Þau heimili í Reykja- og Helgafellshverfi sem ekki fengu afhentar tunnur 29. og 30. júní fá þær til sín næstkomandi fimmtudag 6. júlí.
Vegna skorts á límmiðum á tunnurnar verður seinkun á afhendingu.
Eins og komið hefur fram erum við öll að fara að safna matarleifum til viðbótar við fyrri úrgangsflokka fyrir utan þá breytingu að plastumbúðir fara framvegis í sér tunnu.
Ásamt nýju tunnunum fá íbúar plastkörfu og búnt af bréfpokum til að safna matarleifum í eldhúsi.
Athygli er vakin á því að í haust verður farið í að skoða breyttar útfærslur, en fyrst um sinn fá íbúar í sérbýlum þrjár tunnur frá Mosfellsbæ.