Alþjóðlegur leiðtogafundur um málefni kennara, International Summit on the Teaching Profession, fór fram í Hörpu dagana 24. – 26. mars síðastliðinn. Fundinn sóttu 25 menntamálaráðherrar leiðandi ríkja á sviði menntamála ásamt formönnum kennarasamtaka til að ræða menntaumbætur. Á þriðja tug sendinefnda komu til landsins, þ.m.t frá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og Alþjóðasamtökum kennara (Education International).
Hluti af dagskránni voru heimsóknir í leikskóla og skóla og var ein af þeim heimsóknum í Krikaskóla í Mosfellsbæ. Eftir heimsóknina fékk skólinn einstaklega jákvæða umfjöllun hjá efnahags- og framfarastofnuninni OECD þar sem dregnar voru sérstaklega fram áherslur skólans um skapandi starf, gagnrýna hugsun, félagsfærni og að nemendur eru hvattir til að sökkva sér í áhugasvið sín og efla þannig þekkingarleit og námsáhuga langt út fyrir skólastofuna.
Það sem vakti sérstaka athygli gesta:
- Leikurinn sem hornsteinn í námi nemenda
- Nemendur hafa raunveruleg áhrif á nám sitt og umhverfi
- Hlutverk kennara og aðstoðarfólks tengt námi og leik barnanna
Tengt efni
Stærðfræðidagur Krikaskóla
Viktoría Unnur er nýr skólastjóri Krikaskóla
Bæjarráð hefur samþykkti að ráða Viktoríu Unni Viktorsdóttur í starf skólastjóri við Krikaskóla frá og með 1. júní 2023.
Staða skólastjóra við Krikaskóla í Mosfellsbæ
Krikaskóli er samþættur leik- og grunnskóli ásamt frístundastarfi. Starfsemin tekur mið af menntastefnu Mosfellsbæjar, Heimurinn er okkar.