Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Nið­ur­stöð­ur úr þjón­ustu­könn­un Gallup fyr­ir árið 2022 liggja nú fyr­ir.

Gallup kann­ar ár­lega þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og mæl­ir við­horf íbúa til þjón­ustu í 20 stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins. Könn­un­in hef­ur ver­ið fram­kvæmd sam­fellt frá ár­inu 2008 og veit­ir yf­ir­lit yfir þró­un af­stöðu íbúa til ein­staka mála­flokk­um yfir tíma og stöðu Mos­fells­bæj­ar gagn­vart öðr­um sveit­ar­fé­lög­um.

Á ár­inu 2022 reynd­ust 92% að­spurðra frek­ar eða mjög ánægð­ir með sveit­ar­fé­lag­ið sem stað til að búa á og hækk­aði úr 89% frá fyrra ári og er Mos­fells­bær í öðru sæti á landsvísu í þess­ari spurn­ingu. Mos­fells­bær var á síð­asta ári fyr­ir ofan með­al­tal sveit­ar­fé­lag­anna í níu spurn­ing­um af tólf. Þjón­usta grunn­skóla og þjón­usta við fatlað fólk er hins veg­ar und­ir lands­með­al­tal­inu sem kall­ar á um­bóta­vinnu næstu miss­er­in og er sú vinna hafin.

Ánægja íbúa eykst milli ára í sex spurn­ing­um og má þar auk of­an­greindr­ar spurn­ing­ar nefna ánægju með skipu­lags­mál þar sem skor­ið hækk­ar um eitt stig og óánægð­um fækk­ar um 6%. Þar hækk­ar Mos­fells­bær um tvö sæti milli ára í sam­an­burði sveit­ar­fé­lag­anna. Það sama á við um af­stöð­una til gæða um­hverf­is­ins þar sem ánægja eykst og Mos­fells­bær ferð­ast upp töfl­una. Af­staða íbúa til þjón­ustu við barna­fjöl­skyld­ur stend­ur í stað en þar sem með­al­tal­s­einkunn ann­arra sveit­ar­fé­laga lækk­ar þá færist Mos­fells­bær upp töfl­una og sama hreyf­ing á sér stað milli ára í af­stöð­unni til þjón­ustu leik­skóla sveit­ar­fé­lags­ins. Þar er Mos­fells­bær í fjórða sæti á landsvísu og þeir sem njóta þjón­ust­unn­ar gefa sveit­ar­fé­lag­inu ein­kunn­ina 4,4 á 5 punkta skala.

Há­stökkvar­ar árs­ins og tæki­færi til úr­bóta í svörun er­inda

Ánægja íbúa með að­stöðu til íþrótta­iðkun­ar í Mos­fells­bæ eykst milli ára og færist bær­inn upp um tvö sæti á síð­asta ári. Há­stökkvar­ar árs­ins eru menn­ing­ar­málin og þjón­usta sveit­ar­fé­lags­ins á heild­ina lit­ið þar sem ánægj­an eykst og sveit­ar­fé­lag­ið hækk­ar í báð­um til­vik­um um fimm sæti.
Veru­legt tæki­færi er hins veg­ar til um­bóta þeg­ar kem­ur að af­stöðu íbúa til þess hvern­ig starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar hef­ur leyst úr er­ind­um þeirra þar sem skor­ið var 3,5 árið 2021 en lækk­aði í 3,4 árið 2022.

Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri seg­ir „Könn­un Gallup á þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar hef­ur ver­ið kynnt í bæj­ar­ráði og það er mjög gleði­legt að bæj­ar­fé­lag­ið hef­ur hækkað á milli ára þeg­ar kem­ur að lyk­il­spurn­ing­unni um þjón­ustu bæj­ar­fé­lags­ins þeg­ar á heild­ina er lit­ið og deil­ir öðru sæt­inu á landsvísu með nokkr­um öðr­um sveit­ar­fé­lög­um. Mik­il­vægt er að hafa í huga að könn­un­in veit­ir al­menna vís­bend­ingu um stöðu mála í ein­staka mála­flokk­um og er hluti þeirra gagna sem nýtt eru til að þróa þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar. Það sem er gott við að fá reglu­lega mæl­ingu á þjón­ustu bæj­ar­ins er að finna þá þætti sem þarfn­ast helst úr­bóta.“

„Því mið­ur er það þjón­usta við fatl­aða ein­stak­linga í ár eins og und­an­farin ár og þar þurf­um við ein­fald­lega að gera bet­ur. Mála­flokk­ur­inn fékk auk­ið fram­lag í fjár­hags­áætlun 2023 og við von­um svo sann­ar­lega að þeir fjár­mun­ir skili sér í ánægð­ari þjón­ustu­þeg­um og að­stand­end­um. Það sama á við um mál­efni grunn­skól­ans og við bind­um mikl­ar von­ir við að aukin sér­fræði­þjón­usta í grunn­skól­um og vinna við inn­leið­ingu far­sæld­ar­hrings­ins verði til þess að styrkja þjón­ust­una og laga það sem þarfn­ast úr­bóta.

Mos­fells­bær vinn­ur nú að verk­efn­um til að hraða vinnu við sta­f­ræna þró­un sveit­ar­fé­lags­ins. Hluti af þeirri vinnu mun fela í sér inn­leið­ingu sta­f­rænna lausna til að auka skil­virkni í svörun er­inda og halda ut­an­um sam­skipt­um bæj­ar­ins við íbúa.“ seg­ir Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri.

Könn­un­in var fram­kvæmd frá 12. des­em­ber 2022 til 23. janú­ar 2023. Heild­ar­úr­tak í könn­un­inni er 12.287 manns í 20 stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins. Úr­tak­ið í Mos­fells­bæ var 361 ein­stak­ling­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00