Tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi: 3. áfangi Helgafellshverfis, Snæfríðargata 1-21 og Krikahverfi, miðsvæði og íbúðarbyggð. Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi: Snæfríðargata 1-21, breytingartillagan gerir ráð fyrir 5 tveggja hæða fjölbýlishúsum, fjögur meðfram Snæfríðargötu og einu norðan við þau. Krikahverfi, miðsvæði og íbúðarbyggð, breytingarnar felast m.a. í því að bílastæði á nokkrum lóðum eru breikkuð og bil á milli þeirra minnkuð og byggingarreitir minnka lítillega.
Tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi:
3. áfangi Helgafellshverfis, Snæfríðargata 1-21
Krikahverfi, miðsvæði og íbúðarbyggð
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi:
Snæfríðargata 1-21
Breytingartillagan gerir ráð fyrir 5 tveggja hæða fjölbýlishúsum, fjögur meðfram Snæfríðargötu og einu norðan við þau. Aðkoma að húsunum er um aðkomugötu sem liggur samsíða Snæfríðargötu á milli húsanna sem liggja út við Snæfríðargötu og hússins sem staðsett er á norðvesturhluta lóðarinnar. Í norðausturhluta heildarlóðar er gert ráð fyrir sameiginlegu leik- og útivistarsvæði. Aðkomugata sem og leik- og útivistarsvæði eru á sameiginlegri lóð í sameign og á ábyrgð allra íbúanna.
Krikahverfi, miðsvæði og íbúðarbyggð
Breytingarnar felast m.a. í því að bílastæði á nokkrum lóðum eru breikkuð og bil á milli þeirra minnkuð og byggingarreitir minnka lítillega. Vegna nýrrar göngubrúar og gönguleiða að henni eru gerðar breytingar. Nýtingarhlutfalli og lóðarmörkum er breytt á nokkrum stöðum. Gerðar eru breytingar á Krikatorgi. Gönguleiðum og göngutengingum á Litlakrika og Stórakrika er breytt. Bílastæðum á lóð Stórakrika 1 er breytt og gerð er ný kvöð um gönguleið yfir lóðina að Krikaskóla. Fornleifar eru staðsettar á uppdrætti. Staðsetning leiksvæðis í vesturhluta svæðisins er færð lítillega.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 17. október 2016.
3. september 2016,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar