Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. febrúar 2021

Gallup kann­ar ár­lega þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og mæl­ir við­horf íbúa til þjón­ustu í 20 stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins.

Eins og und­an­farin ár sit­ur Mos­fells­bær í efstu sæt­um könn­un­ar­inn­ar. Þeg­ar spurt er um sveit­ar­fé­lag­ið sem stað til þess að búa á og þjón­ust­una í heild er Mos­fells­bær yfir lands­með­al­tali í ell­efu mála­flokk­um af þrett­án, en rétt und­ir lands­með­al­tali í tveim­ur mála­flokk­um sem fel­ur í sér tæki­færi til úr­bóta.

Efstu sæt­in tvö með sömu einkunn

Á ár­inu 2020 reynd­ust 88% að­spurðra frek­ar eða mjög ánægð­ir með sveit­ar­fé­lag­ið sem stað til að búa á. Um 10% svara spurn­ing­unni með svar­inu hvorki né og ein­ung­is 2% íbúa eru óánægð­ir með sveit­ar­fé­lag­ið sem stað til þess að búa á. Mos­fells­bær hækk­ar um eitt sæti og deil­ir nú efsta sæt­inu með Garða­bæ en bæði sveit­ar­fé­lög­in eru með ein­kunn­ina 4,4 á 5 punkta skala og skil­ur ein­göngu þriðji aukastaf­ur sveit­ar­fé­lög­in að.

Um 77% íbúa eru ánægð­ir með þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins á heild­ina lit­ið bæði út frá reynslu þeirra og áliti. Hér hækk­ar sveit­ar­fé­lag­ið úr með­al­ein­kunn­inni 3,9 í 4 en lands­með­al­tal­ið er óbreytt milli ára. Segja má að þess­ar tvær spurn­ing­ar rammi inn mat íbúa á frammi­stöðu sveit­ar­fé­lag­anna í ein­staka mála­flokk­um og má þar sér­stak­lega nefna spurn­ing­una um heild­armat á þjón­ust­unni þar sem sú spurn­ing kem­ur í fram­haldi af spurn­ing­um um ein­staka mála­flokka.

Um 97% þeirra sem eiga börn á leik­skóla í Mos­fells­bæ eru ánægð­ir með þjón­ust­una.

Yfir lands­með­al­tali í flest­um flokk­um

Eins og áður sagði var Mos­fells­bær yfir lands­með­al­tali árið 2020 í ell­efu mála­flokk­um af þrett­án. Mála­flokk­arn­ir tveir þar sem sveit­ar­fé­lag­ið er und­ir lands­með­al­tali eru ann­ars veg­ar þjón­usta við aldr­aða og hins veg­ar þjón­usta við fatlað fólk.

Þeg­ar þjón­usta leik­skóla er skoð­uð má sjá að 75% íbúa voru ánægð­ir með þjón­ustu leik­skóla en þeg­ar ein­göngu er lit­ið til þeirra svar­enda sem eiga börn í leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar þá reynd­ust 97% þeirra ánægð­ir með þjón­ust­una. Þá reynd­ist 81% svar­enda mjög eða frek­ar ánægð­ir með að­stöðu til íþrótta­iðkun­ar og um 70% eru mjög eða frek­ar ánægð­ir með þjón­ustu við barna­fjöl­skyld­ur.

Mos­fell­ing­ar eru sam­kvæmt könn­un­inni ánægð­ir með gæði um­hverf­is­ins og eru um 81% ánægð­ir með þann þátt. Mos­fells­bær deil­ir fyrsta sæti með fjór­um öðr­um sveit­ar­fé­lög­um þeg­ar kem­ur að gæði um­hverf­is­ins í bæn­um. Mos­fells­bær er í þriðja sæti með­al stærri sveit­ar­fé­laga með skipu­lags­mál al­mennt, en með­al­einkunn í þeim flokki er al­mennt mjög lág í sam­an­burði við aðra mála­flokka hjá öll­um sveit­ar­fé­lög­un­um.

Könn­un­in veit­ir mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar

Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri seg­ir að könn­un Gallup sé sem fyrr mik­il­væg­ur hluti af þeim gögn­um sem nýtt eru til þess að vinna að um­bót­um í starf­semi Mos­fells­bæj­ar en nú standi yfir kynn­ing á nið­ur­stöð­um könn­un­ar­inn­ar í nefnd­um bæj­ar­ins.

„Enn sem fyrr rað­ar Mos­fells­bær sér í efstu sæti þeg­ar kem­ur að mati íbúa á Mos­fells­bæ sem stað til að búa á og við stönd­um sterk í meg­in­þorra mála­flokka. Það skipt­ir okk­ur sem störf­um fyr­ir Mos­fell­inga máli að vita að þeir eru í meg­in­drátt­um ánægð­ir með þjón­ust­una. Könn­un­in veit­ir okk­ur mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar sem við nýt­um til þess að standa okk­ur enn bet­ur og þá sér­stak­lega þar sem ánægj­an minnk­ar milli ára.Við höf­um markað þá stefnu að vöxt­ur sveit­ar­fé­lags­ins hafi já­kvæð áhrif á þjón­ustu og þjón­ustust­ig og það virð­ist hafa tek­ist að mínu mati. Það er hins veg­ar ekki nóg fyr­ir okk­ur að vera yfir lands­með­al­tali í ell­efu af þrett­án mála­flokk­um.“

Hvatn­ing til starfs­fólks

„Nið­ur­stað­an varð­andi mál­efni fatl­aðs fólks og þjón­ustu við aldr­aða er nokk­uð sem við mun­um rýna vel í góðri sam­vinnu og sam­tali við þá sem njóta þess­ar­ar þjón­ustu. Hvað varð­ar grunn­skól­ana sjá­um við það í gögn­um könn­un­ar­inn­ar að með­al­einkunn stærri sveit­ar­fé­laga hvað varð­ar grunn­skól­ana er lægri en hjá minni sveit­ar­fé­lög­um. Ein leið til þess að vinna með þessi gögn er að kanna sér­stak­lega hvað minni sveit­ar­fé­lög eru að gera öðru­vísi en við. Könn­un Gallup er því mik­il hvatn­ing til okk­ar starfs­fólks Mos­fells­bæj­ar. Hún lýs­ir því hvað er að takast vel hjá okk­ur og bein­ir sjón­um okk­ar að þjón­ustu þar sem við get­um gert bet­ur.“

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00