Sunnukriki 1
270 Mosfellsbæ
Kría/Lundi 578-3412 / 578-3411
Fjallafinka 578-3419
Ugla 578-3413
Spói 578-3414
Um leikskólann
Opnunartími: 07:30 – 16:30
Krikaskóli tók til starfa í júní 2008. Skólinn er samþættur leik-og grunnskóli fyrir börn á aldrinum 2ja til 9 ára. Í Krikaskóla eru 8 árgangar og hver árgangur hefur heimasvæði sem kallast hreiður og bera nöfn íslenskra fugla. Hreiður 2-5 ára barnanna eru: Kría, Lundi, Fjallafinka, Ugla og Spói.
Árgangarnir leika og læra mikið saman innbyrðis og einnig þvert á árganga. Þannig eru 2ja og 3ja ára börnin saman í leik hluta dagsins. Árgangar 4 og 5 ára barna leika saman í upphafi og lok dags. Auk þess velja þau saman önnur leiksvæði í húsinu einu sinni í viku.
Í skólastarfinu er unnið að því að börnin kynnist:
- kostum, sérstöðu, séreinkennum og heimamenningu Mosfellsbæjar
- lífi og stöfum fólks í heimabyggð
- sögu og náttúru í heimahögum
- atvinnu- og lífsháttum íbúanna
- menningu og menningarverðmætum í heimabyggð og fái að upplifa listviðburði og heimsækja söfn
Unnið er að því að börnin verði læs á umhverfi sitt og samfélag og séu virkir þátttakendur bæði í skólasamféaginu og því samfélagi sem þeir búa í. Stuðlað er að samstarfi við þjónustu- og menningarstofnanir í bæjarfélaginu. Því eru heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir kærkomið tækifæri til að skoða, rannsaka, upplifa og vinna úr upplýsingum. Börnin kynnist og fái að upplifa menningu og listir, má þar nefna tónlist, myndlist, leiklist og bókmenntir. Skapaðar verða aðstæður fyrir börn til að leggja sitt að mörkum til mótunar samfélagsins með þátttöku s.s. í mannúðarverkefnum og þátttöku í umhverfisverkefnum. Stefnt verður að því að leggja rækt við og skapa tengsl við íbúa skólahverfisins og félagasamtök. Gert er ráð fyrir að aðilar úr grenndarsamfélaginu nýti sér húsnæði og aðstöðu skólans og auðgi þannig skólasamfélagið.
Krikaskóli stefnir að samstarfi við aðra skóla í byggðarlaginu þar sem reynsla, þekking og aðstæður í hverjum skóla getur nýst við uppbyggingu og þróun skólastarfs.
Í Krikaskóla eru lýðræðislegir náms- og kennsluhættir bæði markmið og leið í senn. Lýðræðisleg gildi skólans eru þau sömu og Mosfellsbæjar; Ábyrgð, Framsækni, Virðing og Umhyggja.
Skólinn starfar samkvæmt aðalnámskrám leik- og grunnskóla enda er Krikaskóli samþættur skóli. Sköpun er einn af grunnþáttum menntunar og iðkuð á ýmsan hátt í skólastarfinu, auk þess er sótt í þá tónlist, myndlist, leiklist og bókmenntir sem bjóðast og eða tengjast heimabyggð. Læsi í sem fjölbreyttustum skilningi orðsins er lykilatriði í þeirri nálgun. Sjálfbærni er iðkuð með umhverfismennt og börnin læra um samfélagið í samfélaginu. Heilbrigði og velferð er samofin þáttur í skólastarfinu í heilsueflandi bæ. Lýðræði og mannréttindi eru raunveruleg viðfangsefni þar sem gildin; virðing, ábyrgð, umhyggja og framsækni eru áttavitar í allri nálgun. Jafnrétti er í senn markmið og leið í menntun barnanna.
Stjórnendur
Deildarstjóri 5 ára barna
Beata Kania
beata.kania@mosmennt.is
Deildarstjóri 4 ára barna
Kristín Eyjólfsdóttir
kristin.eyjolfsdottir@mosmennt.is
Milana Katchalina
milana.katchalina@mosmennt.is
Deildarstjóri 3 ára
Þóra Ólafsdóttir
thora.olafsdottir@mosmennt.is
Inga Rut Ólafsdóttir
inga.rut.olafsdottir@mosmennt.is
Tengiliður farsældar barna í Krikaskóla.
Leikskóladagatal
Starfsáætlun
Gagnlegar upplýsingar
Á Lunda og Kríu eru yngstu börnin í Krikaskóla, þau eru 2ja ára á árinu. Þau hafa tvö hreiður en starfa sem ein heild.
Við nám og í leik yngstu barnanna er tekið mið af því að börnin eru á mismunandi stað í sínu þroskaferli og er þeim því mætt þar sem þau eru hverju sinni. Þegar barn byrjar í leikskóla tveggja ára er það fyrstu skref þeirra og fjölskyldunnar í skólakerfinu og um leið oft grunnur að farsælli skólagöngu.
Fyrstu skrefin snúast um að njóta þess að vera í leik og hópi jafnaldra, taka þátt í litlum og stórum verkefnum eftir þroska og áhuga. Fá tækifæri til að uppgötva og rannsaka. Í dagskipulaginu er gefin tími til alls þessa með öryggi, vellíðan og gleði að leiðarljósi.
Á Fjallafinku eru börn sem verða þriggja ára á árinu.
Áherslur grunnþátta menntunar í þessum árgangi eru sett fram í eftirfarandi markmiðum:
- að þörfum barna, andlega, líkamlega og félagslega þætti sé sinnt
- þau læri og búi við umhyggju, jákvæð samskipti, hrós og hvatningu
- læri borðsiði og samskipti
temji sér hreinlæti og efli hæfni sína til sjálfshjálpar - fái og njóti útiveru og hreyfingar, í skipulögðum og frjálsum stundum
- myndi jákvæð og gefandi félagsleg tengsl við önnur börn og fullorðna í skólanum
- læri og fái að njóta hvíldar/slökunar og nái tilfinningalegu jafnvægi
[vantar texta]
Börnin á Spóa leika með fjögurra ára börnunum sem eru á Uglu í upphafi dagsins og í sameiginlegu vali á miðvikudögum og föstudögum.
Í list- og verkgreinasmiðjum taka 5 ára börnin þátt í öllu list- og verknámi eins og það er sett upp fyrir yngstu árganga grunnskólans og njóta þar leiðsagnar íþrótta-, myndlista- og tónlistarkennara skólans.
Að hausti er haldinn náms- og kynningarfundur með foreldrum hvers árgangs. Kennarar kynna áætlanir sem liggja frammi um starfsemi skólans. Þeir kynna foreldrum bekkjarnámskrá, námsmatsáætlun og annað skipulag á skólastarfi. Foreldrum gefst færi á að ræða og koma með tillögur er varðar starfið. Á þessum fundi kjósa foreldrar fulltrúa til setu í foreldrafélaginu.
Tvisvar á ári eru foreldrar boðaðir í viðtal við kennara barnsins. Kennarar veita upplýsingar um hagi og stöðu barnsins í skólanum auk ýmissa hagnýtra upplýsinga. Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn upplýsi skólann sem best um barnið og greini frá þeim þáttum sem geta haft áhrif á líðan þess í daglegu starfi. Um persónuupplýsingar ríkir þagnaskylda.
Hvatt er til þess að foreldrar komi með virkum hætti að skólastarfinu með markvissum heimsóknum, þátttöku í starfi með börnunum, foreldrafélags og foreldraráðs.
Leikskólakennari á að vera leiðandi í mótun uppeldis- og menntastarfsins, fylgjast með nýjungum og miðla þekkingu. Hann á að vera góð fyrirmynd í starfi með börnum og leitast við að styrkja faglegt hlutverk leikskólans. Litið er á leikskólakennara sem leiðandi samverkamann barna, foreldra og annars starfsfólks leikskóla. Honum ber að sjá til þess að hvert barn sé virt að verðleikum og að námsumhverfið sé skipulagt á þann veg að börn fái notið bernsku sinnar.
Jákvæður agi (e. Positive discipline) er uppeldisstefna sem er náskyld Uppbyggingarstefnunni sem margir skólar hér á landi hafa stuðst við. Þessar stefnur eiga það sameiginlegt að vera þróaðar út frá svokallaðri „sjálfsstjórnarkenningu“, sem felur það í sér að horft er á orsakir hegðunar og það gildismat sem býr að baki þegar leitast er við að ná fram leiðréttingu, frekar en að nýta leiðir atferlismótunar.
Hugmyndafræðin „jákvæður agi“ gengur út á það að móta skólabrag sem einkennist af umhyggju og byggist á gagnkvæmri virðingu, reisn, vinsemd og festu. Við leitumst við að fá nemendur til að tileinka sér ákveðin viðhorf og hæfni og nýtum bekkjarfundi til kennslu og þjálfunar, en reglulegir bekkjarfundir eru einmitt grundvallaratriði í hugmyndafræðinni.
Stefnunni fylgja einnig fleiri atriði eins og að starfsmenn læri að skilja ástæður „rangrar“ hegðunar nemenda, að samskipti þeirra við nemendur séu hvetjandi, að byggt sé upp traust og gott samband milli heimila og skóla, að starfsmenn vinni saman í teymum og hjálpist að við að finna lausnir á vandamálum sem upp koma, og síðast en ekki síst gerir hugmyndafræðin ráð fyrir að kennarar tileinki sér fjölmargar hagnýtar aðferðir við bekkjarstjórnun.
Megin markmið stærðfræðinnar í Krikaskóla er að efla nám og skilning barna þannig að þau öðlist hagnýtt læsi í stærðfræði. Samfella í náms- og kennsluháttum í stærðfræði 2-10 ára barna í Krikaskóla er grunnþáttur í starfinu.
Ljóst er að ung börn hafa óformlega þekkingu á stærðfræði og eru tilbúin að takast á við ögrandi verkefni sem tengjast þekkingu þeirra. Þau eru forvitin og stöðugt að endurskoða skilning sinn á umheiminum (Baroody 1998, Carpenter ofl. 1999). Rannsókn um talna- og aðgerðaskilning barna Cognitively Guided Instruction(CGI) eða Stærðfræðikennsla byggð á skilningi barna (SKSB), byggist í fyrsta lagi á að byggja upp skilning barna á aðgerðum og magni með notkun þrauta.
Í öðru lagi er mikil áhersla lögð á hlutverk kennarans og þær kennsluaðferðir sem byggja upp skilning barna á aðgerðum og magni. Hugsmíðahyggjan nær yfir þessar hugmyndir sem tengjast uppbyggingu þrauta sem notaðar eru í kennslu og lausnarleiðum (Carpenter, Fennema, Franke, Levi og Empson).
Stærðfræði byggð á skilningi barna er aðferð þar sem börnin nota eigin skilning og hugsmíð til að öðlast dýpri skilning á stærðfræði og kennarar byggja á skilningi barnanna sjálfra til að efla hæfni þeirra. Aðferðin er byggð á rannsóknum Elizabeth Fennema og Thomas P. Carpender við University of Wisconsin – Madison á áttunda og níunda áratugnum.
Kennsluáætlanir:
Foreldrar leikskólabarna geta skráð forföll barna sinna í Völu eða hringt í skólann frá kl. 7:30 að morgni til að tilkynna veikindi.
Leikskólinn getur ekki tekið á móti veiku barni. Nauðsynlegt er að barnið jafni sig vel af veikindunum heima og mæti aftur í leikskólann frískt og tilbúið að taka þátt í daglegri starfsemi úti sem inni. Mikilvægt er að veikindi séu tilkynnt.
Börnum er ekki gefin lyf í leikskólanum nema brýna nauðsyn beri til.
Gjaldskrár
Dvalartími klst. | Verð á dag | Verð á mánuði |
---|---|---|
4 | 75 | 1.668 |
6 | 113 | 2.503 |
8 | 150 | 3.335 |
Dvalartími klst. | Almennt gjald | Fæði | Síðdegishressing | Samtals |
---|---|---|---|---|
Almenn leikskólagjöld | ||||
4,0 | 10.100 | 2.362* | 0 | 12.462 |
4,5 | 11.362 | 7.143 | 2.362 | 20.868 |
5,0 | 12.625 | 7.143 | 2.362 | 22.130 |
5,5 | 13.887 | 7.143 | 2.362 | 23.393 |
6,0 | 15.150 | 7.143 | 2.362 | 24.655 |
6,5 | 16.412 | 7.143 | 2.362 | 25.918 |
7,0 | 17.675 | 7.143 | 2.362 | 27.180 |
7,5 | 18.937 | 7.143 | 2.362 | 28.443 |
8,0 | 20.200 | 7.143 | 2.362 | 29.705 |
8,5 | 22.725 | 7.143 | 2.362 | 32.230 |
9,0 | 27.775 | 7.143 | 2.362 | 37.280 |
Leikskólagjöld niðurgreidd um 20% | ||||
8,0 | 16.160 | 7.143 | 2.362 | 25.665 |
8,5 | 18.180 | 7.143 | 2.362 | 27.685 |
9,0 | 22.220 | 7.143 | 2.362 | 31.725 |
Leikskólagjöld niðurgreidd um 40% | ||||
8,0 | 12.120 | 7.143 | 2.362 | 21.625 |
8,5 | 13.635 | 7.143 | 2.362 | 23.140 |
9,0 | 16.665 | 7.143 | 2.362 | 26.170 |
Sundurliðun leikskólagjalda barna eldri en 12 mánaða.
Gildir frá 1. september 2024.
Samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 28. ágúst 2024.
Heildar dvalartími á viku | Vistunargjald |
---|---|
Flokkur 2 - 12 mánaða og eldri* | |
20,0 | 12.462 |
22,5 | 20.868 |
25,0 | 22.130 |
27,5 | 23.393 |
30,0 | 24.655 |
32,5 | 25.918 |
35,0 | 27.180 |
37,5 | 28.443 |
40,0 | 29.705 |
42,5 | 32.230 |
45,0 | 37.280 |
20% afsláttur á grundvelli tekna | |
40 | 25.665 |
42,5 | 27.685 |
45,0 | 31.725 |
40% afsláttur á grundvelli tekna | |
40,0 | 21.625 |
42,5 | 23.140 |
45,0 | 26.170 |
Flokkur 1 - 12 mánaða og yngri* | |
20,0 | 23.226 |
22,5 | 26.695 |
25,0 | 29.574 |
27,5 | 32.453 |
30,0 | 35.332 |
32,5 | 38.211 |
35,0 | 41.090 |
37,5 | 43.969 |
40,0 | 46.848 |
42,5 | 52.605 |
45,0 | 64.121 |
20% afsláttur á grundvelli tekna | |
40,0 | 37.478 |
42,5 | 42.084 |
45,0 | 51.297 |
40% afsláttur á grundvelli tekna | |
40,0 | 28.109 |
42,5 | 31.563 |
45,0 | 38.473 |
Skilyrði fyrir framlagi Mosfellsbæjar til dagforeldra og sjálfstætt starfandi leikskóla er að gerður sé samningur við Mosfellsbæ.
*Greitt er skv. flokki 2, mánaðarmótin eftir að barnið verður 12 mánaða.
Gildir frá 1. september 2024.
Samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 21. ágúst 2024.
Hjúskaparstaða | 20% | 40% |
---|---|---|
Einstæðir | 616.854 | 514.046 |
Í sambúð | 860.500 | 719.664 |
Bæði gjöld til leikskóla og dagforeldra eru niðurgreidd og koma þær niðurgreiðslur fram í gjaldskrám.
Samkvæmt samþykkt um niðurgreiðslur er hægt að sækja um viðbótarniðurgreiðslur á grundvelli tekna og er þá miðað við brúttótekjur síðastliðinna þriggja mánaða.
Niðurgreiðslur eru annars vegar 40% af almennu niðurgreiddu gjaldi og hins vegar 20%.
Niðurgreiðslur eru ekki veittar af fæði.
Til þess að öðlast rétt til niðurgreiðslu og viðbótarniðurgreiðslu er horft til tekna foreldra, bæði einstaklinga og foreldra í sambúð, sem grundvallast á staðfestu staðgreiðsluyfirliti síðustu þriggja mánaða.
Foreldrar eða forráðamenn sem óska eftir niðurgreiðslum skulu sækja um þær á þjónustugátt Mosfellsbæjar fyrir 20. dag mánaðar og skulu umbeðin gögn fylgja umsókn áður en hún er tekin til efnislegrar afgreiðslu. Niðurgreiðslurnar taka þá gildi næsta mánuð eftir að umsókn er afgreidd. Umsóknir eru ekki afturvirkar og endurnýja þarf þær árlega.
Samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 6. desember 2023.
Gildir frá 1. janúar 2024.
Tenglar
- adalnamskra.isAðalnámskrá leikskóla
- barnasattmali.isBarnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna
- Velferð ›Farsæld barna
- mms.isHandbók um velferð og öryggi barna í leikskólum
- doktor.isHelstu smitsjúkdómar barna
- heimiliogskoli.isHeimili og skóli
- Börn og ungmenni ›Menntastefna Mosfellsbæjar
- shs.isRöskun á skólastarfi