Félagsmiðstöðin Bólið fagnaði 40 ára afmæli í síðustu viku og að því tilefni voru haldin tvö böll og glæsileg afmælishátíð.
Hátíðin var haldin í Hlégarði síðastliðinn föstudag og bæjarbúum og öllum velunnurum boðið að gleðjast með ungmennunum og starfsfólki Bólsins.
Ungt fólk úr Mosfellsbæ sem að hefur tengst Bólinu í gegnum tíðina skemmti gestum með tónlist, myndaalbúm voru dregin upp og var almenn gleði eins og má sjá á myndunum sem fylgja.
Mosfellsbær þakkar öllum sem komu og samglöddust og öllu því góða fólki sem hefur tekið þátt í starfsemi Bólsins í gegnum árin og óskar núverandi og fyrrverandi starfsfólki og nemendum til hamingju með 40 ára afmælið.
Tengt efni
Félagsmiðstöðin Bólið 40 ára
Bólið býður uppá fjölbreytt og lifandi starf
Félagsmiðstöðin Bólið býður uppá uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10 til 16 ára börn og ungmenni og eru starfsstöðvarnar í Varmárskóla, Lágafellsskóla og Helgafellsskóla.
Spennandi klúbba- og smiðjusumar fyrir 10-12 ára
Á miðvikudögum í sumar (júní og júlí) býður félagsmiðstöðin Bólið upp á klúbba/smiðjur af ýmsu tagi fyrir börn í 5.-7. bekk (10 til 12 ára).