Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þann 8. desember 2022 var samþykkt, í samræmi við afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, að grenndarkynna samkvæmt 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi 4. áfanga Helgafellshverfis frá 2. júní 2021.
Breytingin felur í sér helst að lóðamörk milli Liljugötu 2-4 og Lóugötu 24 og 26 breytast. Lóð við Liljugötu stækkar um 168 fermetra en aðliggjandi lóðir og byggingarreitir við Lóugötu aðlagast og húsagerðum breytt. Lóðir við Liljugötu 9-17 og 19-25, Huldugötu 1-13 og Lóugötu 1-11 stækka lítillega. Lóð Kolbrúnargötu 2 minnkar. Bílastæðum við Kolbrúnargötu 8, 14, 20 og 28 auk Lóugötu 2-20 er hliðrað til. Annað í skipulagi er óbreytt.
Fjöldi þeirra lóða sem breytingin fjallar um eru enn óbyggðar og sumar enn í umsjá byggingaraðili og eða Mosfellsbæjar sem er landeigandi.
Breytingin er framsett í skalanum 1:2000, dags. 29. nóvember 2022.
Um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Hér með er gefinn kostur á að koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri vegna þeirra framkvæmda sem sótt hefur verið um. Athugasemdir skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um sendanda, og merktar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Einnig má senda athugasemdir í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Grenndarkynning og gögn voru send út á lóðarhafa, íbúa og hagaðila er breytingin varðar.
Frestur til að skila inn athugasemdum eru 4 vikur frá dagsetningu þessa bréfs, þ.e. til og með 6. janúar 2023.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar