Byggingarfulltrúi fer yfir umsóknir um byggingarleyfi / byggingarheimildir ásamt fullgerðum hönnunargögnum, sannreynir að hönnun mannvirkja sé í samræmi við skipulagsskilmála, áritar og stimplar uppdrætti og gefur út byggingarleyfi / byggingarheimild.
Embættið hefur eftirlit með byggingu mannvirkja, sér um skráningu byggingarstiga, skoðanir og úttektir.
Samtalsbeiðni/fyrirspurn til byggingarfulltrúa
Fyrir almennar fyrirspurnir og/eða upplýsingar um mál í vinnslu.
Byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar er Árni Jón Sigfússon.
Teikningar fasteigna
Öll gögn í vörslu embættis byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar, sem hlotið hafa formlega afgreiðslu, eru opinber skjöl. Sem slík eru þau aðgengileg almenningi. Þar á meðal eru teikningar að mannvirkjum innan borgarinnar. Í 6. grein upplýsingalaga Íslands er fjallað um takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna. Þar kemur fram í 1. tl. 1. mgr. að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Almenningi er því ekki veittur aðgangur að teikningum af húsnæði sem eru þess eðlis. Íbúðarhús teljast ekki á meðal þeirra og eru teikningar af þeim því aðgengilegar almenningi, sem fyrr segir, í pappírsformi og rafrænt.
Aðal- og séruppdrættir, svo sem lagna- og burðaþolsteikningar af opinberum byggingum, s.s. fjármálastofnanir, verslanir, skólar og skrifstofuhúsnæði eru ekki aðgengilegir á teikningavef en afrit af þeim er hægt að fá í þjónustuveri Mosfellsbæjar eftir samkomulagi. Í sumum tilvikum má einnig búast við að ekki séu til teikningar af eldri byggingum í Mosfellsbæ.
Ef óskað er eftir teikningum í raunstærð eru teikningarnar sendar viðkomandi í tölvupósti. Hægt er að snúa sér til prentstofu fyrir útprentanir.
Umsóknir
Byggingarleyfi/byggingarheimild
Eigandi
- minarsidur.mos.isByggingarleyfi - Niðurrif
- minarsidur.mos.isEigandi - einstaklingur/fyrirtæki: Tilkynning um ráðningu hönnunarstjóra og/eða byggingarstjóra
- minarsidur.mos.isEigandi - einstaklingur/fyrirtæki: Tilkynning um uppsögn hönnunarstjóra og/eða byggingarstjóra
- minarsidur.mos.isEigandi - einstaklingur/fyrirtæki: Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi/byggingarheimild
- minarsidur.mos.isEigandi - einstaklingur/fyrirtæki: Stöðuleyfi
Byggingarstjóri
- minarsidur.mos.isByggingarstjóri: Afmarkaður verkþáttur iðnmeistara
- minarsidur.mos.isByggingarstjóri: App - Aðgangur að OneApp fyrir úttektir
- minarsidur.mos.isByggingarstjóri: Einstaklingur staðfestir sig og tilnefnir iðnmeistara á verk
- minarsidur.mos.isByggingarstjóri: Einstaklingur tilkynnir starfslok sín sem byggingarstjóri
- minarsidur.mos.isByggingarstjóri: Fokheldisúttekt
- minarsidur.mos.isByggingarstjóri: Iðnmeistari sem hefur störf
- minarsidur.mos.isByggingarstjóri: Iðnmeistari sem lætur af störfum
- minarsidur.mos.isByggingarstjóri: Yfirlýsing um kerfi og virkni þeirra vegna öryggis-/lokaúttektar
- minarsidur.mos.isByggingarstjóri: Öryggisúttekt
Hönnuður
- minarsidur.mos.isHönnuður: Byggingarheimild/byggingarleyfi
- minarsidur.mos.isHönnuður: Greinargerð hönnunarstjóra um ráðningu og ábyrgðarsvið hönnuða
- minarsidur.mos.isHönnuður: Innsending teikninga og sérteikninga
- minarsidur.mos.isHönnuður: Tilkynnir samþykki sitt fyrir ráðningu á verk
- minarsidur.mos.isHönnuður: Tilnefnir byggingarstjóra á verk
Iðnmeistari
Lokaúttektir
- pdfByggingarstjóri: Beiðni um lokaúttekt
- pdfYfirlýsing um fullbúið og prófað brunaviðvörunarkerfi vegna lokaúttektar
- pdfYfirlýsing um fullbúið vatnsúðakerfi og þjónustusamning vegna lokaúttektar
- pdfYfirlýsing um prófun og þjónustusamning fyrir lyftu vegna lokaúttektar
- pdfYfirlýsing um stillingu hitakerfis og virkni stýritækja vegna lokaúttektar
- pdfYfirlýsing um stillingu, prófun á samvirkni tækja- og mælingu á loftmagni og dreifingu afhent vegna lokaúttektar
- pdfYfirlýsing um verklok á raforkuvirki vegna lokaúttektar
Gatnagerðargjöld
Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir: | ||
---|---|---|
Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Parhús, tvíbýlishús | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Raðhús, keðjuhús | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Fjölbýlishús | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Verslunar-, þjónustuhúsnæði o.fl. | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Iðnaðarhúsnæði | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Hesthús | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Hús til landbúnaðarafnota | 7,50% | kr. 22.506 pr. m² |
Bílakjallarar | 3,75% | kr. 11.253 pr. m² |
Gróðurhús | 2% | kr. 6.002 pr. m² |
Færanlegar kennslustofur | 1% | kr. 3.001 pr. m² |
Gjaldskrá gildir frá 1. júlí 2024.
Framangreindar fjárhæðir taka breytingum tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhúss.
Í 1. gr. samþykktar um gatnagerðargjald á deiliskipulögðum svæðum í Mosfellsbæ segir að greiða skuli gatnagerðargjald af öllum nýbyggingum og viðbyggingum í Mosfellsbæ. Gatnagerðargjald er greitt í eitt skipti, fyrir hvern byggðan fermetra.
Í 3. gr. samþykktarinnar er fjallað um gjaldstofn gatnagerðargjalds. Gatnagerðargjald er tvíþætt, annars vegar vegna nýbygginga og hins vegar vegna stækkunar á eldra húsnæði. Stofn til álagningar er fermetrafjöldi byggingar á tiltekinni lóð, annað hvort sá fermetrafjöldi sem heimilt er að byggja eða raunverulegur fjöldi. Um nánari útreikninga á fjárhæð gatnagerðargjalds vísast til 3. gr. samþykktarinnar og gildandi gjaldskrár gatnagerðargjalds, en gjaldstofninn er uppfærður á 6 mánaða fresti í samræmi við byggingarvísitölu. Í gjaldskrá Mosfellsbæjar fyrir gatnagerðargjald má finna upphæð gjaldstofns fyrir hvert tímabil.
Gatnagerðargjald kallast sá skattur sem lagður er á lóðarhafa eða byggingarleyfishafa, hvort heldur sem við á. Um lögbundinn gjaldstofn sveitarfélaga er að ræða sbr. lög um gatnagerðargjald nr. 153/2006. Um gatnagerðargjald gildir einnig reglugerð nr. 543/1996, og samþykkt nr. 496/2017 um gatnagerðargjald á deiliskipulögðum svæðum í Mosfellsbæ, birt á vef Stjórnartíðinda 2. júní 2017.
Í 3. gr. laganna segir „Sveitarstjórn skal innheimta gatnagerðargjald af fasteignum í þéttbýli. Um skil þéttbýlis og dreifbýlis vísast til samþykkts deiliskipulags eða staðfests aðalskipulags á hverjum tíma.“
Í Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, lög nr. 33/1944, segir í 1. mgr. 77. gr. að skattamálum skuli skipað með lögum og ekki megi fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Sveitarfélagið Mosfellsbær er stjórnvald og gatnagerðargjald er lagt á samkvæmt lögum. Af þessu leiðir að samkvæmt skýrum lagabókstaf getur Mosfellsbær ekki veitt afslátt af, eða fellt niður gatnagerðargjald, nema heimild til þess komi fram í settum lögum frá Alþingi.
Í samþykkt um gatnagerðargjöld í Mosfellsbæ er að finna ákvæði annnars vegar um undanþágur frá greiðslu gatnagerðargjalds, sbr. 5. gr., og hins vegar um afslátt af gjaldinu, sbr. 6. gr., og eiga þau sér stoð í lögum um gatnagerðargjald.
