Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að landnotkun á Langahrygg austan Leirtjarnar í ofanverðum Mosfellsdal er breytt úr landbúnaðarsvæði (228-L, 7.5 ha.) ásamt aðliggjandi opnu óbyggðu svæði alls 10 ha. í afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF).
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í breytingunni felst að landnotkun á Langahrygg austan Leirtjarnar í ofanverðum Mosfellsdal er breytt úr landbúnaðarsvæði (228-L, 7.5 ha.) ásamt aðliggjandi opnu óbyggðu svæði alls 10 ha. í afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF).
Breytingartillagan og umhverfisskýrsla verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 18. ágúst 2016 til og með 29. september 2016 og hjá Skipulagsstofnun á Laugvegi 166 í Reykjavík.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til 29. september 2016. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs.
18. ágúst 2016
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Breyting á deiliskipulagi Helgafellshverfis: Ný grenndarstöð við Vefarastræti
Grenndarkynning á umsókn um byggingaleyfi – Hjarðarland 1
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þann 28. júlí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda Hjarðarlands 1, Mosfellsbæ.
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu – Laxatunga 43
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Laxatungu 43.