26.3.2010: Varmaland 2, Mosfellsdal - tillaga að deiliskipulagi
Tillaga að tveimur byggingarreitum á lóðinni, annar fyrir íbúðarhús, bílskúr og vinnustofu, hinn fyrir gripahús. Athugasemdafrestur til 7. maí 2010
Framkvæmdaleyfi fyrir tvöföldun Vesturlandsvegar
17. mars 2010 gaf Mosfellsbær út framkvæmdaleyfi til handa Vegagerðinni fyrir tvöföldun Vesturlandsvegar milli Hafravatnsvegar og Þingvallavegar og tengdum framkvæmdum.
Leirvogstunga - Breytingar á deiliskipulagi við Vogatungu
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997 tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi Leirvogstungu, síðast breyttu 24. júní 2009.
8.september 2009: Tillaga að breytingu á aðalskipulagi í miðbæ, forkynning
Í undirbúningi er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024. Um er að ræða breytingar í Miðbænum, annars vegar á afmörkun hverfisverndar á klapparholtinu Urðum, og hinsvegar stækkun miðbæjarsvæðis að gatnamótum Langatanga og Vesturlandsvegar.
Skarhólabraut - Tillaga að breytingum á deiliskipulagi
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997 og 7. gr. laga nr. 105/2006 tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi Skarhólabrautar að Desjarmýri, sem samþykkt var 12. mars 2008.