Byggingarfulltrúi fer yfir umsóknir um byggingarleyfi / byggingarheimildir ásamt fullgerðum hönnunargögnum, sannreynir að hönnun mannvirkja sé í samræmi við skipulagsskilmála, áritar og stimplar uppdrætti og gefur út byggingarleyfi / byggingarheimild.
Embættið hefur eftirlit með byggingu mannvirkja, sér um skráningu byggingarstiga, skoðanir og úttektir.
Panta símtal eða viðtal hjá byggingarfulltrúa
Byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar er Árni Jón Sigfússon.
Hægt er að senda fyrirspurn í tölvupóst á starfsfólk byggingarfulltrúa á bygg@mos.is.
Teikningar fasteigna
Öll gögn í vörslu embættis byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar, sem hlotið hafa formlega afgreiðslu, eru opinber skjöl. Sem slík eru þau aðgengileg almenningi. Þar á meðal eru teikningar að mannvirkjum innan borgarinnar. Í 6. grein upplýsingalaga Íslands er fjallað um takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna. Þar kemur fram í 1. tl. 1. mgr. að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Almenningi er því ekki veittur aðgangur að teikningum af húsnæði sem eru þess eðlis. Íbúðarhús teljast ekki á meðal þeirra og eru teikningar af þeim því aðgengilegar almenningi, sem fyrr segir, í pappírsformi og rafrænt.
Aðal- og séruppdrættir, svo sem lagna- og burðaþolsteikningar af opinberum byggingum, s.s. fjármálastofnanir, verslanir, skólar og skrifstofuhúsnæði eru ekki aðgengilegir á teikningavef en afrit af þeim er hægt að fá í þjónustuveri Mosfellsbæjar eftir samkomulagi. Í sumum tilvikum má einnig búast við að ekki séu til teikningar af eldri byggingum í Mosfellsbæ.
Ef óskað er eftir teikningum í raunstærð eru teikningarnar sendar viðkomandi í tölvupósti. Hægt er að snúa sér til prentstofu fyrir útprentanir.
Umsóknir
Byggingaráform/byggingarleyfi
Leiðbeiningar og upplýsingar
Byggingarstjóri
- ibuagatt.mos.isByggingarstjóri: Afmarkaður verkþáttur iðnmeistara
- ibuagatt.mos.isByggingarstjóri: App - Aðgangur að OneApp fyrir úttektir
- ibuagatt.mos.isByggingarstjóri: Einstaklingur staðfestir sig og tilnefnir iðnmeistara á verk
- ibuagatt.mos.isByggingarstjóri: Einstaklingur tilkynnir starfslok sín sem byggingarstjóri
- ibuagatt.mos.isByggingarstjóri: Fokheldisúttekt
- ibuagatt.mos.isByggingarstjóri: Iðnmeistari sem hefur störf
- ibuagatt.mos.isByggingarstjóri: Iðnmeistari sem lætur af störfum
- ibuagatt.mos.isByggingarstjóri: Kerfi og virkni þeirra
- ibuagatt.mos.isByggingarstjóri: Öryggisúttekt
Leiðbeiningar og upplýsingar
Hönnuður
- ibuagatt.mos.isHönnuður: Byggingaráform/byggingarleyfi
- ibuagatt.mos.isHönnuður: Greinargerð hönnunarstjóra um ráðningu og ábyrgðarsvið hönnuða
- ibuagatt.mos.isHönnuður: Innsending teikninga og sérteikninga
- ibuagatt.mos.isHönnuður: Tilkynnir samþykki sitt fyrir ráðningu á verk
- ibuagatt.mos.isHönnuður: Tilkynnir byggingarstjóra á verk
Iðnmeistari
Lokaúttektir
- pdfByggingarstjóri: Beiðni um lokaúttekt
- pdfYfirlýsing um fullbúið og prófað brunaviðvörunarkerfi vegna lokaúttektar
- pdfYfirlýsing um fullbúið vatnsúðakerfi og þjónustusamning vegna lokaúttektar
- pdfYfirlýsing um prófun og þjónustusamning fyrir lyftu vegna lokaúttektar
- pdfYfirlýsing um stillingu hitakerfis og virkni stýritækja vegna lokaúttektar
- pdfYfirlýsing um stillingu, prófun á samvirkni tækja- og mælingu á loftmagni og dreifingu afhent vegna lokaúttektar
- pdfYfirlýsing um verklok á raforkuvirki vegna lokaúttektar
Gatnagerðargjöld
Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir: | ||
---|---|---|
Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu | 15% | kr. 41.390 pr. m² |
Parhús, tvíbýlishús | 15% | kr. 41.390 pr. m² |
Raðhús, keðjuhús | 15% | kr. 41.390 pr. m² |
Fjölbýlishús | 15% | kr. 41.390 pr. m² |
Verslunar-, þjónustuhúsnæði o.fl. | 15% | kr. 41.390 pr. m² |
Iðnaðarhúsnæði | 15% | kr. 41.390 pr. m² |
Hesthús (að undanskildum stækkunum allt að 20 m2*) | 15% | kr. 41.390 pr. m² |
Hús til landbúnaðarafnota | 7,50% | kr. 20.695 pr. m² |
Bílakjallarar | 3,75% | kr. 10.347 pr. m² |
Færanlegar kennslustofur | 1% | kr. 2.759 pr. m² |
Gjaldskrá gildir frá 1. janúar 2023.
Framangreindar fjárhæðir taka breytingum tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhúss.
Gjaldskrá byggð á samþykkt um gatnagerðargjöld á deiliskipulögðum svæðum í Mosfellsbæ frá 17. maí 2017.
Í 1. gr. samþykktar um gatnagerðargjald á deiliskipulögðum svæðum í Mosfellsbæ segir að greiða skuli gatnagerðargjald af öllum nýbyggingum og viðbyggingum í Mosfellsbæ. Gatnagerðargjald er greitt í eitt skipti, fyrir hvern byggðan fermetra.
Í 3. gr. samþykktarinnar er fjallað um gjaldstofn gatnagerðargjalds. Gatnagerðargjald er tvíþætt, annars vegar vegna nýbygginga og hins vegar vegna stækkunar á eldra húsnæði. Stofn til álagningar er fermetrafjöldi byggingar á tiltekinni lóð, annað hvort sá fermetrafjöldi sem heimilt er að byggja eða raunverulegur fjöldi. Um nánari útreikninga á fjárhæð gatnagerðargjalds vísast til 3. gr. samþykktarinnar og gildandi gjaldskrár gatnagerðargjalds, en gjaldstofninn er uppfærður á 6 mánaða fresti í samræmi við byggingarvísitölu. Í gjaldskrá Mosfellsbæjar fyrir gatnagerðargjald má finna upphæð gjaldstofns fyrir hvert tímabil.
Gatnagerðargjald kallast sá skattur sem lagður er á lóðarhafa eða byggingarleyfishafa, hvort heldur sem við á. Um lögbundinn gjaldstofn sveitarfélaga er að ræða sbr. lög um gatnagerðargjald nr. 153/2006. Um gatnagerðargjald gildir einnig reglugerð nr. 543/1996, og samþykkt nr. 496/2017 um gatnagerðargjald á deiliskipulögðum svæðum í Mosfellsbæ, birt á vef Stjórnartíðinda 2. júní 2017.
Í 3. gr. laganna segir „Sveitarstjórn skal innheimta gatnagerðargjald af fasteignum í þéttbýli. Um skil þéttbýlis og dreifbýlis vísast til samþykkts deiliskipulags eða staðfests aðalskipulags á hverjum tíma.“
Í Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, lög nr. 33/1944, segir í 1. mgr. 77. gr. að skattamálum skuli skipað með lögum og ekki megi fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Sveitarfélagið Mosfellsbær er stjórnvald og gatnagerðargjald er lagt á samkvæmt lögum. Af þessu leiðir að samkvæmt skýrum lagabókstaf getur Mosfellsbær ekki veitt afslátt af, eða fellt niður gatnagerðargjald, nema heimild til þess komi fram í settum lögum frá Alþingi.
Í samþykkt um gatnagerðargjald á deiliskipulögðum svæðum í Mosfellsbæ er að finna ákvæði annnars vegar um undanþágur frá greiðslu gatnagerðargjalds, sbr. 5. gr., og hins vegar um afslátt af gjaldinu, sbr. 6. gr., og eiga þau sér stoð í lögum um gatnagerðargjald.
OneApp rafrænt úttektarkerfi
OneApp er rafrænt úttektarkerfi fyrir OneLandRobot sem auðveldar byggingarstjórum að framkvæma úttektir og senda þær með rafrænum hætti inn í mál viðkomandi framkvæmdar sem skráð er í One málaskrá hjá sveitarfélaginu.
Gjaldskrár
1. gr.
Af öllum húseignum í Mosfellsbæ skal greiða árlega fráveitugjald samkvæmt gjaldskrá þessari, sem skal varið til þess að standa straum af kostnaði við fráveitu sveitarfélagsins, sbr. 23. gr. samþykktar um fráveitu í Mosfellsbæ, nr. 1014/2010.
2. gr.
Álagningarstofn fráveitugjalds skal vera mat fasteigna þ.e. samanlagt fasteignamat húsa og lóða, samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum. Fráveitugjald skal nema 0,090% af álagningarstofni.
Gjalddagar fráveitugjalds skulu vera þeir sömu og bæjarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts.
3. gr.
Fráveitugjald greiðist af skráðum eiganda fasteignar og ber hann ábyrgð á greiðslu gjaldsins.
Fráveitugjaldið má taka lögtaki og má gera lögtak í hinni skattskyldu eign án tillits til eigendaskipta. Nýtur fráveitugjaldið lögveðsréttar með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði, sbr. 16. gr. laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009 og 23. gr. samþykktar um fráveitu í Mosfellsbæ.
4. gr.
Við álagningu árlegs fráveitugjalds getur bæjarstjórn samþykkt að nýta heimild í 7. mgr. 15. gr. laga nr. 9/2009, um niðurfellingu eða lækkun til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega.
5. gr.
Í þeim tilvikum sem Mosfellsbær nýtir heimild samkvæmt 20. gr. samþykkta um fráveitu sveitarfélagsins til að innheimta stofngjald skal það nema kr. 247.220 fyrir hvern 6″ heimæðarstút.
Fyrir heimæðarstúta stærri en 6″ greiðast kr. 384.707 eða raunkostnaður veitunnar hverju sinni.
Í þeim tilvikum þar sem lengd heimæðar frá stofnæð að lóðarmörkum fer yfir 10 metra skal innheimta raunkostnað hverju sinni.
Óski húseigandi eftir færslu fráveituheimæðar að nýjum tengipunkti greiðir hann útlagðan kostnað veitunnar.
6. gr.
Gjaldskrá þessi var samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 817. fundi þann 7. desember 2022, með vísan til samþykktar um fráveitu í Mosfellsbæ nr. 1014/2010, sbr. og 15. gr. laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna, og reglugerð um fráveitur sveitarfélaga, nr. 982/2010, og öðlast gildi við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1724/2021.
