Mosfellsbær auglýsir hér með skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags og nýtt deiliskipulag, skv. 1. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagslýsingin fjallar um áform uppbyggingar 5. áfanga Helgafellshverfis, norðaustast í hverfinu. Um er að ræða 8,5 ha svæði í eigu Mosfellsbæjar. Innan svæðisins er áætluð blöndun fjölbýla og sérbýla. Hverfið tengist nýjum Skammadalsvegi. Áætlaðar eru um 150 einingar innan skipulagssvæðisins auk búsetukjarna fyrir fatlað fólk. Aðalskipulagsbreytingin felur í sér að auka heimildir íbúða í Helgafellshverfinu öllu úr 930 í 1150. Er það sökum almennrar eftirspurnar um smærri íbúðir á síðustu árum.
Gögn verða einnig aðgengileg á Upplýsingatorgi, Þverholti 2. Þeir sem vilja geta kynnt sér lýsinguna og gert við hana athugasemdir eða umsögn. Umsagmir skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um sendanda, og þær skulu merktar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða berast í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Umsagnafrestur er frá 11. febrúar til og með 7. mars 2021.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
11. febrúar 2021