Íslands- og bikarmót í Cyclocross verður haldið í Mosfellsbæ, sunnudaginn 13. október næstkomandi. Cyclocross er utanvega hjólakeppni sem fer fram í þrautabraut á sérstökum cyclocross hjólum. Keppt verður á skemmtilegri 2,4km braut sem liggur um útivistarsvæði Mosfellsbæjar við Stekkjarflöt.
Mosfellingar eru hvattir að koma og fylgjast með þessari hröðu og skemmtilegu keppni.
Rétt til þátttöku á bikarmótum hafa fullgildir meðlimir í viðurkenndu hjólreiðafélagi eða hjólreiðadeildar innan vébanda ÍSÍ (skráð í umsjónarkerfi ÍSÍ).