Þessa dagana fagnar Bólið 40 ára afmæli og í tilefni afmælisins verða böll haldin fyrir 5. – 10. bekk. Auk þess er almenningi boðið til veislu í Hlégarði föstudaginn 12. apríl 2024 og opnar húsið kl. 16:30 en dagskráin hefst kl. 17:00.
Félagsmiðstöðin er mikilvægur hluti af sögu Mosfellsbæjar og allt það uppbyggilega, fjölbreytta og góða starf sem þar hefur verið unnið í gegnum tíðina. Mosfellsbær þakkar öllu því góða fólki sem hefur tekið þátt í starfsemi Bólsins í gegnum árin og óskar núverandi og fyrrverandi starfsfólki og nemendum til hamingju með 40 ára afmælið.
Tengt efni
Myndir frá 40 ára afmælisfögnuði Bólsins
Félagsmiðstöðin Bólið fagnaði 40 ára afmæli í síðustu viku og að því tilefni voru haldin tvö böll og glæsileg afmælishátíð.
Bólið býður uppá fjölbreytt og lifandi starf
Félagsmiðstöðin Bólið býður uppá uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10 til 16 ára börn og ungmenni og eru starfsstöðvarnar í Varmárskóla, Lágafellsskóla og Helgafellsskóla.
Spennandi klúbba- og smiðjusumar fyrir 10-12 ára
Á miðvikudögum í sumar (júní og júlí) býður félagsmiðstöðin Bólið upp á klúbba/smiðjur af ýmsu tagi fyrir börn í 5.-7. bekk (10 til 12 ára).