Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum um sjálfboðaliða sem hefur með framúrskarandi hætti bætt íþrótta- og tómstundastarf í Mosfellsbæ.
Sjálfboðaliði ársins verður heiðraður samhliða vali á íþróttafólki Mosfellsbæjar þann 9. janúar 2025.
Allar ábendingar þurfa að berast í gegnum Mínar síður Mosfellsbæjar fyrir 1. janúar 2025.