Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. febrúar 2021

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skipu­lags­lýs­ingu fyr­ir breyt­ingu að­al­skipu­lags og nýtt deili­skipu­lag, skv. 1. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 30 gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Skipu­lags­lýs­ing­in fjall­ar um áform upp­bygg­ing­ar 5. áfanga Helga­fells­hverf­is, norð­aust­ast í hverf­inu. Um er að ræða 8,5 ha svæði í eigu Mos­fells­bæj­ar. Inn­an svæð­is­ins er áætluð blönd­un fjöl­býla og sér­býla. Hverf­ið teng­ist nýj­um Skamma­dals­vegi. Áætl­að­ar eru um 150 ein­ing­ar inn­an skipu­lags­svæð­is­ins auk bú­setukjarna fyr­ir fatlað fólk. Að­al­skipu­lags­breyt­ing­in fel­ur í sér að auka heim­ild­ir íbúða í Helga­fells­hverf­inu öllu úr 930 í 1150. Er það sök­um al­mennr­ar eft­ir­spurn­ar um smærri íbúð­ir á síð­ustu árum.

Gögn verða einn­ig að­gengi­leg á Upp­lýs­inga­torgi, Þver­holti 2. Þeir sem vilja geta kynnt sér lýs­ing­una og gert við hana at­huga­semd­ir eða um­sögn. Um­sag­mir skulu vera skrif­leg­ar, ásamt helstu upp­lýs­ing­um um send­anda, og þær skulu merkt­ar skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bær, eða berast í tölvu­pósti á skipu­lag[hja]mos.is.

Um­sagna­frest­ur er frá 11. fe­brú­ar til og með 7. mars 2021.

Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar
11. fe­brú­ar 2021

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00