Tillaga að deiliskipulagi og tillaga að breytingu á deiliskipulagi: Heiðarhvammur í landi Miðdals og Desjamýri 3
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að deiliskipulagi og skv. 1. mgr. 43. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Heiðarhvammur í landi Miðdals, tillaga að deiliskipulagi og Desjamýri 3, tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 28. september. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar eigi síðar en 9. nóvember
Krikahverfi - miðsvæði og íbúðarbyggð
Opið hús, kynning á tillögu að breytingu á deiliskipulagiverður í bókasafni Mosfellsbæjar, Þverholti 2, mánudaginn 3. og þriðjudaginn 4. október nk. frá kl. 17:00 – 18:00 báða dagana.
Deiliskipulag – Þingvallavegur í Mosfellsdal
Kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal verður haldinn í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, þriðjudaginn 27. september næst komandi kl. 17:00 – 18:00. Kynnt verður tillaga að deiliskipulagi fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal. Um er að ræða kynningu á deiliskipulagi skv. grein 5.6.1. í skipulagsreglugerð. Á fundinum verður gerð grein fyrir tillögunni og fyrirspurnum svarað. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta.
2 tillögur að breytingum á deiliskipulagi: 3. áfangi Helgafellshverfis, Snæfríðargata 1-21 og Krikahverfi
Tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi: 3. áfangi Helgafellshverfis, Snæfríðargata 1-21 og Krikahverfi, miðsvæði og íbúðarbyggð. Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi: Snæfríðargata 1-21, breytingartillagan gerir ráð fyrir 5 tveggja hæða fjölbýlishúsum, fjögur meðfram Snæfríðargötu og einu norðan við þau. Krikahverfi, miðsvæði og íbúðarbyggð, breytingarnar felast m.a. í því að bílastæði á nokkrum lóðum eru breikkuð og bil á milli þeirra minnkuð og byggingarreitir minnka lítillega.
Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030, Tillaga að breytingu – Langihryggur
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að landnotkun á Langahrygg austan Leirtjarnar í ofanverðum Mosfellsdal er breytt úr landbúnaðarsvæði (228-L, 7.5 ha.) ásamt aðliggjandi opnu óbyggðu svæði alls 10 ha. í afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF).
3 tillögur að breytingum á deiliskipulagi: 3. áfangi Helgafellshverfis, 2 tillögur og Laxatunga 36-54
Þrjár tillögur að breytingum á deiliskipulagi: 3. áfangi Helgafellshverfis, 2 tillögur og Laxatunga 36-54. Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar þrjár tillögur að breytingum á deiliskipulagi:Uglugata 32-46, tillagan gerir ráð fyrir breytingum á húsgerð, þ.e. að á lóðirnir komi tveggja hæða raðhús með 4 íbúðum og tvö fjölbýlishús. Uglugata 1-5, um er að ræða þrjár lóðir fyrir tveggja hæða einbýlishús. Laxatunga 36-54, Leirvogstungu, tillagan er um að 7 af tíu tveggja hæða raðhúsum
Tvær tillögur að deiliskipulagi: Hesthús á landi nr. 123703 og Alifuglabú að Suður Reykjum
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tvær tillögur að deiliskipulagi og umhverfisskýrslu skv. lögum nr. 105/2006.