Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. febrúar 2022

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt að kynna breyt­ingu á að­al­skipu­lagi fyr­ir óbyggt svæði við Dal­land 527-L skv. 1. mgr. 36. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt að kynna breyt­ingu á að­al­skipu­lagi fyr­ir óbyggt svæði við Dal­land 527-L skv. 1. mgr. 36. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Breyt­ing­in fel­ur í sér að stækka land­bún­að­ar­land við Dal­land 527-L um 6,1 ha. til aust­urs. Land­ið er skil­greind sem „óbyggt svæði“ í gild­andi að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030. Skil­greint svæði stækk­ar úr 16,6 í 22,7 ha. Eng­ar breyt­ing­ar eru gerð­ar á al­menn­um skil­mál­um að­al­skipu­lags er varða land­bún­að. Áætlun er í sam­ræmi við ver­káætlun og aug­lýsta skipu­lags­lýs­ingu. Um­rætt svæði er utan hverf­is- og eða vatns­vernd­ar. Um er að ræða enduraug­lýsta breyt­ingu frá des­em­ber 2020. Gögn eru óbreytt.

Til­lag­an verð­ur til sýn­is á á vef Mos­fells­bæj­ar og á Upp­lýs­inga­torgi, Þver­holti 2 svo þeir sem vilja get kynnt sér til­lög­una og gert við hana at­huga­semd­ir. Að­al­skipu­lagstil­lag­an er einn­ig til sýn­is hjá Skipu­lags­stofn­un, Borg­ar­túni 7b, Reykja­vík. At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar, ásamt helstu upp­lýs­ing­um um send­anda, og senda skal þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bær, eða í tölvu­pósti á skipu­lag[hja]mos.is.

At­huga­semda­frest­ur er frá 3. fe­brú­ar til og með 24. mars 2022.

Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00