OneApp rafrænt úttektarkerfi
OneApp er rafrænt úttektarkerfi fyrir OneLandRobot sem auðveldar byggingarstjórum að framkvæma úttektir og senda þær með rafrænum hætti inn í mál viðkomandi framkvæmdar sem skráð er í One málaskrá hjá sveitarfélaginu.
Spurt og svarað
Byggingarleyfi – Umfangsflokkar 2 og 3
Undir umfangsflokk 2 falla mannvirki sem eru „meðalstór þar sem ekki er mikil hætta á manntjóni, efnahagslegar, samfélagslegar og umhverfislegar afleiðingar tjóns á mannvirki eru viðunandi“. Í umfangsflokki 2 eru mannvirki þar sem miðað er við að fólk geti haft fasta búsetu, án þess endilega að þekkja flóttaleiðir – en geti þó bjargað sér sjálft út úr mannvirkinu. Í þennan flokk falla m.a. eftirfarandi mannvirki:
- Íbúðarhúsnæði
- Gistiheimili
- Atvinnuhúsnæði
- Iðnaðarhúsnæði
- Bílastæðahús
Sé mannvirki hærra en 8 hæðir og stærra en 10.000 fermetrar flokkast það almennt í umfangsflokk 3.
Í umfangsflokk 3 falla „mannvirki þar sem gert ráð fyrir að mikill fjöldi fólks geti safnast saman eða að notkun þeirra sé þannig að fólk geti ekki bjargað sér sjálft úr mannvirkinu“.
Séu mannvirki ekki hærri en fjórar hæðir og ekki stærri en 2.000 fm er heimilt að fella þau undir umfangsflokk 2 ef flækjustig hönnunarinnar er ekki því meira. Í umfangsflokk 3 falla eftirtalin mannvirki:
- Verslunarmiðstöðvar
- Skólar
- Íþrótta- og menningarmannvirki
- Stærri veitur og virkjanir
- Lokaðar stofnanir, s.s. sjúkrahús, dvalar- og hjúkrunarheimili, lögreglustöðvar og fangelsi.
Sótt er um leyfisskyldar framkvæmdir á sama eyðublaðinu inni á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Byggingarfulltrúi tekur afstöðu til umsóknar og metur hvort hún flokkast sem umsókn um byggingarleyfi eða byggingarheimild.
Byggingarheimild – Umfangsflokkur 1
Byggingarheimild er nýtt hugtak sem varð til við breytingu á byggingarreglugerð 123/2010 í árslok 2021 (nr. 1321/2021).
Breyting byggingarreglugerðarinnar fólst fyrst og fremst í því að byggingarframkvæmdum var skipt upp í 3 flokka eftir umfangi þeirra, í þeim tilgangi að skýra stjórnsýslu í mannvirkjamálum og gera umsóknarferlið skilvirkara. Kröfur um hönnun og byggingareftirlit eru þær sömu hvort sem um er að ræða byggingarheimild eða byggingarleyfi. Kröfur um yfirferð séruppdrátta og skil á þeim áður en viðkomandi verkþáttur er unninn er þó rýmri á málum sem fá byggingarheimild, séruppdrættir þurfa að liggja fyrir áður en sótt er um öryggis- og lokaúttekt. Á málum sem fá byggingarheimild er auk þess ekki skylda að skrá iðnmeistara verksins hjá byggingarfulltrúa – en þó er skylda að byggingarstjóri verksins haldi utan um þær upplýsingar í sínu gæðakerfi.
Umsókn og veiting byggingarheimildar á við um þau mannvirki sem falla í umfangsflokk 1 skv. byggingarreglugerð. Í þessum umfangsflokki eru „minni mannvirkjagerð þar sem lítil hætta er á manntjóni, efnahagslegar og samfélagslegar afleiðingar mögulegs tjóns á mannvirki eru litlar og umhverfisáhrif eru takmörkuð“ – eins og segir í grein 1.3.2 byggingarreglugerðarinnar. Haft er til viðmiðunar að í þessum umfangsflokki séu mannvirki þar sem ekki safnast saman mikill fjöldi fólks og fólk hefur ekki fasta búsetu. Í umfangsflokk 1 falla t.d. eftirtaldar byggingarframkvæmdir:
- Geymsluhúsnæði
- Landbúnaðarbyggingar
- Frístundahús (sumarhús)
- Sæluhús
- Stakstæðir bílskúrar
- Gestahús
- Skálar og viðbyggingar við þegar byggð mannvirki.
- Niðurrif mannvirkja (að hámarki 4 hæðir og/eða minna en 2.000 fermetrar)
Sótt er um á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Ferli umsóknar um byggingarleyfi eða byggingarheimild skiptist í tvo meginþætti.
1. Samþykkt byggingaráforma
Öll byggingarmál byrja þannig að umsækjandi óskar eftir byggingarheimild / byggingarleyfi með því að sækja um í gegnum rafræna þjónustugátt embættisins.
Mikilvægt er að samþykki allra eigenda byggingarlóðarinnar liggi fyrir eða séu skráðir umsækjendur um byggingarleyfið / byggingarheimildina.
Með umsókninni þurfa að fylgja eftirfarandi gögn:
- Tilkynning um hönnunarstjóra mannvirkisins ásamt staðfestingu hans á verkið í gegnum þjónustugátt. (Á aðeins við umsókn um byggingarleyfi).
- Fullunnir aðaluppdrættir sem gerðir eru af löggildum hönnuði, s.s. arkitekt, byggingafræðingi, tæknifræðingi eða verkfræðingi.
- Útfylltur gátlisti eða önnur staðfesting hönnuðar á eigin yfirferð aðaluppdrátta.
- Skráningartafla á aðaluppdrætti og á rafrænu formi (excel).
Ef umsókn og fylgigögn eru fullnægjandi fara starfsmenn byggingarfulltrúa yfir þau, niðurstaða yfirferðar er send verkkaupa og hönnuði. Ef ekki er í gildi deiliskipulag á lóð vísar byggingarfulltrúi því til umsagnar skipulagsnefndar.
Ef umsókn er ekki í samræmi við gildandi skipulag er umsókn hafnað eða málið sent áfram á skipulagsfulltrúa.
Þegar yfirferð umsóknar og fylgigagna er lokið án athugasemda er málið afgreitt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Eftir afgreiðslufund er umsækjandi upplýstur um niðurstöðuna formlega með birtingu afgreiðslubréfs.
Samþykkt byggingaráform jafngildir ekki byggingarheimild / byggingarleyfi heldur gefur aðeins til kynna að byggingaráformin séu í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar og skipulagsskilmála og senda megi inn frekari gögn, s.s. séruppdrætti og skráningar fagaðila, til að fá byggingarheimild / byggingarleyfi útgefið. Óheimilt er að hefja framkvæmdir áður en byggingarheimild / byggingarleyfi hefur verið gefið út.
2. Útgáfa byggingarleyfis eða byggingarheimildar
Forsendur fyrir útgáfu byggingarleyfis eða byggingarheimildar eru:
- Skil á fullnægjandi teikningum, þ.e. aðaluppdráttum af fyrirhugaðri framkvæmd
- Skil á skráningartöflu mannvirkisins
- Skil á upplýsingum um byggingarstjóra ásamt staðfestingu starfsábyrgðartryggingar.
- Skil á upplýsingum um iðnmeistara
- Byggingarleyfisgjöld hafa verið greidd
Skil séruppdrátta vegna byggingarleyfis: Séruppdráttum af burðarvirki, pípulögnum og raflögnum skal skilað til byggingarfulltrúa áður en viðkomandi verkþáttur hefst.
Skil séruppdrátta vegna byggingarheimildar: Séruppdráttum af burðarvirki, pípulögnum og raflögnum skal skilað til byggingarfulltrúa áður en óskað er eftir lokaúttekt.
Minniháttar mannvirkjagerð undanþegin byggingarheimild og -leyfi.
(2.3.5. gr. í byggingarreglugerð).
Eftirfarandi minniháttar mannvirki og framkvæmdir eru undanþegnar byggingarleyfi. Þær eru einnig undanþegnar byggingarheimild og tilkynningarskyldu skv. 2.3.6. gr. enda séu þær í samræmi við deiliskipulag og önnur ákvæði reglugerðar þessarar sem við eiga hverju sinni.
- Allt viðhald innanhúss og utan, þ.m.t. endurnýjun léttra innveggja.
- Uppsetning móttökudiska, allt að 1,2 m að þvermáli, vegna móttöku útsendinga útvarps eða sjónvarps eða móttökuloftnets.
- Allt viðhald lóða, girðinga, bílastæða og innkeyrslna.
- Gerð palla og annar frágangur á eða við jarðvegsyfirborð.
- Skjólveggir og girðingar sem eru allt að 1,8 m að hæð og eru ekki nær lóðarmörkum en 1,8 m. Ennfremur girðingar eða skjólveggir sem eru nær lóðarmörkum en 1,8 m og eru ekki hærri en sem nemur fjarlægðinni að lóðarmörkum. Einnig allt að 2,0 m langir og 2,5 m háir skjólveggir sem eru áfastir við hús og í a.m.k. 1,8 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Lóðarhöfum samliggjandi lóða er heimilt án byggingarleyfis að reisa girðingar eða skjólveggi allt að 1,8 m að hæð á lóðarmörkum, enda leggi þeir fram hjá leyfisveitanda undirritað samkomulag þeirra um framkvæmdina. Miðað skal við jarðvegshæð lóðar sem hærri er ef hæðarmunur er á milli lóða á lóðamörkum.
- Smáhýsi sem er að hámarki 15 m² og mesta hæð þaks er 2,5 m mælt frá yfirborði jarðvegs. Sé smáhýsið minna en 3,0 m frá aðliggjandi lóð þarf samþykki eigenda aðliggjandi lóðar. Slík smáhýsi eru ekki ætluð til gistingar eða búsetu. Smáhýsi úr léttum byggingarefnum til geymslu garðáhalda o.þ.h. á lóð, innan eða utan byggingarreits, þegar eftirfarandi kröfur eru uppfylltar, enda sé slík bygging ekki óheimil.
Á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er að finna frekari leiðbeiningar um grein 2.3.5.
Samkvæmt lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús er eigendum fjöleignarhúsa skylt að láta gera eignaskiptayfirlýsingu fyrir húsið, enda liggi ekki fyrir þinglýstur fullnægjandi og glöggur skiptasamningur.
Frá 1. janúar 2001 verður þinglýsing eignayfirfærslu fyrir eignarhluta í fjöleignarhúsi bundin því skilyrði að þinglýst eignaskiptayfirlýsing liggi fyrir og að eignayfirfærslan sé í samræmi við hana.
Hvað er eignaskiptayfirlýsing?
Eignaskiptayfirlýsing er lögboðinn skriflegur gjörningur eigenda fjöleignarhúss sem gerður er á grundvelli fyrirmæla fjöleignarhúsalaga og geymir lýsingu á húsinu og lóð þess og mælir fyrir um skiptingu þess í séreignir, sameign allra og sameign sumra og ákvarðar hlutdeild hvers eiganda í sameign og markar með því grundvöll að réttindum og skyldum eigenda innbyrðis og gagnvart einstökum hlutum húss og lóðar. Eignaskiptayfirlýsing er m.ö.o. skjal sem kveður á um skiptingu fjöleignarhúss í eignarhluta. Hverjum séreignarhluta er lýst og tilgreint hvað honum fylgir sérstaklega. Þá kemur fram hvaða hlutar húss séu í sameign og hvort sú sameign tilheyri öllum eigendum eða einungis sumum og þá hverjum. Þá er kveðið á um atriði eins og hlutfallstölur, kvaðir, réttindi til bílskúra, bílastæða og byggingar. Eignaskiptayfirlýsing er því aðalheimildin um skiptingu fjöleignarhúss í séreign og sameign og getur komið í veg fyrir margvíslegan ágreining milli eigenda.
Eignaskiptayfirlýsingu er þinglýst og á grundvelli hennar ganga eignarhlutar kaupum og sölum, eru veðsettir, kvaðabundnir, á þá lögð opinber gjöld, tilteknum kostnaði í húsinu skipt niður, vægi atkvæða metið á húsfundum í vissum tilvikum o.fl.
Hvað er fjöleignarhús?
Fjöleignarhús eru þau hús sem skiptast í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign sem getur bæði verið allra og sumra.
Hvænær er ekki þörf á sérstakri eignaskiptayfirlýsingu?
Það er ekki þörf á að gera sérstaka eignaskiptayfirlýsingu þegar skipting húss og réttarstaða eigenda liggur ljós fyrir og engin nauðsyn, hvorki hvað eigendur né húsið snertir, kallar á að slík yfirlýsing sé gerð. Í þessu tilviki er eingöngu átt við einfaldari gerðir fjöleignarhúsa þar sem skipting húsa og lóða og sameignin og hlutdeild í henni liggur ljós fyrir, svo sem parhús, raðhús og önnur sambyggð og samtengd hús.
Hvers vegna er mikilvægt að hlutfallstölur séu réttar?
Eignarhluti í sameign er reiknaður út eftir hlutfallstölu. Hlutfallstalan er því mikilvæg varðandi réttindi og skyldur eigenda. Ástæða þess að mikilvægt er að hlutfallstölur séu réttar er að hlutfallstalan segir til um eignarhlutdeild í sameign og hefur þýðingu m.a. við skiptingu sameiginlegs kostnaðar en meginreglan er sú að sameiginlegur kostnaður skiptist á milli eigenda eftir hlutfallstölum eignarhluta. Þá skiptast tekjur af sameign eftir hlutfallstölum.
Er til eignaskiptayfirlýsing fyrir húsið þitt?
Upplýsingar um það fást hjá viðkomandi sýslumannsembætti. Ef eignaskiptayfirlýsing er ekki fyrir hendi eða hún er ófullnægjandi þarf að halda húsfund um málið og taka ákvörðun um að láta gera eignaskiptayfirlýsingu fyrir húsið.
Nauðsynlegt er að húsfélög í þeim fjöleignarhúsum sem enn hafa ekki látið gera eignaskiptayfirlýsingu eða þar sem eignaskiptasamningur er ófullnægjandi bregðist skjótt við og láti sem fyrst gera eignaskiptayfirlýsingu fyrir húsið svo koma megi í veg fyrir tafir og erfiðleika í fasteignaviðskiptum þegar fresturinn rennur út 1. janúar 2001.
Hvenær er eldri þinglýstur skiptasamningur fullnægjandi?
Samkvæmt lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús skal gera eignaskiptayfirlýsingu um öll fjöleignarhús, enda liggi ekki fyrir þinglýstur fullnægjandi og glöggur skiptasamningur. Í mörgum húsum er til þinglýstur skiptasamningur sem gerður var fyrir árið 1995 en þá tóku gildi núgildandi lög um fjöleignarhús. Eigendur slíkra húsa þurfa ekki að gera nýja eignaskiptayfirlýsingu ef fyrir hendi er þinglýstur skiptagerningur sem tilgreinir a.m.k. séreignir og hlutfallstölur þeirra í sameign og ekki fer augljóslega í bága við ófrávíkjanleg ákvæði fjöleignarhúsalaganna og eigendur vilja áfram hafa til grundvallar í skiptum sínum. Hins vegar getur eigandi sem telur eldri skiptagerning rangan eða ófullnægjandi krafist þess að gerð verði ný eignaskiptayfirlýsing í samræmi við núgildandi reglur.
Ef eldri þinglýstur skiptasamningur er til er eigendum bent á að fara yfir hann og kanna hvort hann sé í samræmi við núverandi eignaskipan í húsinu.
Hverjir gera eignaskiptayfirlýsingar?
Þeir einir mega gera eignaskiptayfirlýsingar sem lokið hafa prófi í gerð eignaskiptayfirlýsinga og fengið til þess sérstakt leyfi félagsmálaráðuneytis. Eftir að eignaskiptayfirlýsing hefur verð gerð þurfa eigendur að undirrita hana, byggingarfulltrúi þarf að staðfesta hana og að lokum er henni þinglýst.
Kostnaður við gerð eignaskiptayfirlýsinga greiðist eftir hlutfallstölum eignarhluta.
Sótt er um á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Greitt er hjá þjónustuveri Mosfellsbæjar, sími 525-6700 og tölvupóstur mos[hja]mos.is.
Gistirými heimagistingar þarf að uppfylla öll viðeigandi ákvæði byggingarreglugerðar. Gistirými getur verið íbúðarherbergi, íbúðarhúsnæði eða frístundahús sem samþykkt er af byggingaryfirvöldum.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman svör við algengustu spurningum varðandi heimagistingu.
Teikningar húsa, upplýsingar um götur, stíga, lóðamörk, veitur o.fl. er að finna á kortavef Mosfellsbæjar.
Aðaluppdráttum þarf að skila inn í tvíriti og undirritað af hönnuðum.
Mælikvarði alltaf 1:100 nema afstöðumynd 1:500.
Séruppdrætti arkitekts þarf að skila inn í tvíriti og undirritað af hönnuðum.
A: Mælikvarði er yfirleitt 1:50. Ítarlegri mál sýnd á teikningum. Undirritað af hönnuði.
B: Burðarvirki, lagnir (raf-, neysluvatns-, frárennslis- og hitalagnir), sérteikningar (gluggar og hurðir, deili o.fl.) Mælikvarði misjafn. Undirritað af hönnuði og aðalhönnuði (arkitekt).
Þegar mannvirki er tekið í notkun áður en því er að fullu lokið skal óska eftir öryggisúttekt. Öryggisúttekt snýst um að gera úttekt á öryggi húsnæðisins í samræmi við ákvæði skoðunarhandbókar og skoðunarlista varðandi eldvarnir og hollustuhætti.
Óheimilt er að flytja inn í mannvirki eða taka það í notkun nema öryggisúttekt hafi farið fram og leyfisveitandi byggingarleyfis hafi gefið út vottorð um öryggisúttekt.
Eigandi mannvirkisins, eða byggingarstjóri fyrir hönd eiganda, skal óska eftir öryggisúttekt áður en það er tekið í notkun. Hafi byggingarstjóri vanrækt að óska eftir öryggisúttekt áður en mannvirki er tekið í notkun skal leyfisveitandi boða til slíkrar úttektar þegar honum er kunnugt um að notkun sé hafin. Skal leyfisveitandi tilkynna vanræksluna til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og getur slík vanræksla leitt til áminningar eða í versta falli leitt til sviptingar starfsleyfis eða löggildingar eftir því sem við á.
Upplýsingar um hvaða gögn þurfi að fylgja með beiðni um öryggisúttekt má finna í grein 3.8.2 í byggingarreglugerð.
Lokaúttekt á mannvirki skal fara fram eigi síðar en þremur árum eftir að öryggisúttekt hefur farið fram. Heimilt er að öryggis- og lokaúttekt fari fram samtímis.
Leiðbeiningar
Sótt er um byggingarleyfi/byggingarheimild á þjónustugátt Mosfellsbæjar. Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.
Hægt er að finna umsóknirnar undir flipanum Umsóknir og velja umsókn eftir því sem við á:
- 09 Byggingarmál – Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
- 10 Byggingarmál – Umsækjandi (eigandi)
- 11 Byggingarmál – Hönnuður
Hér er valin umsókn eiganda (eigandi – einstaklingur/fyrirtæki). Þegar smellt er á hlekkinn opnast umsóknin á næstu síðu.
Allir reitir þurfa að vera fylltir út. Stjörnumerkta reiti er skylt að fylla út.
Upplýsingar um umsækjanda fyllast sjálfkrafa út en sé verið að sækja um fyrir þriðja aðila er hakað við í eftirfarandi reit, Já = verið er að sækja um fyrir þriðja aðila (fyrirtæki eða einstakling).
Þá hverfa upplýsingarnar um umsækjandann og hægt að setja inn nafn, kennitölu og aðrar upplýsingar um þriðja aðilann.
Séu umsækjendur fleiri er smellt á hnappinn Bæta við umsækjanda og upplýsingar settar inn um þann/þá aðila.
Næst er nafn hönnunarstjóra slegið inn. Athugið að ekki er hægt að slá inn nafn nema það sé á lista Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) yfir hönnunarstjóra.
Upplýsingar um húseign/lóð sem um er að ræða eru fylltar út í næsta lið. Athugið að heiti og númer lóðar verður að vera eins og á vef Þjóðskrár.
Þegar heiti og númer hefur verið rétt fyllt út fyllist sjálfkrafa í hina þrjá reitina.
Sé búið að velja byggingarstjóra eru eftirfarandi reitir fylltir út.
Byggingarstjóri fær tölvupóst þess efnis að hann hafi verið tilnefndur byggingarstjóri yfir þessu tiltekna verki og getur hann þá skráð sig inn í þjónustugáttina, samþykkt sig og tilnefnt iðnmeistara.
Hafi byggingarstjóri ekki verið valinn má bæta honum við síðar með því að fara aftur inn í þjónustugáttina og tilnefna hann.*
Í næsta skrefi er tegund byggingar, framkvæmdar og byggingarefnis valin út frá fellilista.
Setjið inn stutta lýsingu á framkvæmdinni:
Hægt er að gefa upp aðrar upplýsingar óski umsækjandi þess.
Mikilvægt er að senda inn þau gögn sem þurfa að fylgja s.s. samþykki meðeiganda o.fl.
Munið að haka við staðfestingu umsóknar.
Byggingarstjóri valinn á verk
Hafi byggingarstjóri ekki verið valinn þarf að skrá sig á þjónustugáttina með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Smella á flipann Umsóknir og velja umsókn eftir því hvort eigandi eða hönnuður hefur sótt um:
Umsækjandi – eigandi
- 10 Byggingarmál – Umsækjandi (eigandi)
- Smella á hlekkinn: Umsækjandi (eigandi – einstaklingur/fyrirtæki) – tilkynning um ráðningu hönnunarstjóra og/eða byggingarstjóra
Umsækjandi – hönnuður
- 11 Byggingarmál – Hönnuður
- Smella á hlekkinn: Hönnuður – tilnefnir byggingarstjóra á verk
Fara þarf inn á þjónustugátt Mosfellsbæjar og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Þegar búið er að skrá sig inn á að smella á flipann Umsóknir.
Smelltu á hlekkinn: 12 Byggingarmál – Byggingarstjóri
Veldu umsóknina: Byggingarstjóri – einstaklingur staðfestir sig og tilnefnir iðnmeistara á verk
Fylltu umsóknina út.
Athugið að undir Húseign/lóð þarf að velja rétt verk með því að smella á örina lengst til hægri og velja verkið úr fellilistanum.
Haka við: Ég staðfesti hér með að allar upplýsingar sem ég veiti vegna ofangreinds eru gefnar eftir bestu vitun.
Smella á hnappinn: Senda umsókn
Þá fer skjalið inn í skjalakerfi Mosfellsbæjar þar sem það er vistað á réttum stað. Við það uppfærist skráning byggingarstjórans í kerfum Mosfellsbæjar, HMS og hjá byggingarstjóranum.
Fara þarf inn á þjónustugátt Mosfellsbæjar og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Þegar búið er að skrá sig inn á að smella á flipann Umsóknir.
Smelltu á hlekkinn: 13 Byggingarmál – Iðnmeistari
Veldu umsóknina: Iðnmeistari – tilkynnir samþykki sitt fyrir ráðningu á verk
Fylltu umsóknina út.
Athugið að undir Húseign/lóð þarf að velja rétt verk með því að smella á örina lengst til hægri og velja verkið úr fellilistanum.
Haka við: Staðfesti að allar veittar upplýsingar eru réttar.
Smella á hnappinn: Senda umsókn
Þá fer skjalið inn í skjalakerfi Mosfellsbæjar þar sem það er vistað á réttum stað. Við það uppfærist skráning iðnmeistarans bæði í kerfum Mosfellsbæjar og hjá byggingarstjóra.
Gjaldskrár
1. gr.
Af öllum húseignum í Mosfellsbæ skal greiða árlega fráveitugjald samkvæmt gjaldskrá þessari, sem skal varið til þess að standa straum af kostnaði við fráveitu sveitarfélagsins, sbr. 23. gr. samþykktar um fráveitu í Mosfellsbæ, nr. 1014/2010.
2. gr.
Álagningarstofn fráveitugjalds skal vera mat fasteigna þ.e. samanlagt fasteignamat húsa og lóða, samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001. Fráveitugjald skal nema 0,089% af álagningarstofni.
Gjalddagar fráveitugjalds skulu vera þeir sömu og bæjarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts.
3. gr.
Fráveitugjald greiðist af skráðum eiganda fasteignar og ber hann ábyrgð á greiðslu gjaldsins.
Fráveitugjaldið má taka lögtaki og má gera lögtak í hinni skattskyldu eign án tillits til eigendaskipta. Nýtur fráveitugjaldið lögveðsréttar með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði, sbr. 16. gr. laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009 og 23. gr. samþykktar um fráveitu í Mosfellsbæ.
4. gr.
Við álagningu árlegs fráveitugjalds getur bæjarstjórn samþykkt að nýta heimild í 7. mgr. 15. gr. laga nr. 9/2009, um niðurfellingu eða lækkun til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega.
5. gr.
Í þeim tilvikum sem Mosfellsbær nýtir heimild samkvæmt 20. gr. samþykkta um fráveitu sveitarfélagsins til að innheimta stofngjald skal það nema kr. 265.766 fyrir hvern 6″ heimæðarstút.
Fyrir heimæðarstúta stærri en 6″ greiðast kr. 413.560 eða raunkostnaður veitunnar hverju sinni.
Í þeim tilvikum þar sem lengd heimæðar frá stofnæð að lóðarmörkum fer yfir 10 metra skal innheimta raunkostnað hverju sinni.
Óski húseigandi eftir færslu fráveituheimæðar að nýjum tengipunkti greiðir hann útlagðan kostnað veitunnar.
6. gr.
Gjaldskrá þessi var samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 840. fundi 6. desember 2023, með vísan til samþykktar um fráveitu í Mosfellsbæ nr. 1014/2010, sbr. og 15. gr. laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna og reglugerð um fráveitur sveitarfélaga nr. 982/2010, og öðlast gildi við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1707/2022.
Mosfellsbæ, 6. desember 2023.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.
Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir: | ||
---|---|---|
Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Parhús, tvíbýlishús | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Raðhús, keðjuhús | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Fjölbýlishús | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Verslunar-, þjónustuhúsnæði o.fl. | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Iðnaðarhúsnæði | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Hesthús | 15% | kr. 45.012 pr. m² |
Hús til landbúnaðarafnota | 7,50% | kr. 22.506 pr. m² |
Bílakjallarar | 3,75% | kr. 11.253 pr. m² |
Gróðurhús | 2% | kr. 6.002 pr. m² |
Færanlegar kennslustofur | 1% | kr. 3.001 pr. m² |
Gjaldskrá gildir frá 1. júlí 2024.
Framangreindar fjárhæðir taka breytingum tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhúss.
I. KAFLI
1. gr.
Hitaveita Mosfellsbæjar selur afnot af heitu vatni úr hitaveitukerfum þeim, sem gerð hafa verið eða verða gerð í Mosfellsbæ og til þeirra húsa, sem fá vatn frá aðfærsluæð, eftir þeim reglum sem settar eru í gjaldskrá þessari samanber reglugerð fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar.
2. gr.
Hitaveita Mosfellsbæjar lætur hverju húsi, sem er í sambandi við kerfi hennar, í té vatnsmagn er áætla má að nægi til hitunar á húsinu, enda séu ofnar hússins nægilega stórir að dómi veitunnar.
3. gr.
Vatnsmagn það, sem látið er í té samkvæmt 1. og 2. gr., er afhent notanda um rennslismæli sem hitaveitan leggur til og annast viðhald á. Mælir þessi skal innsiglaður og er húseiganda/notanda með öllu óheimilt að rjúfa innsigli mælisins.
II. KAFLI
4. gr.
1. Gjald fyrir afnot af heita vatninu er sem hér segir:
Heitt vatn um rennslismæli: | kr. | 2% skattur | Með 11% vsk. | Grunnur |
A. Fyrir hvern rúmmetra vatns. | 127,96 | 2,56 | 144,88 | kr./m3 |
2. Mælaleiga:
Auk þess greiðist fastagjald árlega háð afköstum rennslismælisins en óháð töxtum að öðru leyti.
Fastagjaldi er skipt í þrjá flokka: | kr./dag | 2% skattur | Með 11% vsk. | Grunnur |
A.15-20 mm. | 57,52 | 1,15 | 65,12 | kr./dag |
B. 25-50 mm. | 128,89 | 2,58 | 145,93 | kr./dag |
C. 65 mm. og stærri. | 241,12 | 4,82 | 272,99 | kr./dag |
3. Sérstakir notendur:
Sérstakir notendur greiða fyrir afnot af heita vatninu sem hér segir:
Notandi | kr./m3 | Athugasemdir | 2% skattur | Með 11% skatt | Grunnur |
A. Almenningssundlaugar. | 41,69 | Gildir fyrir almenningssundlaugar í eigu sveitarfélaga. Með taxtanum telst baðvatn og vatn til set- og vaðlauga. | 0,83 | 47,20 | kr./m3 |
B. Sundlaugar stofnana. | 71,71 | Til þessa flokks teljast sundlaugar sem reknar eru af stofnunum sem ekki eru í beinni eigu sveitarfélaga. Með taxtanum telst baðvatn og vatn til set- og vaðlauga. | 1,43 | 81,19 | kr./m3 |
C. Gróðurhús. | 56,12 | Taxtinn gildir fyrir gróðurhús sem framleiða garðyrkjuafurðir í atvinnuskyni. | 1,12 | 63,54 | kr./m3 |
D. Vatnsverð án flutningsgjalda. | 95,29 | 1,91 | 107,89 | kr./m3 | |
E. Upphitaðir íþróttavellir utandyra. | 109,98 | 2,20 | 124,52 | kr./m3 | |
F. Iðnaðarvatn í framleiðsluferla. | 90,61 | 1,81 | 102,59 | kr./m3 |
Taxtinn gildir fyrir þá aðila sem eiga heimæðar sínar og sjá um rekstur þeirra og viðhald á eigin kostnað. Mælir er þá staðsettur veitumegin við heimæðina. Mælagjaldinu er dreift jafnt niður á fjölda reikningstímabila eins og þau eru ákveðin hverju sinni.
4. Innheimtuviðvörun:
Ef til vanskila kemur bætist við gjald vegna innheimtuviðvörunar, 20 dögum eftir gjalddaga. Innheimtugjöld miðast við heimildir í reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar. Gjald vegna innheimtuviðvörunar er kr. 950 án vsk.
5. gr.
Fjöldi reikningstímabila, sem þó skulu eigi vera færri en fjögur á ári, og innheimtutilhögun hitaveitugjalda hverju sinni, sbr. 4. gr., skulu ákveðin af bæjarstjóra. Það teljast vanskil sé reikningur ekki greiddur á gjalddaga.
Hitaveita Mosfellsbæjar skal tilkynna notendum sínum með hæfilegum fyrirvara ef hún ákveður að breyta fjölda reikningstímabila hitaveitureikninga og skal jafnan miða við að breytingar á gjaldskrá taki gildi við upphaf hvers reikningstímabils til að auðvelda notendum úrlestur hitaveitureikninga og hitaveitunni álagningu þeirra.
III. KAFLI
6. gr.
Almennt verð heimæða gildir á nýbyggingarsvæðum þar sem inntaksrými er samkvæmt skilmálum. Verðir gildir ekki þar sem gengið hefur verið varanlega frá yfirborði og fullnægjandi veitulagnir ekki komnar að lóðamörkum, en þar greiðir umsækjandi til samræmis við kostnaðaráætlun. Geri húseigandi eða lóðarhafi breytingar á skipulagi fasteignar frá útgefnu skipulagi sveitarfélagsins, ber hann að auki allan kostnað við færslu eða breytingar veitulagna og inntaksbúnaðar á inntaksstað.
Heimæðagjald Hitaveitu Mosfellsbæjar skal vera sem hér segir, fyrir eina heimæð:
Sverleiki pípu | Upphæð án vsk. kr. | Með 11% skatt | Með 24% vsk | Grunnur |
Stærð DN20 (25mm PEX) | 206.606 | 229.333 | 256.191 | kr./stk. |
Stærð DN25 (32mm PEX) | 393.136 | 436.381 | 487.489 | kr./stk. |
Stærð DN32 (40mm PEX) | 590.385 | 655.327 | 732.077 | kr./stk. |
Stærð DN40 (50mm PEX) | 1.207.522 | 1.340.349 | 1.497.327 | kr./stk. |
Stærð DN50 (63mm PEX) | 1.957.273 | 2.172.573 | 2.427.019 | kr./stk. |
Stærð DN65 (75mm PEX) | 3.912.420 | 4.342.786 | 4.851.401 | kr./stk. |
Stærð DN80 (90mm PEX) | 7.819.332 | 8.679.459 | 9.695.972 | kr./stk. |
Stærð heimæðar er ákvörðuð af Hitaveitu Mosfellsbæjar í samræmi við ósk kaupenda um vatnsmagn í umsókn. Þar sem lengd heimæðar er minni en 20 metrar gildir ofangreind verðskrá. Fyrir hvern metra umfram 20 metra er heimilt að innheimta 2% af heimæðagjöldum. Óski húseigandi eftir færslu heimæða að nýjum tengipunkti greiðir hann heimæðagjöld að nýju.
Gjald vegna tengingar vinnuvatns er kr. 126.721 án vsk.
Heimæðagjald skal greiðast áður en heimæð tengist hitakerfi hússins, samkvæmt gildandi gjaldskrá.
Nú eru fleiri en eitt hitunarkerfi í húsinu með sérstökum hemlum eða mælum frá hitaveitunni og skal þá greiða kr. 58.027 aukalega fyrir hvern mæli/hemil.
Virðisaukaskattur bætist við öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari og tekur mið af gildandi reglum um virðisaukaskatt á hverjum tíma.
7. gr.
Nú eru leyfð afnot af hitaveitunni til annars en húshitunar, og er þá bæjarráði heimilt að ákveða gjald fyrir þau afnot sérstaklega í hverju tilviki með hliðsjón af gjaldskrá þessari.
8. gr.
Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má taka lögtaki á kostnað gjaldanda.
9. gr.
Hitaveitan hefur rétt til að loka aðrennsli heita vatnsins að húsi eða íbúð húseiganda, sem vanrækir að greiða hitaveitugjöld. Til slíkra aðgerða má þó fyrst grípa eftir eindaga og að undangenginni skriflegri viðvörun, sem sendist kaupanda með eigi skemmri en þriggja daga fyrirvara. Allan kostnað við lokun og opnun á ný greiðir sá, sem í vanskilum er, kr. 24.829 í hvert skipti sem opnað er.
10. gr.
Eftirlitsmanni Hitaveitu Mosfellsbæjar skal, hvenær sem er, frjáls aðgangur að öllum hitakerfum, sem tengd eru við hitaveituna. Er húseiganda skylt að hlíta tafarlaust fyrirmælum hans um viðgerðir á bilunum og sérhverjum ráðstöfunum til varnar gegn misnotkun á heita vatninu.
11. gr.
Gjaldskrá þessi, sem samþykkt er af bæjarstjórn Mosfellsbæjar, staðfestist hér með samkvæmt orkulögum nr. 58/1967, til að öðlast gildi 1. janúar 2024. Jafnframt er úr gildi felld gjaldskrá sama efnis nr. 70/2023.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 20. desember 2023.
F. h. r.
Ólafur Darri Andrason.
Hreinn Hrafnkelsson.
B-deild – Útgáfudagur: 29. desember 2023
1. gr.
Af öllum húseignum í Mosfellsbæ sem staðsettar eru á deiliskipulögðum íbúðarsvæðum og á lögbýlum þar sem fráveituvatn húseigna er leitt í rotþrær skal greiða árlegt rotþróargjald samkvæmt gjaldskrá þessari, sem skal varið til þess að standa straum af kostnaði við hreinsun og tæmingu rotþróa í sveitarfélaginu, sbr. 18. gr. samþykktar um fráveitu í Mosfellsbæ, nr.1014/2010.
2. gr.
Fyrir tæmingu hverrar rotþróar, skal greiða árlega kr. 54.567. Sé ekkert mannvirki á lóð, greiðist ekki rotþróargjald. Gjalddagar rotþróargjalds skulu vera þeir sömu og bæjarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu hans.
Óski húseigandi eftir því að rotþró sé tæmd til viðbótar við reglubundna tæmingu, skal hann greiða fyrir slíka tæmingu samkvæmt reikningi losunaraðila.
3. gr.
Rotþróargjald greiðist af skráðum eiganda fasteignar og ber hann ábyrgð á greiðslu gjaldsins. Rotþróargjaldið má taka lögtaki í hinni skattskyldu eign án tillits til eigendaskipta. Nýtur rotþróargjaldið lögveðsréttar með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði, sbr. 23. gr. í samþykkt um fráveitu Mosfellsbæjar.
4. gr.
Við álagningu árlegs rotþróargjalds getur bæjarstjórn samþykkt að nýta heimild í 7. mgr. 15. gr. laga nr. 9/2009, um niðurfellingu eða lækkun til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega.
5. gr.
Gjaldskrá þessi sem samþykkt var af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 840. fundi 6. desember 2023 með vísan til samþykktar um fráveitu í Mosfellsbæ nr. 1014/2010, staðfestist hér með skv. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar. Gjaldskráin öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá um sama efni nr. 1706/2022.
Mosfellsbæ, 6. desember 2023.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.
1. gr.
Fyrir útgáfu leyfa, úttektir, vottorð, skjalagerð, yfirlestur gagna, auglýsingar, kynningar og aðra umsýslu og þjónustu sem Mosfellsbær veitir vegna byggingar- og framkvæmdaleyfisskyldra framkvæmda, deiliskipulags og breytinga á skipulagsáætlunum, innheimtir Mosfellsbær í umboði bæjar- stjórnar gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari.
2. gr.
Fyrir neðangreindar úttektir og með tilvísun til 51. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 skal innheimta gjöld sem hér segir:
A) Úttekt vegna byggingarstjóraskipta, sbr. 30. gr. 26.900
B) Áfangaúttekt, sbr. 34. gr. 14.400
C) Lokaúttekt, sbr. 36. gr.
C1) 5 íbúðir eða færri og atvinnuhús undir 2.000 m² 26.900
C2) 6-19 íbúðir og atvinnuhús 2.000 – 10.000 m² 40.200
C3) Fleiri en 20 íbúðir og atvinnuhús stærra en 10.000 m² 53.600
D) Stöðuúttekt, öryggisúttekt, sbr. 35. gr. 29.300
E) Byggingarleyfi / byggingarheimild, sbr. 13. gr., afgreiðslugjald 15.200
F) Byggingarleyfi / byggingarheimild, sbr. 13. gr., gjald/m³ í húsi 146
G) Stöðuleyfi fyrir gáma og aðra lausamuni skv. gr. 2.6.1. 112/2012 til eins árs 74.100
H) Tilkynningarskyldar framkvæmdir, yfirferð og afgreiðslugjald 26.900
3. gr.
Byggingarfulltrúi áætlar fjölda stöðuúttekta skv. D-lið 2. gr. áður en byggingarleyfi er gefið út.
4. gr.
Fyrir yfirferð aðal-, sér-, og byggingaruppdrátta auk greinargerða skal innheimta gjöld sem hér segir, sbr. 51. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010:
A) Vegna einbýlishúsa:
A1) aðaluppdrættir 79.200
A2) séruppdrættir 79.200
B) Vegna par- og raðhúsa, pr. íbúð:
B1) aðaluppdrættir 45.900
B2) séruppdrættir 45.900
C) Vegna fjölbýlishúsa:
C1) aðaluppdrættir fyrir fyrstu 5 íbúðirnar, pr. íbúð 21.300
C2) séruppdrættir fyrir fyrstu 5 íbúðirnar, pr. íbúð 21.300
C3) aðaluppdrættir fyrir 6. – 19. íbúð, pr. íbúð 9.200
C4) séruppdrættir fyrir 6. – 19. íbúð, pr. íbúð 9.200
C5) aðaluppdrættir fyrir 20 og fleiri, pr. íbúð 5.400
C6) séruppdrættir fyrir 20 og fleiri, pr. íbúð 5.400
D) Vegna annars húsnæðis eftir stærð, þ.m.t. atvinnu- og gripahús:
D1) aðaluppdrættir fyrir húsnæði allt að 2.000 m² brúttó 146.700
D2) séruppdrættir fyrir húsnæði allt að 2.000 m² brúttó 146.700
D3) aðaluppdrættir fyrir húsnæði milli 2.000 – 10.000 m² brúttó 160.700
D4) séruppdrættir fyrir húsnæði milli 2.000 – 10.000 m² brúttó 160.700
D5) aðaluppdrættir fyrir húsnæði stærra en 10.000 m² brúttó 202.700
D6) séruppdrættir fyrir húsnæði stærra en 10.000 m² brúttó 202.700
E) Minni byggingar, s.s. viðbygging, bílgeymsla, anddyri, sólstofa. o.fl.,
aðal-/séruppdrættir 34.900
F) Breyting á innra skipulagi atvinnuhúsnæðis, aðal-/séruppdrættir 54.900
G) Breyting á innra skipulagi íbúðarhúsnæðis, útlitsbreyting, svalaskýli, lóð o.fl., aðal-/séruppdrættir 21.200
H) Aðkeypt skoðun og yfirferð á uppdráttum og greinargerðum skv. samningi/ reikningi
5. gr.
Fyrir neðangreind vottorð, skjalagerð og yfirlestur ýmiss konar skal innheimta gjöld sem hér segir, sbr. 51. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010:
A) Lokaúttektarvottorð, sbr. 36. gr. 17.000
B) Fokheldisvottorð, sbr. 55. gr. 17.000
C) Stöðuvottorð, sbr. 55. gr. 17.000
D) Stofnskjalagerð, nýskráning, hver lóð í dreifbýli 49.000
E) Stofnskjalagerð, nýskráning, hver lóð í þéttbýli 28.100
F) Yfirlestur eignaskiptayfirlýsinga, stór 24.800
G) Yfirlestur eignaskiptayfirlýsinga, lítil 28.100
H) Samrunaskjalagerð (hver lóð) 37.400
I) Útsetning húss og lóðar, með tékkmælingu 148.800
J) Útsetning húss og lóðar, einföld útsetning 89.800
K) Nafnabreyting, lands eða lóðar 24.800
L) Skjalagerð/lóðaleigusamningar (hver lóð) 28.100
M) Stofnun lóðar í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands skv. gjaldskrá HMS.
N) Aðkeypt vinna við gerð og breytingar, s.s. lóða- og hæðarblöð skv. samningi/
reikningi
O) Skráning viðbótar fasteignanúmers eða fjölgun á íbúðum, skv. samningi og samþykkt bæjarráðs Mosfellsbæjar.
6. gr.
Fyrir hverja skoðun/skoðunarskýrslu byggingafulltrúa á þegar byggðum íbúðum skal innheimta skoðunargjald sem hér segir:
A) Skoðunargjald pr. íbúð í fjöleignarhúsi 27.300
B) Skoðunargjald fyrir einbýlis-, par- og raðhús. 40.300
7. gr.
Vegna grenndarkynninga skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, framkvæmdaleyfa skv. 13. og 14. gr. og vegna deiliskipulags og breytinga á skipulagsáætlunum, sbr. 2. mgr. 20. gr. og 2. mgr. 38. gr. sömu laga, skal innheimta gjöld sem hér segir:
Skipulagsnefnd innheimtir einnig afgreiðslu- og fyrirspurnargjald vegna fyrirtöku nýrra eða endurupptöku mála:
Afgreiðslu- og fyrirspurnargjald skipulagsnefndar 17.000
A) Grenndarkynning:
A1) Sbr. 44. gr. á kynningu leyfisumsóknar 55.000
B) Fyrir afhendingu grunn- og landupplýsinga fyrir skipulagsvinnu 17.000
C) Vegna breytingar á aðalskipulagi, sbr. 2. mgr. 20. gr. og 36. gr.:
C1)Gerð tillögu að breytingu skv. samningi/
reikningi
C2) Umsýslu- og auglýsingakostnaður 1. mgr. 36. gr. 199.100
C3) Umsýslu- og auglýsingakostnaður 2. mgr. 36. gr. 117.100
D) Vegna deiliskipulags, sbr. 40. gr. og 43. gr.:
D1) Umsýsla og kynning skipulagslýsingar 91.900
D2) Gerð deiliskipulagstillögu eða breytingu skv. samningi/reikningi
D3) Gerð tillögu að einföldum breytingum 144.400
D4) Umsýslu- og kynningarkostnaður v. nýs deiliskipulags 199.100
D5) Umsýslu- og auglýsingakostnaður v. breytinga
skv. 1. mgr. 43. gr. 153.100
D6) Umsýslu og kynningarkostnaður v. breytinga
skv. 2. mgr. 43. gr. 92.000
D7) Fyrir afgreiðslu tillögu. sbr. 3. mgr. 44. gr. og 3. mgr. 43. gr. 33.000
E) Vegna framkvæmdaleyfa:
E1) Leyfisgjald vegna framkvæmdaleyfis skv. 14. gr. 147.300
E2) Leyfisgjald vegna annarra framkvæmdaleyfa 92.000
E3) Eftirlit umfram eina ferð sem er innifalin í E1 og E2; pr. ferð 33.000
8. gr.
Vegna beiðni um yfirborðs- og umhverfisbreytinga þar sem vikið er frá auglýstu deiliskipulagi, skal kostnaðarþátttaka umsækjanda samsvara framkvæmdakostnaði sem hér segir:
A) Sögun malbik / steypa (fyrir hvern metra) 2.900
B) Endurnýjun steyptrar stéttar 10 cm (fyrir hvern fermetra) 12.900
C) Steypt stétt fjarlægð og endursteypt 15 cm (fyrir hvern fermetra) 21.400
D) Malbikun götu (fyrir hvern fermetra) 12.900
E) Kantur endursteyptur (fyrir hvern metra) 11.500
F) Færsla á ljósastaur (fyrir hvern staur) 249.600
G) Færsla á rafmagnskassa (fyrir hvern kassa) 470.400
Innheimt verður sérstaklega samkvæmt reikningi hverju sinni fyrir kostnað vegna hönnunar gatna, gerð mæli-, lóðar- og hæðarblaða auk aðkeyptrar vinnu og efniskostnaðar við breytingu á lögnum og götusniði.
9. gr.
Tímagjald starfsmanns á umhverfissviði vegna annarra/frekari verka 17.000
10. gr.
Mosfellsbær mun annast innheimtu allra gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari skv. 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11. gr.
Gjalddagi gjalda skv. 2., 4. og 5. gr. er áður en byggingarleyfi er útgefið sbr. ákvæði 53. gr. laga um mannvirki.
Gjalddagi gjalda skv. 7. gr. er sem hér segir:
A) Skv. lið A: Fyrir kynningu.
B) Skv. lið B: Eftir afhendingu gagna.
C) Skv. lið C: Við samþykktir og afgreiðslur.
D) Skv. lið D: Við samþykktir og afgreiðslur.
E) Skv. lið E: Við útgáfu leyfis.
12. gr.
Gjöld vegna áfangaúttekta skal endurgreiða komi ekki til verkframkvæmda á gildistíma byggingarleyfis.
13. gr.
Virðisaukaskattur leggst ekki á gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari.
14. gr.
Gjöld innheimt samkvæmt gjaldskrá þessari skulu renna til greiðslu sannanlegs kostnaðar við einstaka verkþætti gjaldskrárinnar.
15. gr.
Gjaldskrá þessi, sem öðlast þegar gildi, er samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 840. fundi 6. desember 2023 með heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 51. gr. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1704/2022.
Mosfellsbæ, 6. desember 2023.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.
Gjaldflokkur nr. | Tegund íláta | Gjald kr./ílát |
---|---|---|
Gjald fyrir blandaðan úrgang – hirðutíðni á 14 daga fresti | ||
1B | 240 l. tunna | 54.477 |
1D | 360 l. tunna | 81.716 |
1E | 660 l. kar | 149.812 |
1F | 2.500 l. djúpgámur | 453.976 |
1G | 4.000 l. djúpgámur | 907.952 |
1H | 5.000 l. djúpgámur | 1.134.940 |
Gjald fyrir matarleifar (lífúrgang) - hirðutíðni á 14 daga fresti | ||
2A | 140 l. tunna | 17.217 |
2F | 2.500 l. djúpgámur | 245.953 |
Gjald fyrir tvískipta tunnu blandaðs úrgangs og matarleifa - hirðutíðni á 14 daga fresti | ||
3C | 240 l. tvískipt tunna | 44.492 |
Gjald fyrir pappír/pappa - hirðutíðni á 21 dags fresti | ||
4B | 240 l. tunna | 6.692 |
4D | 360 l. tunna | 10.039 |
4E | 660 l. kar | 18.404 |
4F | 2.500 l. djúpgámur | 55.770 |
4G | 4.000 l. djúpgámur | 111.540 |
4H | 5.000 l. djúpgámur | 139.425 |
Gjald fyrir plastumbúðir - hirðutíðni á 21 dags fresti | ||
5B | 240 l. tunna | 6.986 |
5D | 360 l. tunna | 10.480 |
5E | 660 l. kar | 19.213 |
5F | 2.500 l. djúpgámur | 58.220 |
5G | 4.000 l. djúpgámur | 116.440 |
5H | 5.000 l. djúpgámur | 145.550 |
Gjald fyrir tvískipta tunnu pappír/pappa og plastumbúðir* - hirðutíðni á 21 dags fresti | ||
6C | 240 l. tvískipt tunna | 6.810 |
*Ath. aðeins í boði fyrir fámenn sérbýli (1-2 íbúa) | ||
Gjald vegna reksturs grenndar- og endurvinnslustöðva | ||
Gjaldflokkur þjónustu | Tegund þjónustu | Fast gjald kr. á íbúð |
7 | Rekstur grenndar- og endurvinnslustöðva | 22.729 |
Aðrir gjaldaliðir: Umsýslugjald við breytta samsetningu íláta | ||
Gjaldflokkur þjónustu | Tegund þjónustu | Gjald kr./skipti |
8 | Við breytingar á samsetningu íláta vegna sorphirðu | 3.300 |
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun heimilisúrgangs í Mosfellsbæ.
1. gr.
Innheimt er gjald fyrir meðhöndlun úrgangs frá heimilum í Mosfellsbæ eins og nánar er kveðið á um í gjaldskrá þessari.
2. gr.
Gjöldin samanstanda af breytilegum og föstum kostnaði vegna hirðu og losunar sveitarfélagsins og er ætlað að standa undir öllum kostnaði tengdum meðhöndlun heimilisúrgangs.
Breytilegt gjald, byggt á lítrafjölda hvers íláts, er ætlað að standa undir kostnaði við hirðu, förgun og annan kostnað í tengslum við sorphirðuna.
Fast gjald er gjald vegna reksturs grenndar- og endurvinnslustöðva sem er ætlað að standa undir kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins í rekstri grenndar- og endurvinnslustöðva SORPU bs.
3. gr.
Sjá töflu.
4. gr.
Aukalosun er á ábyrgð heimilanna. Íbúum er bent á að leita til þjónustuaðila ef óskað er eftir losun á milli sorphirðudaga.
5. gr.
Í fjöleignarhúsum, með sameiginleg ílát fyrir úrgang, er gjöldum vegna meðhöndlunar heimilisúrgangs skipt eftir hlutfallstölum, þ.e. sá eignarhluti sem viðkomandi íbúðareigandi á í heildar húseigninni, sbr. lög um fjöleignarhús.
6. gr.
Gjöld skv. 3. gr. eru innheimt samhliða fasteignagjöldum. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga auk áfallins innheimtukostnaðar. Sorphirðugjald skal tryggt með lögveði í viðkomandi fasteign í tvö ár frá gjalddaga. Sveitarfélagið annast innheimtu gjalda samkvæmt þessari gjaldskrá.
7. gr.
Gjaldskrá þessi er samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 840. fundi, 6. desember 2023, með heimild í 5. mgr. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og 2. mgr. 23. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, og öðlast gildi við birtingu. Um leið fellur úr gildi gjaldskrá um sama efni nr. 1705/2022.
Mosfellsbæ, 6. desember 2023.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.
1. gr. Vatnsgjald.
Af öllum fasteignum í Mosfellsbæ sem tengdar eru Vatnsveitu Mosfellsbæjar, skal greiða vatnsgjald árlega til Mosfellsbæjar, nema sérstaklega sé um annað samið.
Almennt vatnsgjald skal vera 0,065% af fasteignamati mannvirkja og lóða. Gjalddagar almenns vatnsgjalds eru þeir sömu og bæjarstjórn ákveður hverju sinni vegna álagðra fasteignagjalda í sveitarfélaginu.
2. gr. Heimæðagjöld.
Verð í töflu hér að neðan miðast við að umsækjandi hafi lagt ídráttarrör á frostfríu dýpi frá tengistað vatnsveitu við lóðarmörk að inntaksstað í húsi sem Veitur í Mosfellsbæ hafa samþykkt. Óski umsækjandi eftir því að Vatnsveita Mosfellsbæjar sjái um jarðvinnu vegna heimlagna, bætist sá kostnaður við tengigjald vatnsveitunnar.
Gjald vegna heimæða skal vera sem hér segir.
Stærð heimæðar
- 32 mm – 237.770 kr. án vsk.
- 40 mm – 316.709 kr. án vsk.
- 50 mm – 455.734 kr. án vsk.
- 63 mm – 871.853 kr. án vsk.
- 75 mm – 1.247.342 kr. án vsk.
- 90 mm – 1.549.952 kr. án vsk.
- 110 mm – 1.725.992 kr. án vsk.
- 140 mm – 1.935.742 kr. án vsk.
- 180 mm – 2.323.975 kr. án vsk.
Stærð heimæðar er ákvörðuð af Vatnsveitu Mosfellsbæjar í samræmi við ósk kaupenda um vatnsmagn í umsókn. Þar sem lengd heimæðar er styttri en 20 metrar gildir ofangreind verðskrá. Fyrir hvern metra umfram 20 metra er heimilt að innheimta 1% lengdargjald af heimæðagjöldum viðkomandi málstærðar.
Ein tengigrind er innifalin í hverju tengigjaldi, fyrir hverja aukatengigrind greiðist 10% af tengigjaldi viðkomandi málstærðar. Heimæðar stærri en 110 mm (4“) eru gjaldfærðar til samræmis við raunkostnað. Við mat á umsóknum er tekið mið af flutningsgetu aðliggjandi götu- eða stofnæðar.
Óski húseigandi eftir færslu heimæða að nýjum tengipunkti greiðir hann heimæðagjöld að nýju til samræmis við málstærð heimæðar.
Skýringar:
Almennt verð heimæða gildir í þéttbýli á nýbyggingarsvæðum. Verðið gildir ekki þar sem búið er að ganga varanlega frá yfirborði og fullnægjandi veitulagnir ekki komnar að lóðarmörkum. Reiknist áætlaður heildarkostnaður við heimæðina meira en 50% hærri en verðskrá segir til um þá greiðir umsækjandi til viðbótar allan kostnað sem verður umfram þessi 50%. Viðbótarkostnaður samkvæmt þessari reiknireglu er ekki innheimtur samhliða innheimtu yfirlengdargjalda. Geri húseigandi breytingu á skipulagi húss frá útgefnu skipulagi sveitafélagsins t.d. með því að færa til bílskúr eða annan inntaksstað ber hann til viðbótar allan kostnað við færslu eða breytingu lagna.
Álag vegna vatnsúðaheimæða er kr. 4.614.511 fyrir hverja heimæðarlögn.
Gjald vegna tengingar vinnuvatns er kr. 130.029 án vsk.
Skýringar:
Vinnuvatn er aðgangur að vatni til byggingaframkvæmda og/eða skammtímanotkunar og upp- færist skv. byggingarvísitölu. Gjaldskrárverð gildir þegar tengt er við heimæðarenda sem kominn er inn fyrir lóðarmörk. Vinnuvatnstenging er aflögð um leið og heimæð er tengd inn í hús samkvæmt umsókn, en þá er ekki greitt sérstaklega fyrir aftengingu. Við aðrar aðstæður og fyrir stærri tengingu en 50 mm er tenging gjaldfærð til samræmis við raunkostnað.
3. gr. Mælagjöld.
Gjald vegna rennslismæla skal vera sem hér segir / verð án vsk.
Stærð mælis
- 15 mm – 43,19 kr./dag án vsk.
- 20 mm – 47,47 kr./dag án vsk.
- 25 mm – 61,32 kr./dag án vsk.
- 32 mm – 67,75 kr./dag án vsk.
- 40 mm – 86,06 kr./dag án vsk.
- 50 mm – 101,06 kr./dag án vsk.
- 80 mm – 272,23 kr./dag án vsk.
- 100 mm – 277,82 kr./dag án vsk.
4. gr. Graftrargjöld.
Gjald er lagt á vegna ídráttarröra, fleygunar og sprenginga.
Vanti ídráttarrör eða ídráttarrör reynist ónothæf, greiðist kr. 11.375 án vsk. pr. lengdarmetra í heimlagnaskurði.
Reynist nauðsynlegt að fleyga eða sprengja klöpp eða ef frost er í jörðu bætist eftirfarandi kostnaður við skurðgröft, sbr. 1. mgr., sem innheimtist eftir á.
- klaki/klöpp – dýpt cm < 30 – 4.283 kr./lengdarmetra/án vsk.
- klaki/klöpp – dýpt cm > 30 – 8.648 kr./lengdarmetra/án vsk.
Vatnsveitan gefur upp innmælingu og/eða staðsetur heimæðarenda við lóðarmörk.
5. gr. Notkunargjald.
Notkunargjald er kr. 55,07 pr. m³ án vsk.
Skýringar:
Þar sem vatn frá vatnsveitu er notað til atvinnustarfsemi eða annars en venjulegra heimilisþarfa er auk vatnsgjalds innheimt notkunargjald skv. 7. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004. Heimilt er að innheimta notkunargjald samkvæmt áætlun ef ekki er unnt að koma við mælingu.
6. gr. Ábyrgð á greiðslu gjalda.
Vatnsgjald og heimæðargjald greiðist af hús- og íbúðareiganda og lóðarréttarhafa og bera þessir aðilar ábyrgð á greiðslu gjaldsins. Gjöldin eru tryggð með lögveðsrétti í fasteigninni næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði. Notkunargjald, ásamt áföllnum kostnaði og vöxtum má taka fjárnámi.
7. gr. Gildistaka.
Gjaldskrá þessi sem samþykkt var af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 840. fundi 6. desember 2023 er sett með stoð í 10. gr. laga nr. 32/2004 um vatnsveitur og 11. gr. reglugerðar nr. 401/2005 um vatnsveitur sveitarfélaga og öðlast gildi við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1703/2022.
Mosfellsbæ, 6. desember 2023.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.