Mosfellsbæ, 8. desember 2022.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.
B deild – Útgáfud.: 10. janúar 2023
Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir: | ||
---|---|---|
Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu | 15% | kr. 41.390 pr. m² |
Parhús, tvíbýlishús | 15% | kr. 41.390 pr. m² |
Raðhús, keðjuhús | 15% | kr. 41.390 pr. m² |
Fjölbýlishús | 15% | kr. 41.390 pr. m² |
Verslunar-, þjónustuhúsnæði o.fl. | 15% | kr. 41.390 pr. m² |
Iðnaðarhúsnæði | 15% | kr. 41.390 pr. m² |
Hesthús (að undanskildum stækkunum allt að 20 m2*) | 15% | kr. 41.390 pr. m² |
Hús til landbúnaðarafnota | 7,50% | kr. 20.695 pr. m² |
Bílakjallarar | 3,75% | kr. 10.347 pr. m² |
Færanlegar kennslustofur | 1% | kr. 2.759 pr. m² |
Gjaldskrá gildir frá 1. janúar 2023.
Framangreindar fjárhæðir taka breytingum tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhúss.
Gjaldskrá byggð á samþykkt um gatnagerðargjöld á deiliskipulögðum svæðum í Mosfellsbæ frá 17. maí 2017.
I. KAFLI
1. gr.
Hitaveita Mosfellsbæjar selur afnot af heitu vatni úr hitaveitukerfum þeim, sem gerð hafa verið eða verða gerð í Mosfellsbæ og til þeirra húsa, sem fá vatn frá aðfærsluæð, eftir þeim reglum sem settar eru í gjaldskrá þessari samanber reglugerð fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar.
2. gr.
Hitaveita Mosfellsbæjar lætur hverju húsi, sem er í sambandi við kerfi hennar, í té vatnsmagn er áætla má að nægi til hitunar á húsinu, enda séu ofnar hússins nægilega stórir að dómi veitunnar.
3. gr.
Vatnsmagn það, sem látið er í té samkvæmt 1. og 2. gr., er afhent notanda um rennslismæli sem hitaveitan leggur til og annast viðhald á. Mælir þessi skal innsiglaður og er húseiganda/notanda með öllu óheimilt að rjúfa innsigli mælisins.
II. KAFLI
4. gr.
1. Gjald fyrir afnot af heita vatninu er sem hér segir:
Heitt vatn um rennslismæli: | kr. | 2% skattur | Með 11% vsk. | Grunnur |
A. Fyrir hvern rúmmetra vatns. | 119,03 | 2,38 | 134,50 | kr./m3 |
2. Mælaleiga:
Auk þess greiðist fastagjald árlega háð afköstum rennslismælisins en óháð töxtum að öðru leyti.
Fastagjaldi er skipt í þrjá flokka: | kr./dag | 2% skattur | Með 11% vsk. | Grunnur |
A.15-20 mm. | 53,51 | 1,07 | 60,46 | kr./dag |
B. 25-50 mm. | 119,90 | 2,40 | 135,49 | kr./dag |
C. 65 mm. og stærri. | 224,30 | 4,49 | 253,46 | kr./dag |
3. Sérstakir notendur:
Sérstakir notendur greiða fyrir afnot af heita vatninu sem hér segir:
Notandi | kr./m3 | Athugasemdir | 2% skattur | Með 11% skatt | Grunnur |
A. Almenningssundlaugar. | 38,78 | Gildir fyrir almenningssundlaugar í eigu sveitarfélaga. Með taxtanum telst baðvatn og vatn til set- og vaðlauga. | 0,78 | 43,82 | kr./m3 |
B. Sundlaugar stofnana. | 66,71 | Til þessa flokks teljast sundlaugar sem reknar eru af stofnunum sem ekki eru í beinni eigu sveitarfélaga. Með taxtanum telst baðvatn og vatn til set- og vaðlauga. | 1,33 | 75,38 | kr./m3 |
C. Gróðurhús. | 52,20 | Taxtinn gildir fyrir gróðurhús sem framleiða garðyrkjuafurðir í atvinnuskyni. | 1,04 | 58,99 | kr./m3 |
D. Vatnsverð án flutningsgjalda. | 88,64 | 1,77 | 100,16 | kr./m3 | |
E. Upphitaðir íþróttavellir utandyra. | 102,31 | 2,05 | 115,61 | kr./m3 | |
F. Iðnaðarvatn í framleiðsluferla. | 84,29 | 1,69 | 95,25 | kr./m3 |
Taxtinn gildir fyrir þá aðila sem eiga heimæðar sínar og sjá um rekstur þeirra og viðhald á eigin kostnað. Mælir er þá staðsettur veitumegin við heimæðina. Mælagjaldinu er dreift jafnt niður á fjölda reikningstímabila eins og þau eru ákveðin hverju sinni.
4. Innheimtuviðvörun:
Ef til vanskila kemur bætist við gjald vegna innheimtuviðvörunar, 20 dögum eftir gjalddaga. Innheimtugjöld miðast við heimildir í reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar. Gjald vegna innheimtuviðvörunar er kr. 950 án vsk.
5. gr.
Fjöldi reikningstímabila, sem þó skulu eigi vera færri en fjögur á ári, og innheimtutilhögun hitaveitugjalda hverju sinni sbr. 4. gr. skulu ákveðin af bæjarstjóra. Það teljast vanskil sé reikningur ekki greiddur á gjalddaga.
Hitaveita Mosfellsbæjar skal tilkynna notendum sínum með hæfilegum fyrirvara ef hún ákveður að breyta fjölda reikningstímabila hitaveitureikninga og skal jafnan miða við að breytingar á gjaldskrá taki gildi við upphaf hvers reikningstímabils til að auðvelda notendum úrlestur hitaveitureikninga og hitaveitunni álagningu þeirra.
III. KAFLI
6. gr.
Almenn verð heimæða gilda á nýbyggingasvæðum þar sem inntaksrými er samkvæmt skilmálum. Verðin gilda ekki þar sem gengið hefur verið varanlega frá yfirborði og fullnægjandi veitulagnir ekki komnar að lóðamörkum, en þar greiðir umsækjandi til samræmis við kostnaðaráætlun. Geri húseigandi eða lóðarhafi breytingar á skipulagi fasteignar frá útgefnu skipulagi sveitarfélags, ber hann að auki allan kostnað við færslu eða breytingar veitulagna og inntaksbúnaðar á inntaksstað.
Heimæðargjald Hitaveitu Mosfellsbæjar skal vera sem hér segir, fyrir eina heimæð:
Sverleiki pípu | Upphæð án vsk. kr. | Með 11% skatt | Með 24% vsk | Grunnur |
Stærð DN20 (25mm PEX) | 192.192 | 213.333 | 238.318 | kr./stk. |
Stærð DN25 (32mm PEX) | 365.708 | 405.936 | 453.478 | kr./stk. |
Stærð DN32 (40mm PEX) | 549.195 | 609.607 | 681.002 | kr./stk. |
Stærð DN40 (50mm PEX) | 1.123.276 | 1.246.836 | 1.392.862 | kr./stk. |
Stærð DN50 (63mm PEX) | 1.820.719 | 2.020.998 | 2.257.691 | kr./stk. |
Stærð DN65 (75mm PEX) | 3.639.460 | 4.039.800 | 4.512.930 | kr./stk. |
Stærð DN80 (90mm PEX) | 7.273.797 | 8.073.914 | 9.019.508 | kr./stk. |
Stærð heimæðar er ákvörðuð af Hitaveitu Mosfellsbæjar í samræmi við ósk kaupenda um vatnsmagn í umsókn. Þar sem lengd heimæðar er minni en 20 metrar gildir ofangreind verðskrá. Fyrir hvern metra umfram 20 metra er heimilt að innheimta 10% af heimæðagjöldum 20 til 32 mm og 1% af stærðum 40 til 80 mm. Óski húseigandi eftir færslu heimæða að nýjum tengipunkti greiðir hann heimæðagjöld að nýju.
Gjald vegna tengingar vinnuvatns er kr. 117.880 án vsk.
Heimæðargjald skal greiðast áður en heimæð tengist hitakerfi hússins, samkvæmt gildandi gjaldskrá.
Nú eru fleiri en eitt hitunarkerfi í húsinu með sérstökum hemlum eða mælum frá hitaveitunni og skal þá greiða kr. 53.979 aukalega fyrir hvern mæli/hemil.
Virðisaukaskattur bætist við öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari og tekur mið af gildandi reglum um virðisaukaskatt á hverjum tíma.
7. gr.
Nú eru leyfð afnot af hitaveitunni til annars en húshitunar, og er þá bæjarráði heimilt að ákveða gjald fyrir þau afnot sérstaklega í hverju tilviki með hliðsjón af gjaldskrá þessari.
8. gr.
Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má taka lögtaki á kostnað gjaldanda.
9. gr.
Hitaveitan hefur rétt til að loka aðrennsli heita vatnsins að húsi eða íbúð húseiganda, sem vanrækir að greiða hitaveitugjöld. Til slíkra aðgerða má þó fyrst grípa eftir eindaga og að undangenginni skriflegri viðvörun, sem sendist kaupanda með eigi skemmri en þriggja daga fyrirvara. Allan kostnað við lokun og opnun á ný greiðir sá, sem í vanskilum er, kr. 23.097 í hvert skipti sem opnað er.
10. gr.
Eftirlitsmanni Hitaveitu Mosfellsbæjar skal, hvenær sem er, frjáls aðgangur að öllum hitakerfum, sem tengd eru við hitaveituna. Er húseiganda skylt að hlíta tafarlaust fyrirmælum hans um viðgerðir á bilunum og sérhverjum ráðstöfunum til varnar gegn misnotkun á heita vatninu.
11. gr.
Gjaldskrá þessi, sem samþykkt er af bæjarstjórn Mosfellsbæjar, staðfestist hér með samkvæmt orkulögum nr. 58/1967, með síðari breytingum, til að öðlast gildi 1. febrúar 2023. Jafnframt er úr gildi felld eldri gjaldskrá sama efnis nr. 122/2022.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 19. janúar 2023.
F. h. r.
Sigríður Svana Helgadóttir.
Hreinn Hrafnkelsson.
B-deild – Útgáfudagur:
1. gr.
Af öllum húseignum í Mosfellsbæ sem staðsettar eru á deiliskipulögðum íbúðarsvæðum og á lögbýlum þar sem fráveituvatn húseigna er leitt í rotþrær skal greiða árlegt rotþróargjald samkvæmt gjaldskrá þessari, sem skal varið til þess að standa straum af kostnaði við hreinsun og tæmingu rotþróa í sveitarfélaginu, sbr. 18. gr. samþykktar um fráveitu í Mosfellsbæ, nr. 1014/2010.
2. gr.
