum íbúa Mosfellsbæjar til að taka sér krakkana í Krikaskóla til fyrirmyndar með því að huga að umhverfinu og hreinsa í kringum hús sín og næsta umhverfi.