Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. apríl 2025

Al­þjóð­leg­ur leið­toga­fund­ur um mál­efni kenn­ara, In­ternati­on­al Summit on the Teaching Professi­on, fór fram í Hörpu dag­ana 24. – 26. mars síð­ast­lið­inn. Fund­inn sóttu 25 mennta­mála­ráð­herr­ar leið­andi ríkja á sviði mennta­mála ásamt for­mönn­um kenn­ara­sam­taka til að ræða menntaum­bæt­ur. Á þriðja tug sendi­nefnda komu til lands­ins, þ.m.t frá Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­inni (OECD) og Al­þjóða­sam­tök­um kenn­ara (Educati­on In­ternati­on­al).

Hluti af dag­skránni voru heim­sókn­ir í leik­skóla og skóla og var ein af þeim heim­sókn­um í Krika­skóla í Mos­fells­bæ. Eft­ir heim­sókn­ina fékk skól­inn ein­stak­lega já­kvæða um­fjöllun hjá efna­hags- og fram­fara­stofn­un­inni OECD þar sem dregn­ar voru sér­stak­lega fram áhersl­ur skól­ans um skap­andi starf, gagn­rýna hugs­un, fé­lags­færni og að nem­end­ur eru hvatt­ir til að sökkva sér í áhuga­svið sín og efla þann­ig þekk­ing­ar­leit og námsáhuga langt út fyr­ir skóla­stof­una.

Það sem vakti sér­staka at­hygli gesta:

  • Leik­ur­inn sem horn­steinn í námi nem­enda
  • Nem­end­ur hafa raun­veru­leg áhrif á nám sitt og um­hverfi
  • Hlut­verk kenn­ara og að­stoð­ar­fólks tengt námi og leik barn­anna

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00