Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. febrúar 2024

Sam­kvæmt þjón­ustu­könn­un Gallup segjast 89% íbúa Mos­fells­bæj­ar ánægð með sveit­ar­fé­lag­ið sem stað til að búa á og eru ánægð­ust í sam­an­burði við íbúa ann­arra sveit­ar­fé­laga, en könn­un­in veit­ir yf­ir­lit yfir stöðu Mos­fells­bæj­ar í sam­an­burði við 18 önn­ur sveit­ar­fé­lög sem þátt tóku í könn­un­inni.

Auk þessa mæld­ist mik­il ánægja með­al íbúa með þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins í heild og sit­ur Mos­fells­bær í öðru sæti þar ásamt því að vera yfir með­al­tali í 11 af 12 þjón­ustu­þátt­um sem kann­að­ir voru.

Þá deil­ir Mos­fells­bær öðru sæti þeg­ar kem­ur að ánægju með þjón­ustu við eldri borg­ara og er í þriðja sæti af sveit­ar­fé­lög­un­um þeg­ar kem­ur að skipu­lags­mál­um, þjón­ustu við barna­fjöl­skyld­ur og menn­ing­ar­mál­um.

Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri:

Við fögn­um því að Mos­fells­bær mæl­ist það sveit­ar­fé­lag þar sem íbú­ar eru ánægð­ast­ir með bú­setu. Þá erum við mjög ánægð með að vera yfir með­al­tali sveit­ar­fé­laga í 11 þátt­um af 12 sem mæld­ir voru. Könn­un sem þessi gef­ur okk­ur vís­bend­ing­ar um við­horf íbúa til þeirr­ar þjón­ustu sem við veit­um og veit­ir tæki­færi til að rýna það sem vel er gert og þar sem tæki­færi eru til úr­bóta. Við vilj­um til dæm­is skoða bet­ur þjón­ustu við fatlað fólk og sjá­um að sveit­ar­fé­lög eru heilt yfir að mælast lág þar. Við erum að fara í um­fangs­meiri þjón­ustu­mæl­ing­ar þar sem not­end­ur þjón­ustu verða mark­visst spurð­ir um þá þjón­ustu sem sveit­ar­fé­lag­ið er að veita og það mun gefa okk­ur betri inn­sýn inn í ein­staka þjón­ustu­þætti og þarf­ir not­enda. Við byrj­um á könn­un á heima­þjón­ustu við eldri borg­ara og fer sú könn­un út núna í mars.

Gallup fram­kvæm­ir könn­un­ina ár­lega og hef­ur Mos­fells­bær ver­ið með allt frá ár­inu 2008 og eru því til sam­felld­ar mæl­ing­ar sl. 15 árin. Í könn­un­inni er spurt um við­horf til þjón­ustu og mála­flokka út frá reynslu og áliti íbúa. Könn­un­in var fram­kvæmd í síð­ast­liðn­um nóv­em­ber fram í miðj­an janú­ar og voru nið­ur­stöð­urn­ar kynnt­ar á fundi bæj­ar­ráðs í morg­un 22. fe­brú­ar 2024.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00