Atvinnulíf í Mosfellsbæ einkennist af fjölbreyttri flóru fyrirtækja t.d. byggingaverktakar, matvælafyrirtæki, heilsutengd starfsemi og fjölbreytt þjónusta.
Mosfellsbær hefur markað sér atvinnustefnu fyrir árin 2023-2030 þar sem markmiðið er að styðja betur við atvinnuuppbyggingu og skapa fleiri atvinnutækifæri í bæjarfélaginu.
Framtíðarsýn atvinnustefnunnar er að Mosfellsbær sé eftirsóknarverður staður fyrir framsækin fyrirtæki þar sem stutt er við skapandi greinar, vistvæna framleiðslu, menningartengda ferðaþjónustu og heilsueflandi starfsemi.
Atvinnulóðir
Fjölbreytt atvinnusvæði hafa verið skipulögð til að laða að fjölbreytt fyrirtæki t.d. í miðbæ Mosfellsbæjar, á Tungumelum og á Korputúni. Í skipulagsferli er atvinnusvæði að Blikastöðum.Þjónusta í boði í Mosfellsbæ
Í Mosfellsbæ starfa fjölbreytt þjónustufyrirtæki. Inn á kortavefnum má finna yfirlit yfir þjónustu og afþreyingu sem er í boði í Mosfellsbæ.Stofnun fyrirtækja
Margt þarf að hafa í hug þegar stofnað er fyrirtæki. Á Ísland.is eru ítarlegar leiðbeiningar fyrir þau sem hyggjast stofna fyrirtæki eða koma á fót atvinnustarfsemi.Leyfisveitingar
Það fer eftir eðli starfseminnar hvort og hvernig leyfi þarf fyrir starfseminni. Leyfi eru margskonar og má þá nefna sveins- eða meistarabréf, löggildingu, starfsleyfi og vottun. Meðal aðila sem úthluta leyfum eru heilbrigðiseftirlit, Umhverfisstofnun, sýslumenn, Ferðmálastofa, Samgöngustofa, Vinnueftirlit og sveitarfélög.Byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði
Upplýsingar um byggingarleyfi vegna atvinnuhúsnæðis.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fer með atvinnu- og nýsköpunarmál fyrir hönd bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Í því felst að nefndin er stefnumarkandi og hefur eftirlit með málaflokknum auk þess að gera tillögur um ný verkefni, stuðla að uppbyggingu, þróun og umbótum á sviði atvinnu- og nýsköpunarmála.Umhverfisstefna og umhverfismarkmið
Lögð er áhersla á að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna endurspeglist í umhverfisstefnu bæjarins.Nýsköpunarstyrkir
Mosfellsbær veitir nýsköpunarstyrki annað hvert ár og er hugmyndin að styðja við nýsköpun og nýskapandi einstaklinga í sveitarfélaginu.
Fyrirspurnir og nánari upplýsingar
Skrifstofa umbóta og þróunar fer með atvinnumál hjá Mosfellsbæ. Fyrirspurnum og beiðnum um nánari upplýsingar má beina til Ólafíu Daggar Ásgeirsdóttur í gegnum netfangið olafia@mos.is.