Framtíðarsýn
Mosfellsbær er eftirsóknarverður fyrir framsækin fyrirtæki þar sem stutt er við skapandi greinar, vistvæna framleiðslu, menningartengda ferðaþjónustu og heilsueflandi starfsemi.
Markaðssetning og kynning
Öflug markaðssetning sveitarfélagsins og kynning á möguleikum til
atvinnuuppbyggingar í Mosfellsbæ.
Aðgerðir:
- Setja upp markaðsáætlun fyrir sveitarfélagið og laða fyrirtæki til
samstarfs og uppbyggingar í Mosfellsbæ. - Skilgreina ábyrgðaraðila vegna markaðssetningar atvinnuuppbyggingar.
- Uppfæra reglulega allar upplýsingar sem skipta atvinnulífið máli og gera þær aðgengilegar á vef sveitarfélagsins.
- Skilgreina ábyrgðaraðila í stjórnsýslunni til að halda utan um samskipti og skipulag atvinnutengdra verkefna.
- Sveitarfélagið hafi frumkvæði að því að laða fyrirtæki til sveitarfélagsins.
Upplýsingamiðlun
Öflug upplýsingamiðlun sem nýtist við uppbyggingu atvinnulífs í Mosfellsbæ.
Aðgerðir:
- Hafa ávallt nægjanlegt framboð atvinnulóða og atvinnulóðir samkvæmt skipulagi fyrir ólík fyrirtæki.
- Hafa lista yfir fyrirtæki og þjónustuframboð í sveitarfélaginu sýnilegan á vefnum.
- Hafa upplýsingar um framboð atvinnulóða og atvinnulóðir samkvæmt skipulagi aðgengilegar á vef bæjarins.
- Skilgreina hvaða upplýsingar eru mikilvægar fyrir fyrirtæki þegar þau velja sér staðsetningu.
- Skilgreindar atvinnulóðir og atvinnusvæði samkvæmt aðalskipulagi verði nýttar sem slíkar.
- Bærinn miðli, upplýsi og leiðbeini um ýmis leyfi sem þarf að sækja um tengt atvinnurekstri, s.s. heilbrigðiseftirliti og byggingum.
Verkferlar
Verkferlar innan sveitarfélagsins eru skýrir og styðja við þá sem leita til sveitarfélagsins.
Aðgerðir:
Setja upp skýra verkferla vegna móttöku fyrirspurna um mögulegt
húsnæði fyrir atvinnuuppbyggingu í Mosfellsbæ.
Í því felst meðal annars:
- hvert skal senda fyrirspurn
- hver tekur við fyrirspurn
- kalla eftir nauðsynlegum gögnum frá fyrirtæki
- kynningar innan sveitarfélagsins
Skapandi greinar og menning
Til staðar verði stuðningur við skapandi greinar og menningarstarfsemi.
Aðgerðir:
- Kortleggja nánar tækifæri til atvinnuuppbyggingar í tengslum við
menningarstarfsemi og skapandi greinar í sveitarfélaginu. - Skilgreina uppbyggingu atvinnu og menningar í Álafosskvos í samvinnu við íbúasamtök Álafosskvosar og aðra hagsmunaaðila.
- Auka nýtingu Hlégarðs. Sérstaklega verði kortlagt hvort og þá hvernig væri unnt að nýta efri hæð hússins fyrir sköpun og menningarstarfsemi.
Fjölbreytt atvinnulíf
Aukin fjölbreytni atvinnulífs í Mosfellsbæ og fjölgun starfa.
Aðgerðir:
- Þróun samvinnu milli atvinnulífs, skóla og sveitarfélagsins til að efla nýsköpun.
- Stuðningur við verkefni á sviði nýsköpunar og öflugt samtal við
atvinnulífið.
Ferðaþjónusta
Aukið vægi ferðaþjónustu sem atvinnugreinar innan Mosfellsbæjar.
Aðgerðir:
- Skipuleggja svæði fyrir hótel og veitingastaði í Mosfellsbæ í tengslum við útivistarsvæði og útsýnisstaði.
- Tryggja að markaðssetningu Mosfellsbæjar sé fylgt eftir hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
- Tengja saman ferðaþjónustufyrirtæki í Mosfellsbæ og byggja þar upp ferðaþjónustuklasa.
- Greina og meta tækifæri til að byggja upp ferðaþjónustu í kringum menningarstarfsemi bæjarins, heilsueflingu og nálægð við náttúru.
Heilsutengd atvinnustarfsemi
Aukið vægi heilsutengdrar atvinnustarfsemi.
Aðgerðir:
- Búa til faghóp vegna heilsutengdrar atvinnustarfsemi sem aðstoðar
sveitarfélagið í kortlagningu tækifæra innan sveitarfélagsins. - Hraða vinnu við uppbyggingu í þágu farsældar barna á Skálatúnsreitnum í samvinnu við ríkið og félagasamtök og hún tímasett.
Ylrækt
Efling vistvænnar ylræktar.
Aðgerðir:
- Skipuleggja landbúnaðarsvæði með áherslu á sjálfbærni á eignarlandi bæjarins og úthluta þeim til fyrirtækja í lok árs 2024.
- Vinna að þróunarverkefnum um vistvæna ræktun sem verði sérstaða uppbyggingarinnar.
- Leiða saman frumkvöðla á sviði ylræktar og þróa í samvinnu við þá
hugmyndafræði eða útfærslu á uppbyggingaráformum sem fellur að þörfum greinarinnar með áherslu á sjálfbærni.