Fyrir tæmingu hverrar rotþróar, skal greiða árlega kr. 50.760. Sé ekkert mannvirki á lóð, greiðist ekki rotþróargjald. Gjalddagar rotþróargjalds skulu vera þeir sömu og bæjarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu hans.
Óski húseigandi eftir því að rotþró sé tæmd til viðbótar við reglubundna tæmingu, skal hann greiða fyrir slíka tæmingu samkvæmt reikningi losunaraðila.
3. gr.
Rotþróargjald greiðist af skráðum eiganda fasteignar og ber hann ábyrgð á greiðslu gjaldsins.
Rotþróargjaldið má taka lögtaki og má gera lögtak í hinni skattskyldu eign án tillits til eigendaskipta. Nýtur rotþróargjaldið lögveðsréttar með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði, sbr. 23. gr. í samþykkt um fráveitu Mosfellsbæjar.
4. gr.
Við álagningu árlegs rotþróargjalds getur bæjarstjórn samþykkt að nýta heimild í 7. mgr. 15. gr. laga nr. 9/2009, um niðurfellingu eða lækkun til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega.
5. gr.
Gjaldskrá þessi sem samþykkt var af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 817. fundi þann 7. desember 2022 með vísan til samþykktar um fráveitu í Mosfellsbæ nr. 1014/2010, staðfestist hér með skv. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar. Gjaldskráin öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá um sama efni nr. 1726/2021.
Mosfellsbæ, 8. desember 2022.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.
B deild – Útgáfud.: 10. janúar 2023
1. gr.
Fyrir útgáfu leyfa, úttektir, vottorð, skjalagerð, yfirlestur gagna, auglýsingar, kynningar og aðra umsýslu og þjónustu sem Mosfellsbær veitir vegna byggingar- og framkvæmdaleyfisskyldra framkvæmda, deiliskipulags og breytinga á skipulagsáætlunum, innheimtir Mosfellsbær í umboði bæjarstjórnar gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari.
2. gr.
Fyrir neðangreindar úttektir og með tilvísun til 51. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 skal innheimta gjöld sem hér segir:
A) Úttekt vegna byggingarstjóraskipta, sbr. 30. gr. – 25.000 kr.
B) Áfangaúttekt, sbr. 34. gr. – 13.400 kr.
C) Lokaúttekt, sbr. 36. gr.
C1) 5 íbúðir eða færri og atvinnuhús undir 2.000 m² – 25.000 kr.
C2) 6-19 íbúðir og atvinnuhús 2.000 – 10.000 m² – 37.400 kr.
C3) Fleiri en 20 íbúðir og atvinnuhús stærra en 10.000 m² – 49.900 kr.
D) Stöðuúttekt, öryggisúttekt, sbr. 35. gr. – 25.000 kr.
E) Byggingarleyfi/byggingarheimild, sbr. 13. gr., afgreiðslugjald – 14.100 kr.
F) Byggingarleyfi/byggingarheimild, sbr. 13. gr., gjald/m³ í húsi – 136 kr.
G) Stöðuleyfi fyrir gáma og aðra lausamuni skv. gr. 2.6.1. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 til eins árs – 63.200 kr.
H) Tilkynningarskyldar framkvæmdir, yfirferð og afgreiðslugjald – 25.000 kr.
3. gr.
Byggingarfulltrúi áætlar fjölda stöðuúttekta skv. D-lið 2. gr. áður en byggingarleyfi er gefið út.
4. gr.
Fyrir yfirferð aðal-, sér- og byggingaruppdrátta auk greinargerða skal innheimta gjöld sem hér segir, sbr. 51. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010:
A) Vegna einbýlishúsa:
A1) aðaluppdrættir – 73.700 kr.
A2) séruppdrættir – 73.700 kr.
B) Vegna par- og raðhúsa, pr. íbúð:
B1) aðaluppdrættir 42.700 – kr.
B2) séruppdrættir 42.700 – kr.
C) Vegna fjölbýlishúsa:
C1) aðaluppdrættir fyrir fyrstu 5 íbúðirnar, pr. íbúð – 19.800 kr.
C2) séruppdrættir fyrir fyrstu 5 íbúðirnar, pr. íbúð – 19.800 kr.
C3) aðaluppdrættir fyrir 6. – 19. íbúð, pr. íbúð – 8.600 kr.
C4) séruppdrættir fyrir 6. – 19. íbúð, pr. íbúð – 8.600 kr.
C5) aðaluppdrættir fyrir 20 íbúðir og fleiri, pr. íbúð – 5.000 kr.
C6) séruppdrættir fyrir 20 íbúðir og fleiri, pr. íbúð – 5.000 kr.
D) Vegna annars húsnæðis eftir stærð, þ.m.t. atvinnu- og gripahús:
D1) aðaluppdrættir fyrir húsnæði allt að 2.000 m² brúttó – 136.500 kr.
D2) séruppdrættir fyrir húsnæði allt að 2.000 m² brúttó – 136.500 kr.
D3) aðaluppdrættir fyrir húsnæði milli 2.000 – 10.000 m² brúttó – 149.500 kr.
D4) séruppdrættir fyrir húsnæði milli 2.000 – 10.000 m² brúttó – 149.500 kr.
D5) aðaluppdrættir fyrir húsnæði stærra en 10.000 m² brúttó – 188.600 kr.
D6) séruppdrættir fyrir húsnæði stærra en 10.000 m² brúttó – 188.600 kr.
E) Minni byggingar, s.s. viðbygging, bílgeymsla, anddyri, sólstofa. o.fl., aðal-/séruppdrættir – 32.500 kr.
