Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Nið­ur­stöð­ur úr þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­lag­anna fyr­ir árið 2021 liggja nú fyr­ir.

Gallup kann­ar ár­lega þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og mæl­ir við­horf íbúa til þjón­ustu í 20 stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins. Könn­un­in hef­ur ver­ið fram­kvæmd í fjölda ára og ávallt er spurt sömu spurn­inga. Könn­un­in veit­ir yf­ir­lit yfir þró­un mála í ein­staka mála­flokk­um yfir tíma og stöðu sveit­ar­fé­lags­ins gagn­vart öðr­um sveit­ar­fé­lög­um.

Eins og und­an­farin ár sit­ur Mos­fells­bær í efstu sæt­um þeg­ar spurt er um sveit­ar­fé­lag­ið sem stað til þess að búa á en dal­aði í fyrra þeg­ar mat var lagt á þjón­ust­una í heild sem hlýt­ur þá að koma til skoð­un­ar.

Á ár­inu 2021 reynd­ust 89% að­spurðra frek­ar eða mjög ánægð­ir með sveit­ar­fé­lag­ið sem stað til að búa á og hækk­aði úr 88% frá fyrra ári. Á á móti fækk­aði þeim sem svara þeirri spurn­ingu með svar­inu hvorki né og fjölg­aði að­eins í hópi íbúa eru frek­ar óánægð­ir með sveit­ar­fé­lag­ið sem stað til þess að búa á.

Könn­un­in er inn­legg í þró­un þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar

Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri seg­ir að könn­un Gallup sé hluti af þeim gögn­um sem bær­inn nýt­ir til að rýna hvað gangi vel og hvað má bet­ur fara. „Könn­un Gallup er æv­in­lega kynnt fyr­ir öll­um nefnd­um bæj­ar­ins og mögu­leg­ar um­bæt­ur eru rædd­ar þar. Í kjöl­far­ið vinn­ur hvert svið fyr­ir sig að því að rýna hvað megi bet­ur fara. Í fyrra var ákveð­ið að afla frek­ari upp­lýs­inga hjá íbú­um í þrem mála­flokk­um. Gallup var fal­ið að halda rýni­hópa þar sem að sjö til níu íbú­um var boð­ið að ræða það hvar sveit­ar­fé­lag­ið er að standa sig vel og hvar síð­ur en ekki hvað síst hvern­ig Mos­fells­bær gæti bætt sig. Þann­ig voru tveir rýni­hóp­ar fengn­ir til að fjalla um skipu­lags­mál og ann­ar hóp­ur rýndi þjón­ustu bæj­ar­ins við aldr­aða. Loks var gerð sér­stök spurn­inga­könn­un með­al fatl­aðra til að fá betri mynd af þeirra sjón­ar­mið­um um hvað má bet­ur fara í þjón­ustu við þann mik­il­væga hóp en við sjá­um að stærri sveit­ar­fé­lög­um vegna síð­ur í þeim mála­flokki. Eitt af því sem hlýt­ur að koma til skoð­un­ar er hvað það er sem minni sveit­ar­fé­lög eru að gera með öðr­um hætti en við sem til­heyr­um hópi stærri sveit­ar­fé­laga í land­inu. Nú stend­ur yfir vinna fram­kvæmda­stjóra sviða við að móta að­gerð­ir og um­bæt­ur sem byggja á þeim gögn­um sem aflað hef­ur ver­ið um­fram hina ár­legu könn­un Gallup á þjón­ustu sveit­ar­fé­laga.“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son.

Mos­fells­bær er yfir lands­með­al­tali í tíu af tólf þjón­ustu­þátt­um

„Al­mennt séð minnk­ar ánægja íbúa á ár­inu 2021 í öll­um sveit­ar­fé­lög­um sem könn­un­in nær til og er Mos­fells­bær þar eng­in und­an­tekn­ing. Mos­fells­bær er þó sem fyrr yfir lands­með­al­tali í tíu af þeim tólf þjón­ustu­þátt­um sem spurt er um og ánægja með mál­efni grunn­skól­ans eykst milli ára á sama tíma og með­al­einkunn sveit­ar­fé­laga lækk­ar á landsvísu í þeim mála­flokki. Svip­uð þró­un á sér stað í mál­efn­um eldri borg­ara þar sem við náum að halda okk­ar á sama tíma og land­ið dal­ar. Við Mos­fell­ing­ar get­um ver­ið stolt af því að vera efst stærri sveit­ar­fé­laga þeg­ar kem­ur að mati íbúa á Mos­fells­bæ sem stað til að búa á þar sem 89% eru ánægð­ir með sveit­ar­fé­lag­ið sem stað til þess að búa á. Mér finnst það enn og aft­ur stað­festa að við búum yfir ákaf­lega mikl­um fé­lagsauð þar sem sterk­ar teng­ing­ar eru milli fólks og við stönd­um sam­an í því sem skipt­ir máli. Nú sem fyrr skipt­ir það okk­ur sem störf­um fyr­ir Mos­fell­inga máli að vita að þeir eru í meg­in­drátt­um ánægð­ir með þjón­ust­una. Könn­un­in veit­ir okk­ur mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar sem við nýt­um til þess að standa okk­ur bet­ur þar sem ánægj­an dvín­ar milli ára. Við höf­um markað þá stefnu að vöxt­ur sveit­ar­fé­lags­ins hafi já­kvæð áhrif á þjón­ustu og þjón­ustust­ig og það hef­ur að mínu mati tek­ist í öll­um meg­in­drátt­um. Það er hins veg­ar ekki nóg fyr­ir okk­ur að vera yfir lands­með­al­tali í meg­in­þorra mála­flokka því við vilj­um og get­um gert bet­ur. Nið­ur­stöð­urn­ar í könn­un Gallup er því brýn­ing til okk­ar starfs­fólks Mos­fells­bæj­ar, nið­ur­stöð­urn­ar lýsa því hvað er að takast vel hjá okk­ur um leið og hún bein­ir sjón­um okk­ar að nauð­syn­leg­um um­bót­um. “ sagði Har­ald­ur Sverris­son.

Könn­un­in var fram­kvæmd frá 8. nóv­em­ber 2021 til 12. janú­ar 2022. Heild­ar­úr­tak í könn­un­inni er 11.426 manns í 20 stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins. Úr­tak­ið í Mos­fells­bæ var 430 ein­stak­ling­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00