Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt um nið­ur­greiðslu á vist­un­ar­kostn­aði barna í leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar, í leik­skól­um sem rekn­ir eru af öðr­um en Mos­fells­bæ og hjá sjálf­stætt starf­andi dag­for­eldr­um.

Skil­grein­ing­ar

Nið­ur­greiðsl­ur á vist­un­ar­kostn­aði eru háð­ar því að og börn­in og for­eldr­ar eða for­ráða­menn þeirra eigi lög­heim­ili í Mos­fells­bæ og ein­ung­is er nið­ur­greitt í ell­efu mán­uði hvers almanaksár, þ.e. áskil­ið er að börn taki sum­ar­leyfi a.m.k. einn mán­uð á tíma­bil­inu 15. maí til 15. ág­úst ár hvert.

Nið­ur­greiðsl­ur renna til leik­skóla bæj­ar­ins, leik­skóla sem rekn­ir eru af öðr­um að­il­um eða til dag­for­eldra með þjón­ustu­samn­ing við Mos­fells­bæ.

Sam­þykkt

For­eldr­ar eða for­ráða­menn eru mót­tak­end­ur nið­ur­greiðslu vist­un­ar­kostn­að­ar fyr­ir hönd þeirra barna sem sótt er um nið­ur­greiðslu vegna. Upp­hæð­ir nið­ur­greiðslu skv. sam­þykkt þess­ari skulu sett­ar í sér­stök­um gjald­skrám.

1. gr.

Þeg­ar barn verð­ur 12 mán­aða hækk­ar nið­ur­greiðsla Mos­fells­bæj­ar og þar með færist gjald for­eldra til jafns við al­mennt gjald for­eldra á leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar. Hækk­uð nið­ur­greiðsla tek­ur gildi í næsta mán­uði eft­ir 12 mán­aða ald­ur er náð.

2. gr.

Nið­ur­greiðsl­ur fara þann­ig fram:

  1. Til for­eldra og for­ráða­manna barna í leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar er nið­ur­greiðsla dreg­in frá vist­un­ar­gjaldi skv. gjaldskrá hverju sinni um leið og reikn­ing­ur er gef­in út fyr­ir vist­un­inni, en reikn­ing­ar eru gefn­ir út í upp­hafi vist­un­ar­tíma­bils hverju sinni.
  2. Til for­eldra og for­ráða­manna barna í öðr­um leik­skól­um er nið­ur­greiðsl­an greidd mán­að­ar­lega til rekstr­ar­að­ila, sam­kvæmt við­mið­un­ar­regl­um Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Rekstr­ar­að­ili send­ir Mos­fells­bæ reikn­ing fyr­ir nið­ur­greiðsl­unni og með hon­um skal fylgja stað­fest­ing for­eldra á vist­un. Skil­yrði fyr­ir nið­ur­greiðsl­um er að fyr­ir liggi samn­ing­ur milli Mos­fells­bæj­ar og rekstr­ar­að­ila leik­skól­ans um að gjaldskrá for­eldra sé ekki hærri en gjaldskrá leik­skóla Mos­fells­bæj­ar.
  3. Til for­eldra og for­ráða­manna barna hjá dag­for­eldr­um er nið­ur­greiðsl­an lögð inn á banka­reikn­ing dag­for­eldra í síð­asta lagi 1. virka dag hvers mán­að­ar, enda liggi fyr­ir vist­un­ar­samn­ing­ur. Skil­yrði fyr­ir nið­ur­greiðsl­um er að fyr­ir liggi þjón­ustu­samn­ing­ur milli Mos­fells­bæj­ar og dag­for­eldr­is.

3. gr.

Sam­kvæmt sam­þykkt þess­ari geta for­eldr­ar eða for­ráða­menn barna, sótt um við­bót­arnið­ur­greiðslu af al­mennu vist­un­ar­gjaldi í sam­ræmi við tekju­við­mið sem Mos­fells­bær set­ur. Nið­ur­greiðsl­ur eru ann­ars veg­ar 20% af al­mennu gjaldi og hins veg­ar 40%. Nið­ur­greiðsl­ur eru ekki veitt­ar af fæði. Vist­un­ar­tíma­bil er almanaksmán­uð­ur eða brot úr hon­um.

4. gr.

Til þess að öðl­ast rétt til við­bót­arnið­ur­greiðslu er horft til tekna for­eldra, bæði ein­stak­linga og for­eldra í sam­búð, sem grund­vallast á stað­festu stað­greiðslu­yf­ir­liti frá Rík­is­skatt­stjóra síð­ustu þriggja mán­aða.

Tekju­við­mið eru aug­lýst sér­stak­lega og skulu kynnt sam­hliða gjaldskrá. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar stað­fest­ir tekju­við­mið hverju sinni, að öllu jöfnu einu sinni á ári í tengsl­um við gerð fjár­hags­áætl­un­ar Mos­fells­bæj­ar. Tekju­við­mið eru reikn­uð út frá launa­vísi­tölu pr. 1. apríl ár hvert og taka breyt­ing­um 1. janú­ar.

5. gr.

For­eldr­ar eða for­ráða­menn sem óska eft­ir við­bót­arnið­ur­greiðsl­um skulu sækja um þær á Íbúagátt Mos­fells­bæj­ar fyr­ir 20. dag mán­að­ar og skulu um­beð­in gögn fylgja um­sókn áður en hún er tekin til efn­is­legr­ar af­greiðslu. Nið­ur­greiðsl­urn­ar taka þá gildi næsta mán­uð eft­ir að um­sókn er af­greidd. Um­sókn­ir eru ekki aft­ur­virk­ar. End­ur­nýja þarf eldri um­sókn­ir í októ­ber ár hvert. Unda­þegn­ir eru þeir sem hafa feng­ið sam­þykki á síð­ustu þrem­ur mán­uð­um.

6. gr.

For­eldr­ar með fleiri en eitt barn á sínu fram­færi geta sótt um und­an­þágu frá tekju­við­mið­um ef ráð­stöf­un­ar­tekj­ur eru rétt ofan tekju­marka og fé­lags­leg­ar að­stæð­ur við­kom­andi eru þann­ig að rétt sé að meta þörf fyr­ir und­an­þágu. Þá skal horfa til fjölda barna í fjöl­skyldu og greiðslu­byrði for­sjár­að­ila vegna þess. Sam­ráð­s­nefnd um vanskil leik­skóla­gjalda fjall­ar um beiðn­ir um und­an­þág­ur og get­ur ákveð­ið að veita und­an­þágu tíma­bund­ið, þó aldrei leng­ur en eitt ár.

Sótt er um við­ót­arnið­ur­greiðslu á íbúagátt Mos­fells­bæj­ar.

Sam­þykkt á 706 fundi Bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 29. nóv­em­ber 2017.

Gild­ir frá 1. janú­ar 2018.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00