Það var mikil stemming og fullt hús í Digranesi á laugardaginn þegar kvennalið Aftureldingar í blaki mætti Íslands- og bikarmeisturum KA í úrslitaleik í Kjörísbikarnum.
Lið Aftureldingar vann leikinn 3-0 og tryggði sér þar með Kjörísbikarmeistaratitilinn árið 2024. Liðið varð síðast bikarmeistari árið 2017 og var þetta í fimmta sinn sem þær verða bikarmeistarar.
Thelma Dögg Grétarsdóttir var valin besti leikmaður mótsins og má til gamans geta þess að hún var íþróttakona ársins 2022 í Mosfellsbæ.
Það er mikil vinna sem liggur bakvið árangur sem þennan og margir sem eiga heiður skilið; liðið, þjálfarar, stjórn Blakdeildar Aftureldingar, stjórn Aftureldingar, styrktaraðilar ásamt sjálfboðaliðum og stuðningsfólki.
Mosfellsbær óskar kvennaliði Blakdeildar Aftureldingar innilega til hamingju með bikarmeistaratitilinn.
Áfram Afturelding!
Ljósmynd: Mummi Lú (Guðmundur Lúðvíksson)