F) Breyting á innra skipulagi atvinnuhúsnæðis, aðal-/séruppdrættir – 51.100 kr.
G) Breyting á innra skipulagi íbúðarhúsnæðis, útlitsbreyting, svalaskýli, lóð o.fl., aðal-/séruppdrættir – 19.700 kr.
H) Aðkeypt skoðun og yfirferð á uppdráttum og greinargerðum skv. samningi/ reikningi
5. gr.
Fyrir neðangreind vottorð, skjalagerð og yfirlestur ýmiss konar skal innheimta gjöld sem hér segir, sbr. 51. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010:
A) Lokaúttektarvottorð, sbr. 36. gr. – 15.800 kr.
B) Fokheldisvottorð, sbr. 55. gr. – 15.800 kr.
C) Stöðuvottorð, sbr. 55. gr. – 15.800 kr.
D) Stofnskjalagerð, nýskráning, hver lóð í dreifbýli – 45.600 kr.
E) Stofnskjalagerð, nýskráning, hver lóð í þéttbýli – 26.100 kr.
F) Yfirlestur eignaskiptayfirlýsinga, stór – 46.100 kr.
G) Yfirlestur eignaskiptayfirlýsinga, lítil – 23.100 kr.
H) Samrunaskjalagerð (hver lóð) – 34.800 kr.
I) Útsetning húss og lóðar, með tékkmælingu – 138.400 kr.
J) Útsetning húss og lóðar, einföld útsetning – 83.500 kr.
K) Nafnabreyting, lands eða lóðar – 23.100 kr.
L) Skjalagerð/lóðarleigusamningar (hver lóð) – 26.100 kr.
M) Stofnun lóðar í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands skv. gjaldskrá HMS
N) Aðkeypt vinna við gerð og breytingar, s.s. lóða og hæðarblöð skv. samningi/ reikningi
O) Skráning viðbótar fastanúmers eða fjölgun á íbúðum, skv. samningi og samþykkt bæjarráðs Mosfellsbæjar.
6. gr.
Fyrir hverja skoðun/skoðunarskýrslu byggingarfulltrúa á þegar byggðum íbúðum skal innheimta skoðunargjald sem hér segir:
A) Skoðunargjald pr. íbúð í fjöleignarhúsi – 25.400 kr.
B) Skoðunargjald fyrir einbýlis-, par- og raðhús. – 37.500 kr.
7. gr.
Vegna grenndarkynninga skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, framkvæmdaleyfa skv. 13. og 14. gr. og vegna deiliskipulags og breytinga á skipulagsáætlunum, sbr. 2. mgr. 20. gr. og 2. mgr. 38. gr. sömu laga, skal innheimta gjöld sem hér segir:
Skipulagsnefnd innheimtir einnig afgreiðslu- og fyrirspurnargjald vegna fyrirtöku nýrra eða endurupptöku mála:
Afgreiðslu- og fyrirspurnargjald skipulagsnefndar – 15.800 kr.
A) Grenndarkynning:
A1) Sbr. 44. gr. á kynningu leyfisumsóknar – 51.200 kr.
B) Fyrir afhendingu grunn- og landupplýsinga fyrir skipulagsvinnu – 15.800 kr.
C) Vegna breytingar á aðalskipulagi, sbr. 2. mgr. 20. gr. og 36. gr.:
C1) Gerð tillögu að breytingu skv. samningi/ reikningi
C2) Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 36. gr. – 185.200 kr.
C3) Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 36. gr. – 108.900 kr.
D) Vegna deiliskipulags, sbr. 40. gr. og 43. gr.
D1) Umsýsla og kynning skipulagslýsingar – 85.500 kr.
D2) Gerð deiliskipulagstillögu eða breytingar skv. samningi/ reikningi
D3) Gerð tillögu að einföldum breytingum – 134.300 kr.
D4) Umsýslu- og kynningarkostnaður vegna nýs deiliskipulags – 185.200 kr.
D5) Umsýslu- og auglýsingakostnaður vegna breytinga skv. 1. mgr. 43. gr. – 142.400 kr.
D6) Umsýslu og kynningarkostnaður vegna breytinga skv. 2. mgr. 43. gr. – 85.600 kr.
D7) Fyrir afgreiðslu tillögu, sbr. 3. mgr. 44. gr. og 3. mgr. 43. gr. – 30.700 kr.
E) Vegna framkvæmdaleyfa:
E1) Leyfisgjald vegna framkvæmdaleyfis skv. 14. gr. – 127.000 kr.
E2) Leyfisgjald vegna annarra framkvæmdaleyfa – 85.600 kr.
E3) Eftirlit umfram eina ferð sem er innifalin í E1 og E2; pr. ferð – 30.700 kr.
8. gr.
Vegna beiðni um yfirborðs og umhverfisbreytinga þar sem vikið er frá auglýstu deiliskipulagi, skal kostnaðarþátttaka umsækjanda samsvara framkvæmdakostnaði sem hér segir:
A) Sögun malbik/steypa (fyrir hvern metra) – 2.700 kr.
B) Endurnýjun steyptrar stéttar 10 cm (fyrir hvern fermetra) – 12.000 kr.
C) Steypt stétt fjarlægð og endursteypt 15 cm (fyrir hvern fermetra) – 19.900 kr.
D) Malbikun götu (fyrir hvern fermetra) – 12.000 kr.
E) Kantur endursteyptur (fyrir hvern metra) – 10.700 kr.
F) Færsla á ljósastaur (fyrir hvern staur) – 232.200 kr.
G) Færsla á rafmagnskassa (fyrir hvern kassa) – 437.600 kr.
Innheimtur verður sérstaklega samkvæmt reikningi hverju sinni kostnaður vegna hönnunar gatna, gerðar mæli-, lóðar- og hæðarblaða auk aðkeyptrar vinnu og efniskostnaðar við breytingu á lögnum og götusniði.
9. gr.
Tímagjald starfsmanns á umhverfissviði vegna annarra/frekari verka – 15.800 kr.
10. gr.
Mosfellsbær mun annast innheimtu allra gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari skv. 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11. gr.
Gjalddagi gjalda skv. 2., 4. og 5. gr. gjaldskrár þessarar er áður en byggingarleyfi er útgefið, sbr. ákvæði 53. gr. laga um mannvirki. Gjalddagi gjalda skv. 7. gr. gjaldskrárinnar er sem hér segir:
A) Samkvæmt lið A: Fyrir kynningu.
B) Samkvæmt lið B: Eftir afhendingu gagna.
C) Samkvæmt lið C: Við samþykktir og afgreiðslur.
D) Samkvæmt lið D: Við samþykktir og afgreiðslur.
E) Samkvæmt lið E: Við útgáfu leyfis.
12. gr.
Gjöld vegna áfangaúttekta skal endurgreiða komi ekki til verkframkvæmda á gildistíma byggingarleyfis.
13. gr.
Virðisaukaskattur leggst ekki á gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari.
14. gr.
Gjöld innheimt samkvæmt gjaldskrá þessari skulu renna til greiðslu sannanlegs kostnaðar við einstaka verkþætti gjaldskrárinnar.
15. gr.
Gjaldskrá þessi, sem öðlast þegar gildi, var samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 817. fundi þann 7. desember 2022 með heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 51. gr. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1727/2021.
Mosfellsbæ, 8. desember 2022.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.
1. gr.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar leggur á sérstakt sorphirðugjald.
2. gr.
Sorphirðugjald skal lagt á allar íbúðir sem virtar eru fasteignamati. Einnig skal sorphirðugjald lagt á aukaíbúðir í húsum sem virtar eru fasteignamati sem óskiptar eignir.
Sorphirðugjaldi er ætlað að standa undir kostnaði við sorphirðu sorpeyðingu og urðun sorps ásamt kostnaðarhlutdeild við rekstur endurvinnslustöðva og grenndarstöðva.
Hægt er að óska eftir aukatunnu við hverja íbúð.
3. gr.
Sorphirðugjald vegna íbúðarhúsnæðis kr. 56.900 og eru gjalddagar þess hinir sömu og gjalddagar fasteignagjalda.
Innifalið í því gjaldi er eitt grátt sorpílát fyrir óflokkað sorp auk blárrar endurvinnslutunnu fyrir pappír sem og sorphreinsun og sorpeyðing vegna þess.
Fyrir hvert aukasorpílát heimila er á sama hátt innheimt árlega, og fyrir fram, gjald eftir því sem hér segir:
- fyrir 240 l gráa tunnu kr. 56.900
- fyrir 240 l bláa tunnu kr. 56.900
- fyrir 660 l gám kr. 113.800
Heimili sem óska eftir aukasorpíláti skulu beina ósk þar að lútandi til þjónustuvers Mosfellsbæjar. Einnig er hægt að panta í gegnum ábendingakerfi bæjarins.
Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga auk áfallins innheimtukostnaðar.
Sorphirðugjald skal tryggt með lögveði í viðkomandi fasteign í tvö ár frá gjalddaga.
4. gr.
Þar sem sorphirða fer fram samkvæmt sérstakri þjónustubeiðni skal innheimta sorphirðugjalds vera samkvæmt reikningi, fyrir sannanlegum kostnaði.
Þar sem sorphirða er sérstaklega flókin og kostnaðarsöm skal heimilt að leggja á aukagjald fyrir sannanlegum kostnaði.
5. gr.
Gjaldskrá þessi var samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 817. fundi, þann 7. desember 2022. með vísan til 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 og 23. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar.
Gjaldskráin öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá um sama efni nr. 1725/2021.
Mosfellsbæ, 8. desember 2022.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.
B deild – Útgáfud.: 10. janúar 2023
1. gr. Vatnsgjald
Af öllum fasteignum í Mosfellsbæ sem tengdar eru Vatnsveitu Mosfellsbæjar, skal greiða vatnsgjald árlega til Mosfellsbæjar, nema sérstaklega sé um annað samið.
Almennt vatnsgjald skal vera 0,065% af fasteignamati mannvirkja og lóða. Gjalddagar almenns vatnsgjalds eru þeir sömu og bæjarstjórn ákveður hverju sinni vegna álagðra fasteignagjalda í sveitarfélaginu.
2. gr. Heimæðagjöld
Verð hér að neðan miðast við að umsækjandi hafi lagt ídráttarrör á frostfríu dýpi frá tengistað vatnsveitu við lóðarmörk að inntaksstað í húsi sem Veitur í Mosfellsbæ hafa samþykkt. Óski umsækjandi eftir því að Vatnsveita Mosfellsbæjar sjái um jarðvinnu vegna heimlagna, bætist sá kostnaður við tengigjald vatnsveitunnar.
Gjald vegna heimæða skal vera sem hér segir.
- 32 mm rör = 221.181 kr. án vsk.
- 40 mm rör = 294.613 kr. án vsk.
- 50 mm rör = 423.939 kr. án vsk.
- 63 mm rör = 811.025 kr. án vsk.
- 75 mm rör = 1.160.318 kr. án vsk.
- 90 mm rör = 1.441.816 kr. án vsk.
- 110 mm rör = 1.605.574 kr. án vsk.
- 140 mm rör = 1.800.690 kr. án vsk.
- 180 mm rör = 2.161.837 kr. án vsk.
Stærð heimæðar er ákvörðuð af Vatnsveitu Mosfellsbæjar í samræmi við ósk kaupenda um vatnsmagn í umsókn. Þar sem lengd heimæðar er styttri en 20 metrar gildir ofangreind verðskrá. Fyrir hvern metra umfram 20 metra er heimilt að innheimta 1% lengdargjald af heimæðagjöldum viðkomandi málstærðar.
Ein tengigrind er innifalin í hverju tengigjaldi, fyrir hverja aukatengigrind greiðist 10% af tengigjaldi viðkomandi málstærðar. Heimæðar stærri en 110 mm (4“) eru gjaldfærðar til samræmis við raunkostnað. Við mat á umsóknum er tekið mið af flutningsgetu aðliggjandi götu- eða stofnæðar.
Óski húseigandi eftir færslu heimæða að nýjum tengipunkti greiðir hann heimæðagjöld að nýju til samræmis við málstærð heimæðar.
Skýringar:
Almennt verð heimæða gildir í þéttbýli á nýbyggingarsvæðum. Verð gildir ekki þar sem búið er að ganga varanlega frá yfirborði og fullnægjandi veitulagnir ekki komnar að lóðarmörkum. Reiknist áætlaður heildarkostnaður við heimæðina meira en 50% hærri en verðskrá segir til um þá greiðir umsækjandi til viðbótar allan kostnað sem verður umfram þessi 50%. Viðbótarkostnaður samkvæmt þessari reiknireglu er ekki innheimtur samhliða innheimtu yfirlengdargjalda. Geri húseigandi breytingu á skipulagi húss frá útgefnu skipulagi sveitarfélagsins t.d. með því að færa til bílskúr eða annan inntaksstað ber hann til viðbótar allan kostnað við færslu eða breytingu lagna.
Álag vegna vatnsúðaheimæða er kr. 4.292.568 fyrir hverja heimæðarlögn.
Gjald vegna tengingar vinnuvatns er kr. 120.957 án vsk.
Skýringar:
Vinnuvatn er aðgangur að vatni til byggingaframkvæmda og/eða skammtímanotkunar og uppfærist skv. byggingarvísitölu. Gjaldskrárverð gildir þegar tengt er við heimæðarenda sem kominn er inn fyrir lóðarmörk. Vinnuvatnstenging er aflögð um leið og heimæð er tengd inn í hús samkvæmt umsókn, en þá er ekki greitt sérstaklega fyrir aftengingu. Við aðrar aðstæður og fyrir stærri tengingu en 50 mm er tenging gjaldfærð til samræmis við raunkostnað.
3. gr. Mælagjöld
Gjald vegna rennslismæla skal vera sem hér segir, verð án vsk.
Stærð mælis og verð kr./dag án vsk.:
- 15 mm = 40,18 kr./dag án vsk.
- 20 mm = 44,16 kr./dag án vsk.
- 25 mm = 57,04 kr./dag án vsk.
- 32 mm = 63,02 kr./dag án vsk.
- 40 mm = 80,06 kr./dag án vsk.
- 50 mm = 94,01 kr./dag án vsk.
- 80 mm = 253,24 kr./dag án vsk.
- 100 mm = 258,44 kr./dag án vsk.
4. gr. Graftrargjöld
Gjald er lagt á vegna ídráttarröra, fleygunar og sprenginga.
Vanti ídráttarrör eða ídráttarrör reynist ónothæf, greiðist kr. 10.581 án vsk. pr. lengdarmetra í heimlagnaskurði.
Reynist nauðsynlegt að fleyga eða sprengja klöpp eða að frost er í jörðu bætist eftirfarandi kostnaður við skurðgröft, sbr. 1. mgr., sem innheimtist eftir á.
- Klaki/klöpp: Dýpt cm. < 30 = 3.984 kr./lengdarmetra/án vsk.
- Klaki/klöpp: Dýpt cm. > 30 = 8.045 kr./lengdarmetra/án vsk.
Vatnsveitan gefur upp innmælingu og/eða staðsetur heimæðarenda við lóðarmörk.
5. gr. Notkunargjald
Notkunargjald er kr. 51,23 pr. m³ án vsk.
Skýringar:
Þar sem vatn fá vatnsveitu er notað til atvinnustarfsemi eða annars en venjulegra heimilisþarfa er auk vatnsgjalds innheimt notkunargjald skv. 7. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004. Heimilt er að innheimta notkunargjald samkvæmt áætlun ef ekki er unnt að koma við mælingu.
6. gr. Ábyrgð á greiðslu gjalda
Vatnsgjald og heimæðargjald greiðist af hús- og íbúðareiganda og lóðarréttarhafa og bera þessir aðilar ábyrgð á greiðslu gjaldsins. Gjöldin eru tryggð með lögveðsrétti í fasteigninni næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði. Notkunargjald, ásamt áföllnum kostnaði og vöxtum má taka fjárnámi.
7. gr. Gildistaka
Gjaldskrá þessi sem samþykkt var af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 817. fundi þann 7. desember 2022 er sett með stoð í 10. gr. laga nr. 32/2004 um vatnsveitur og 11. gr. reglugerðar nr. 401/2005 um vatnsveitur sveitarfélaga og öðlast gildi við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1291/2019.
Mosfellsbæ, 8. desember 2022.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.
B deild – Útgáfud.: 10. janúar 2023.