Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. júní 2024

Birg­ir D. Sveins­son kenn­ari og fyrr­um stjórn­andi Skóla­hljóm­sveit­ar Mos­fells­bæj­ar og fyrr­um skóla­stjóri Varmár­skóla var í dag út­nefnd­ur heið­urs­borg­ari Mos­fells­bæj­ar við há­tíð­lega at­höfn við Varmár­laug.

Birg­ir er heiðr­að­ur fyr­ir hans mikla fram­lag til tón­list­ar- og menn­ing­ar­lífs sem og upp­eld­is­mála í Mos­fells­bæ.

Birg­ir D. Sveins­son er fædd­ur 5. apríl 1939 í Nes­kaup­stað. Hann lauk lands­prófi í Vest­manna­eyj­um og kenn­ara­prófi árið 1960. Sam­hliða námi stund­aði Birg­ir tón­list­ar­nám og lék á blástur­hljóð­færi. Birg­ir flutt­ist til Mos­fells­bæj­ar að afloknu kenn­ara­prófi og var kenn­ari við Varmár­skóla árin 1960-1977. Hann var yfir­kenn­ari 1977-1983 og skóla­stjóri Varmár­skóla 1983-2000.

Birg­ir var feng­inn til að kenna drengj­um á blást­urs­hljóð­færi haust­ið 1963 og úr varð drengja­hljóm­sveit­in, síð­ar Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar, sem spil­aði fyrst op­in­ber­lega við vígslu sund­laug­ar­inn­ar að Varmá, þann 17. júní 1964. Skóla­hljóm­sveit­in hef­ur starfað óslit­ið í 60 ár.

Þá stóð Birg­ir enn frem­ur að því að efna til tón­list­ar­kennslu í Barna­skól­an­um sama haust og það starf þró­að­ist í að stofn­að­ur var tón­list­ar­skóli í Mos­fells­sveit haust­ið 1966.

Birg­ir var stjórn­andi Skóla­hljóm­sveit­ar Mos­fells­bæj­ar í 40 ár eða fram til árs­ins 2004. Hljóm­sveit­in hef­ur þjón­að tón­list­ar­legu upp­eldi fjölda barna og ung­menna í Mos­fells­bæ en jafn­framt ver­ið bæj­ar­hljóm­sveit og kom­ið fram við hin ýmsu há­tíð­legu tæki­færi.

Það eru þús­und­ir barna og ung­menna sem hafa not­ið leið­sagn­ar Birg­is, sem kenn­ara og tón­list­ar­manns og um­sögn fyrr­um nem­enda er sam­hljóma um þau góðu áhrif sem Birg­ir hef­ur haft á þeirra þroska­braut. Birg­ir er sagð­ur hafa ver­ið ein­stak­ur kenn­ari, þol­in­móð­ur, um­hyggju­sam­ur og hafa veitt sér­hverju barni at­hygli sína.

Birg­ir var formað­ur Sam­taka ís­lenskra skóla­hljóm­sveita í 20 ár en sam­tökin voru stofn­uð í Mos­fells­bæ. Hann var út­nefnd­ur heið­urs­fé­lagi sam­tak­anna árið 2019. Birg­ir fékk við­ur­kenn­ingu frá bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar fyr­ir frá­bær störf árið 1994.

Árið 2005 var Birg­ir sæmd­ur ridd­ara­krossi Hinn­ar ís­lensku fálka­orðu fyr­ir tón­list­ar­kennslu við há­tíð­lega at­höfn á Bessa­stöð­um.

Að­r­ir heið­urs­borg­ar­ar Mos­fells­bæj­ar

Nó­bels­verð­launa­skáld­ið Halldór Kilj­an Lax­nes (1902-1998) var út­nefnd­ur heið­urs­borg­ari Mos­fells­bæj­ar árið 1972. Halldór bjó í Mos­fells­sveit og síð­ar Mos­fells­bæ nánast alla sína tíð og sótti efni­við í marg­ar sög­ur sín­ar í heima­sveit­ina. Hann ólst upp að Lax­nesi í Mos­fells­dal, kenndi sig alla tíð við bernsku­stöðv­ar sín­ar og sett­ist að í daln­um sem full­tíða mað­ur. Hann sá bernsku­ár sín í daln­um í hill­ing­um og í nokkr­um bóka sinna sæk­ir hann efni­við­inn í Mos­fells­bæ, einkum í Inn­ansveit­ar­kroniku og end­ur­minn­inga­bók­inni Í tún­inu heima.

Jón M. Guð­munds­son (1920-2009), fyrr­ver­andi odd­viti sveit­ar­stjórn­ar Mos­fells­hrepps var út­nefnd­ur heið­urs­borg­ari Mos­fells­bæj­ar á fundi bæj­ar­stjórn­ar þann 30. ág­úst 2000. Í ákvörð­un bæj­ar­stjórn­ar var vísað til þess að með þess­um heiðri hafi ver­ið lagt fram þakklæti sveit­ar­fé­lags­ins og við­ur­kenn­ing á hinu mik­il­væga fram­lagi Jóns til upp­bygg­ing­ar sveit­ar­fé­lags­ins en Jón var odd­viti Mos­fells­hrepps 1962-1981 og hrepp­stjóri 1984-1990.

Salome Þor­kels­dótt­ir (f. 1927) var gerð að heið­urs­borg­ara Mos­fells­bæj­ar 2007. Salóme var kjörin í hrepps­nefnd Mos­fells­hrepps árið 1966 og sat þar til 1982. Hún var að­al­gjald­keri Mos­fells­hrepps 1972-1979, vara­odd­viti 1978-1981 og odd­viti 1981-1982. Árið 1979 var hún kjörin á Al­þingi og sat á Al­þingi til árs­ins 1995. Salome gegndi stöðu for­seta efri deild­ar Al­þing­is 1983-1997, for­seta sam­ein­aðs þings 1991 og for­seta Al­þing­is 1991-1995. Árið 1993 var Salome sæmd stór­ridd­ara­krossi Hinn­ar ís­lensku fálka­orðu fyr­ir störf í op­in­bera þágu.


Á efstu mynd­inni eru Halla Karen Kristjáns­dótt­ir, formaður bæjarráðs, Birgir D. Sveinsson og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar.

Myndir: Raggi Óla

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00