Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. apríl 2021

Dag­ana 15. apríl – 6. maí verð­ur hreins­un­ar­átak í Mos­fells­bæ enda vor­ið á næsta leiti.

Á því tíma­bili eru íbú­ar Mos­fells­bæj­ar hvatt­ir til að huga að um­hverf­inu og hreinsa í kring­um hús sín og næsta um­hverfi.

Hreins­un gróð­urs og lóða

Með­an á hreins­un­ar­átak­inu stend­ur er gott tæki­færi fyr­ir íbúa að taka til hend­inni í garð­in­um og snyrta runna og beð og eru þeir sér­stak­lega hvatt­ir til að klippa hekk og tré sem ná yfir gang­stétt­ar og stíga.

Gám­ar fyr­ir garða­úrg­ang verða að­gengi­leg­ir á þessu tíma­bili í hverf­um bæj­ar­ins á eft­ir­töld­um stöð­um:

 • Holta- og Tanga­hverfi – Neð­an Þver­holts (milli Ak­ur­holts og Arn­ar­tanga)
 • Höfða og Hlíða­hverfi – Vöru­bíla­stæði við Bo­ga­tanga
 • Teiga- og Reykja­hverfi – Skar­hóla­braut ofan Reykja­veg­ar og við Sunnukrika
 • Hlíð­ar­túns­hverfi – Við Að­altún
 • Helga­fells­hverfi – Efst í Brekkulandi og við Snæfríð­ar­götu
 • Leir­vogstunga – Á stæði við stoppistöð á Tungu­vegi
 • Mos­fells­dal­ur – Á bíla­stæði við Þing­valla­veg

Gatna- og stíga­hreins­un

Á þessu tíma­bili mun einn­ig fara fram þvott­ur og sóp­un gang­stétta og gatna bæj­ar­ins. Í fyrstu verða stofn­göt­ur og stíg­ar ásamt stofn­ana­plön­um sóp­uð og í fram­haldi verð­ur far­ið inn í hverfi bæj­ar­ins og verða merk­ing­ar sett­ar á áber­andi staði áður en sú vinna hefst. Til að þetta verði sem best gert þurf­um við á að­stoð íbúa að halda með því að leggja ekki öku­tækj­um eða öðr­um far­ar­tækj­um á göt­um eða gang­stétt­um með­an á hreins­un stend­ur.

Enn­frem­ur eru bæj­ar­bú­ar hvatt­ir til að hreinsa í kring­um hí­býli sín og fá að­stoð starfs­manna þjón­ustumið­stöðv­ar í síma 525-6700 til að fjar­lægja bíl­hræ og stærri hluti.

Eft­ir­talda daga verða gatna­hreins­un­ar­menn að störf­um í hverf­un­um:

 • 15. apríl – Reykja- og Krika­hverfi
 • 16. apríl – Teiga- og Helga­fells­hverfi
 • 19. apríl – Holta­hverfi
 • 20. apríl – Tanga­hverfi
 • 21. apríl – Hlíða og Hlíð­ar­túns­hverfi
 • 23. apríl – Höfða­hverfi
 • 26. apríl – Leir­vogstungu­hverfi

Hreins­un­ar­dag­ar á opn­um svæð­um 16. – 18. apríl

Helg­ina 16. – 18. apríl verð­ur ráð­ist í hreins­un­ar­átak á opn­um svæð­um bæj­ar­ins og með­fram ný­bygg­ing­ar­svæð­um. Aft­ur­eld­ing og skáta­fé­lag­ið Mosverj­ar munu að venju að­stoða við hreins­un­ina og taka vel til hend­inni.

All­ir íbú­ar Mos­fells­bæj­ar eru hvatt­ir til að taka þátt í hreins­un­ar­átaki Mos­fells­bæj­ar og hjálp­ast að við að gera bæ­inn fal­leg­an og snyrti­leg­an fyr­ir sum­ar­ið.

– Um­hverf­is­svið Mos­fells­bæj­ar

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00