Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. júlí 2023

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á fund­um sín­um þann 24. maí og 21. júní 2023, að kynna og aug­lýsa eft­ir­far­andi til­lög­ur sam­kvæmt 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Völu­teig­ur 2, Mos­fells­bær – deili­skipu­lags­breyt­ing:

Breyt­ing­ar­til­lag­an fel­ur í sér stækk­un bygg­ing­areits um 7 m til vest­urs, heim­il­ar ný­bygg­ingu allt að 245 m² og að nýt­ing­ar­hlut­fall­ið verði auk­ið úr 0,45 í 0,5.

Jafn­framt er hægt að kynna sér til­lög­una og koma með um­sögn á skipu­lags­gátt Skipu­lags­stofn­unn­ar.

Huldugata 2-4 og 6-8, Mos­fells­bæ – deili­skipu­lags­breyt­ing:

Deili­skipu­lags­breyt­ing­in fel­ur í sér fjölg­un íbúða í 4. áfanga Helga­fells­hverf­is um 20 tals­ins. Fjöldi íbúða fer úr 198 í 218. Íbúð­um í fjöl­býl­um Huldu­götu 2-4 og 6-8 fjölg­ar úr 20 í 30 á hvorri lóð. Fall­ið er frá heim­ild um bíla­kjall­ara fyr­ir Huldu­götu 6-8. Breyt­ing­ar eru gerð­ar á lóða­hönn­un til þess að upp­fylla bíla­stæða­kröf­ur gild­andi deili­skipu­lags.

Jafn­framt er hægt að kynna sér til­lög­una og koma með um­sögn á skipu­lags­gátt Skipu­lags­stofn­unn­ar.

Gögn eru að­gengi­leg á vef Mos­fells­bæj­ar mos.is/skipu­lagsauglys­ing­ar, einn­ig í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, svo þau sem þess óska geti kynnt sér til­lög­ur og gert við þær at­huga­semd­ir. At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og berast til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eða í tölvu­pósti á skipu­lag[hja]mos.is. Einn­ig er hægt að senda at­huga­semd­ir ra­f­rænt í gegn­um skipu­lags­gátt Skipu­lags­stofn­unn­ar.

At­huga­semda­frest­ur er frá 6. júlí til og með 20. ág­úst 2023.

Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00