Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) tekið gildi. Þessi lög varða öll börn og ungmenni á Íslandi frá 0 – 18 ára aldurs. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.
Innleiðing laganna stendur yfir í Mosfellsbæ eins og hjá öðrum sem falla undir skilgreiningu laganna sem þjónustuveitendur. Hluti af þeirri innleiðingu er að setja upp greinagóðar upplýsingar um þá farsældarþjónustu sem sveitafélagið veitir. Verið er að vinna kynningarefni sem m.a. verður sett inn á þessa síðu.
Verkefnið er bæði rekið af velferðarsviði og fræðslu- og frístundasviði. Elvar Jónsson, elvarj@mos.is, er leiðtogi í farsæld barna hjá Mosfellsbæ og veitir hann nánari upplýsingar um verkefnið.