Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt aðalskipulagsbreytingu fyrir óbyggt svæði við Dalland, merkt 527-L, í dreifbýli Mosfellsbæjar.
Málið var tekið fyrir í bæjarstjórn þann 15. júní 2022 eftir umfjöllun og samþykkt skipulagsnefndar þann 10. júní 2022. Breyting var auglýst og kynnt skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 3. febrúar 2022 með athugasemdafresti til 24. mars 2022.
Breyting aðalskipulagsins felst í því að stækka landbúnaðarland við Dalland 527-L um 6,1 ha. til austurs. Landið er skilgreint sem „óbyggt svæði” í gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Breyting verður á línu í yfirlitstöflu í kafla 4.14 í greinargerð, þar sem skilgreint svæði stækkar úr 16,6 í 22,7 ha. Engar breytingar eru gerðar á almennum skilmálum aðalskipulags er varða landbúnað. Umrætt svæði er utan hverfis- og eða vatnsverndar. Um er að ræða endurauglýsta breytingu frá desember 2020-2021.
Aðalskipulagsbreytingin verður send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsfulltrúi
Auglýst gögn má nálgast hér:
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: