Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. desember 2022

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt að kynna og aug­lýsa eftirfarand til­lögur samkvæmt, 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Par­hús að Há­eyri 1 og 2

Breyt­ing­ar­til­laga fel­ur í sér að skipu­lagi fyr­ir tvö ný 450 fer­metra ein­býl­is­hús að Há­eyri 1 og 2 verði breytt svo byggja megi tvö par­hús, fjór­ar 225 fer­metra ein­ing­ar. Íbúð­um fjölg­ar úr tveim­ur í fjór­ar. Hús­in eru á tveim­ur hæð­um, mesta hæð hækk­ar úr 7,5 m í 8 m frá gólf­kóta. Kvöð er um sam­eig­in­lega að­komu beggja húsa inn­an lóð­ar Há­eyr­is 2 en að­koma teng­ist Reykjalund­ar­vegi við suð­urenda lóð­ar.

Hljóti deili­skipu­lag­ið sam­þykkt mun Mos­fells­bær af­greiða óveru­lega breyt­ingu að­al­skipu­lags, skv. 2. mgr. 36. gr. skipu­lagslaga, þar sem íbúð­um á reit ÍB-330 er fjölgað um tvær.

Bretta­völl­ur við Krika­skóla

Breyt­ing­ar­til­laga fel­ur í sér að skipu­lagi Krika­hverf­is er breytt þann­ig að skil­greint verði svæði fyr­ir bretta­völl milli Reykja­veg­ar og batta­vall­ar Krika­skóla.

Stærð svæð­is er um 600 fer­metr­ar. Völl­ur­inn verð­ur að­lag­að­ur að um­hverf­inu svo hann falli vel að landi. Gróð­ur og mön munu veita skjól og skýla hon­um frá Reykja­vegi og nán­asta um­hverfi. Að­koma að bretta­velli er frá aust­ur­enda bíla­stæð­is Krika­skóla auk þess sem bætt verð­ur teng­ing við göngustíg. Breyt­ing er gerð á reit sem skil­greind­ur er í skipu­lagi fyr­ir hljóð­skerm næst Reykja­veg­in­um, á óbyggðu opnu svæði. Svæð­ið er að­lag­að og trjá­gróð­ur sem fyr­ir er verð­ur flutt­ur til og gróð­ur­sett­ur í og við nýju mön­ina.

Til­lög­ur og gögn eru að­gengi­leg á vef Mos­fells­bæj­ar, mos.is/skipu­lagsauglys­ing­ar, en einn­ig í Þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, svo þau sem þess óska geti kynnt sér breyt­ing­ar og gert at­huga­semd­ir. At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eða í tölvu­pósti á skipu­lag[hja]mos.is.

Frest­ur til að skila inn athuga­semdum/ábend­ing­um er til og með 23. janúar 2023.

Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00