Í dag var skrifað undir áframhaldandi samning milli Ásgarðs handverkstæðis og Mosfellsbæjar um hæfingartengda þjónustu Ásgarðs til fatlaðra íbúa Mosfellsbæjar.
Ásgarður er sjálfseignarstofnun, stofnuð árið 1993 og rekin án hagnaðarsjónarmiða. Ásgarður hefur sérhæft sig í vinnu muna og leikfanga úr timbri en vinna einnig með leður, vefnað, bein og fleira. Samningurinn gildir til fimm ára og kaupir sveitarfélagið 10 hæfingartengd stöðugildi af Ásgarði með það að markmiði að auka hæfni og stuðla að aukinni þátttöku fatlaðs fólks í daglegu lífi til jafns við aðra.
Af þessu tilefni var boðið í köku og kaffi í Ásgarði og var smellt af mynd af Heimi Þór Tryggvasyni forstöðumanni Ásgarðs, Sigurbjörgu Fjölnisdóttur framkvæmdastjóra velferðarsviðs Mosfellsbæjar og starfsmönnum Ásgarðs.
Tengt efni
Jólamarkaður Ásgarðs Handverkstæðis fellur niður vegna fjöldatakmarkana
Áður auglýstur jólamarkaður Ásgarðs sem átti að fara fram laugardaginn 5. desember á milli kl. 10:00 – 17:00 fellur niður.
Þjónustusamningur við Ásgarð endurnýjaður
Nýverið var endurnýjaður þjónustusamningur milli Ásgarðs – handverkstæðis og Mosfellsbæjar um verndaða vinnu og hæfingu fatlaðs fólks á árunum 2018-2022.
Starfsemi Ásgarðs í Kvosinni efld
Mosfellsbær og Ásgarður handverkstæði hafa skrifað undir samning um að hinn síðarnefndi taki á leigu Álafossveg 10 gegn því að gerðar verði endurbætur á húsnæðinu.