Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. apríl 2023

Í dag var skrif­að und­ir áfram­hald­andi samn­ing milli Ás­garðs hand­verk­stæð­is og Mos­fells­bæj­ar um hæf­ing­ar­tengda þjón­ustu Ás­garðs til fatl­aðra íbúa Mos­fells­bæj­ar.

Ás­garð­ur er sjálf­seign­ar­stofn­un, stofn­uð árið 1993 og rekin án hagn­að­ar­sjón­ar­miða. Ás­garð­ur hef­ur sér­hæft sig í vinnu muna og leik­fanga úr timbri en vinna einn­ig með leð­ur, vefn­að, bein og fleira. Samn­ing­ur­inn gild­ir til fimm ára og kaup­ir sveit­ar­fé­lag­ið 10 hæf­ing­ar­tengd stöðu­gildi af Ás­garði með það að mark­miði að auka hæfni og stuðla að auk­inni þátt­töku fatl­aðs fólks í dag­legu lífi til jafns við aðra.

Af þessu til­efni var boð­ið í köku og kaffi í Ás­garði og var smellt af mynd af Heimi Þór Tryggva­syni for­stöðu­manni Ás­garðs, Sig­ur­björgu Fjöln­is­dótt­ur fram­kvæmda­stjóra vel­ferð­ar­sviðs Mos­fells­bæj­ar og starfs­mönn­um Ás­garðs.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00