Loksins geta Mosfellingar komið saman á bæjarhátíðinni Í túninu heima eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs.
Það verður kærkomið fyrir bæjarbúa að gleðjast saman og skreyta bæinn okkar með gleði, lífi og litum.
Dagskráin er glæsileg að vanda og verður hún birt í heild sinni strax eftir helgi á mos.is, samfélagsmiðlum og í hátíðarblaði Mosfellings. Þar ber hæst Ullarpartý í Álafosskvos á föstudagskvöldinu og stórtónleikar á miðbæjartorginu á laugardagskvöld þar sem Stuðmenn munu fara fremstir í flokki. Einnig má nefna Tindahlaup, Mosfellingar bjóða heim í garða, markað í Álafosskvos, Wings & Wheels, Fellahringinn fjallahjólamót, Leikhópinn Lottu, götugrill, Pallaball, Útvarp Mosfellsbær og margt fleira.
Það verður frítt í strætó, á Gljúfrastein og í Varmárlaug á laugardeginum.
Fylgist endilega með þegar dagskráin verður birt í næstu viku.
Gleðilega hátíð Í túninu heima.
Tengt efni
Dagskrá Í túninu heima 2022
Góða skemmtun!
35 ára afmæli Mosfellsbæjar
Í dag 9. ágúst 2022 fagnar Mosfellsbær 35 ára afmæli sínu en bærinn fékk kaupstaðarréttindi 9. ágúst 1987.
Í túninu heima 2021 – afmæli Mosfellsbæjar
Engin formleg dagskrá verður á vegum Mosfellsbæjar á bæjarhátíðinni Í túninu heima.