Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. febrúar 2024

Það var mik­il stemm­ing og fullt hús í Digra­nesi á laug­ar­dag­inn þeg­ar kvenna­lið Aft­ur­eld­ing­ar í blaki mætti Ís­lands- og bikar­meist­ur­um KA í úr­slita­leik í Kjörís­bik­arn­um.

Lið Aft­ur­eld­ing­ar vann leik­inn 3-0 og tryggði sér þar með Kjörís­bikar­meist­ara­titil­inn árið 2024. Lið­ið varð síð­ast bikar­meist­ari árið 2017 og var þetta í fimmta sinn sem þær verða bikar­meist­ar­ar.

Thelma Dögg Grét­ars­dótt­ir var valin besti leik­mað­ur móts­ins og má til gamans geta þess að hún var íþrótta­kona árs­ins 2022 í Mos­fells­bæ.

Það er mik­il vinna sem ligg­ur bakvið ár­ang­ur sem þenn­an og marg­ir sem eiga heið­ur skil­ið; lið­ið, þjálf­ar­ar, stjórn Blak­deild­ar Aft­ur­eld­ing­ar, stjórn Aft­ur­eld­ing­ar, styrktarað­il­ar ásamt sjálf­boða­lið­um og stuðn­ings­fólki.

Mos­fells­bær ósk­ar kvenna­liði Blak­deild­ar Aft­ur­eld­ing­ar inni­lega til ham­ingju með bikar­meist­ara­titil­inn.

Áfram Aft­ur­eld­ing!


Ljós­mynd: Mummi Lú (Guð­mund­ur Lúð­víks­son)

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00