Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 01.03.2024 var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi frá Reykjalundarvegi að Húsadal – Reykjahvoll 29.
Tillaga að breytingu felur í sér að heimila aukið byggingarmagn innan byggingareits á lóð. Um er að ræða skilmálabreytingu þar sem hámarks byggingarmagn á lóð fer úr 220 m² í 300 m².
Í þessu tilviki er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Gefinn er kostur á að koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi í Skipulagsgátt, mál nr. 1406/2024.
Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er til og með 22. desember nk.