Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þann 26. febrúar sl. var samþykkt að kynna og auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundabyggð á landi nr. 125205 úr Miðdalslandi við Selmerkurveg í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í tilfærslu lóðamarka og breyttum lóðastærðum, byggingarmagn á lóðum er uppfært miðað við ákvæði aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030. Aðkoma að lóðum frá Selmerkurvegi færist frá suðaustur lóðamörkum að norðvestur mörkum.
Umsagnafrestur er til og með 4. apríl 2025.
Umsögnum skal skilað skriflega í gegnum gátt Skipulagsstofnunar.