Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundum sínum þann 24. maí og 21. júní 2023, að kynna og auglýsa eftirfarandi tillögur samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Völuteigur 2, Mosfellsbær – deiliskipulagsbreyting:
Breytingartillagan felur í sér stækkun byggingareits um 7 m til vesturs, heimilar nýbyggingu allt að 245 m² og að nýtingarhlutfallið verði aukið úr 0,45 í 0,5.
Jafnframt er hægt að kynna sér tillöguna og koma með umsögn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar.
Huldugata 2-4 og 6-8, Mosfellsbæ – deiliskipulagsbreyting:
Deiliskipulagsbreytingin felur í sér fjölgun íbúða í 4. áfanga Helgafellshverfis um 20 talsins. Fjöldi íbúða fer úr 198 í 218. Íbúðum í fjölbýlum Huldugötu 2-4 og 6-8 fjölgar úr 20 í 30 á hvorri lóð. Fallið er frá heimild um bílakjallara fyrir Huldugötu 6-8. Breytingar eru gerðar á lóðahönnun til þess að uppfylla bílastæðakröfur gildandi deiliskipulags.
Jafnframt er hægt að kynna sér tillöguna og koma með umsögn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar.
Gögn eru aðgengileg á vef Mosfellsbæjar mos.is/skipulagsauglysingar, einnig í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, svo þau sem þess óska geti kynnt sér tillögur og gert við þær athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is. Einnig er hægt að senda athugasemdir rafrænt í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar.
Athugasemdafrestur er frá 6. júlí til og með 20. ágúst 2023.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar