Um nefndina
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fer með atvinnu- og nýsköpunarmál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina.
Hlutverk og verkefni Atvinnu- og nýsköpunarnefndar eru meðal annars að gera tillögur til bæjarstjórnar um stefnu Mosfellsbæjar í atvinnu- og nýsköpunarmálum og hafa eftirlit með að stefna bæjaryfirvalda í málaflokknum sé haldin á hverjum tíma. Þá skal nefndin vinna tillögur til bæjarstjórnar um ný verkefni, sem stuðla að uppbyggingu, þróun og umbótum á sviði atvinnumála og nýsköpunar. Þá annast nefndin viðurkenningar fyrir verkefni á sviði atvinnumála eða nýsköpunar auk þess að fjalla um og hafa eftirlit með verkefnum er varða samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á sviði ferðaþjónustu
Fundir nefndarinnar eru að jafnaði haldnir einu sinni í mánuði, á þriðjudögum kl. 16:30.