Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 5. júní 2024 var samþykkt að tillaga að breytingu á deiliskipulagi „Sumarhús við Krókatjörn í Miðdal, lóð nr. 9000/3220“, sem samþykkt var í bæjarstjórn Mosfellsbæjar þann 21. janúar 1998, yrði kynnt og auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eftir auglýsingu og samþykkt deiliskipulagsbreytingar frístundabyggðar við Krókatjörn var lögð fram breytt tillaga deiliskipulagsbreytingar. Tillögunni var breytt eftir athugasemdir og umsögn skipulagsstofnunar dags. 26.09.2024.
Í samræmi við afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, var samþykkt á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. febrúar 2025 að ný deiliskipulagsbreyting skyldi auglýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ný tillaga sýnir fimm frístundahúsalóðir í stað fjögurra, allar stærri en 5000 m², með byggingarheimildir upp að 130 m² samkvæmt gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, rými í lokunarflokkum A og B í samræmi við skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Umsagnafrestur er til og með 4. apríl 2025.
Umsögnum skal skilað skriflega í gegnum gátt Skipulagsstofnunar.