Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tvær tillögur að deiliskipulagi og umhverfisskýrslu skv. lögum nr. 105/2006.
Hesthús á landi nr. 123703
Skv. tillögunni er afmörkuð lóð um 1 ha að stærð, og byggingarreitur fyrir hesthús/aðstöðuhús á reit norðan Köldukvíslar austan Tungumela, sem merktur er 233-Oh á aðalskipulagi og er ætlaður fyrir hesthúsabyggð. Jafnframt er sýndur aðkomuvegur að lóðinni frá Tungumelum.
Alifuglabú að Suður-Reykjum
Deiliskipulag reits 320-L á aðalskipulagi, sem afmarkast af Reykjavegi og Bjargsvegi og nær rétt austur fyrir Varmá, samtals um 2 ha. Reiturinn er ætlaður fyrir„landbúnaðarstarfsemi, alifuglarækt“ og er nú rekið þar stofnræktarbú með um 9 þús. fuglum. Syðst á reitnum er lóð íbúðarhúss. Tillaga að deiliskipulagi skilgreinir byggingarreiti fyrir frekari byggingar búsins og nýja aðkomu frá Reykjavegi. Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla skv. lögum nr. 105/2006. Um er að ræða endurauglýsingu tillögu sem var áður auglýst 23. mars 2016, en þá án umhverfisskýrslu.
Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 8. júlí 2016 til og með 19. ágúst 2016, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti til undirritaðs, eigi síðar en 19. ágúst 2016.
8. júlí 2016
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar