Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. desember 2022

Á fundi skipu­lags­nefnd­ar þann 2. des­em­ber sl. var sam­þykkt að grennd­arkynna í sam­ræmi við 2. mgr. 43. gr skipu­lagslaga nr. 123/2010, um­sókn eig­enda Skelja­tanga 10 um breyt­ingu á deili­skipu­lagi.

Breyt­ing­in fel­ur í sér stækk­un bygg­ing­areits um 5 m til norð­vest­urs. Bygg­ing­areit­ur­inn stækk­ar um 33 m². Ann­að í skipu­lagi óbreytt.

Um er að ræða óveru­lega breyt­ingu á deili­skipu­lagi, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga. Hér með er gef­inn kost­ur á að koma at­huga­semd­um eða ábend­ing­um á fram­færi vegna þeirra breyt­inga sem sótt hef­ur ver­ið um. At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar, ásamt helstu upp­lýs­ing­um um sendanda og merkt­ar skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ. Einnig má senda at­huga­semd­ir í tölvu­pósti á skipu­lag@mos.is.

Frest­ur til að skila inn athuga­semdum/ábend­ing­um er til og með 23. janúar 2023.

Skipu­lags­fulltúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00