Verkefnislýsing, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag vegna orlofshúsa
Lögð er fram til kynningar verkefnislýsing skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga fyrir fyrirhugaða skipulagsvinnu vegna orlofshúsa sunnan Hafravatns til þjónustu fyrir ferðamenn.
Stækkun Leirvogstungu, framlengdur frestur
Frestur til að gera athugasemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu, stækkun hverfisins til austurs, hefur verið framlengdur til 20. nóvember.
Kynning á skipulagstillögum 26. október kl. 17:00 - 18:00
Opið hús, kynning á skipulagstillögum verður í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, mánudaginn 26. október kl. 17:00 – 18:00.
3 Skipulagstillögur: Hestaíþróttasvæði, Reykjavegur 62, Gerplustræti 7-11
Endurskoðun deiliskipulags hestaíþrótta- og hesthúsasvæðis á Varmárbökkum, deiliskipulag fyrir þriggja íbúða raðhús að Reykjavegi 62 og breytingar á deiliskipulagi Gerplustrætis 7-11. Athugasemdafrestur til 24. nóvember 2015.