Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að deiliskipulagi og skv. 1. mgr. 43. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Heiðarhvammur í landi Miðdals, tillaga að deiliskipulagi og Desjamýri 3, tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 28. september. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar eigi síðar en 9. nóvember
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að deiliskipulagi og skv. 1. mgr. 43. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi:
Heiðarhvammur í landi Miðdals, tillaga að deiliskipulagi
Tillagan gengur út á ódeiliskipulagt svæði fyrir lóðina með land.nr. 125323 er skipt upp í þrjár lóðir. Á hverjum byggingarreit er heimilt að byggja allt að 150 fm. heilsárshús og 30 fm. geymslu. Mænishæð húss má vera allt að 5.5 m frá gólfplötu. Allur frágangur og hönnun bygginga skal vera í samræmi við byggingarreglugerð, litir útveggja og þaka skulu vera dökkir jarðlitir og falla sem best að umhverfinu. Byggingar skal staðsetja innan viðkomandi byggingarreits. Staðsetning húsa inna byggingarreits er frjáls.Desjamýri 3, tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Breytingin nær til lóðarinnar að Desjamýri 3. Í breytingunni felst að byggingarreitur er færður til og bindandi byggingarlína er felld niður. Að öðru leyti gilda sérskilmálar í upphaflegu deiliskipulagi.
Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 28. september 2016 til og með 9. nóvember 2016, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 9. nóvember 2016.