15. febrúar 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2024202401164
Tillaga sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs er varðar aðgang að skammtímafjármögnun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs heimild til að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 750 m.kr. upp í fyrirhugaðar lántökur hjá sjóðnum á árinu 2024. Í heimildinni felst umboð til þess að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántökum þessum, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Jafnframt veitir bæjarráð sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs heimild til að undirrita viðauka IV við samning við Íslandsbanka frá 21.03.2019 þar sem gildistími 750 m.kr. yfirdráttarheimildar er framlengdur til 01.03.2025.
Gestir
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
2. Helgafellshverfi 5. áfangi - gatnagerð202109561
Staða framkvæmda við gatnagerð og tímaáætlun á byggingarhæfi lóða við Úugötu kynnt.
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs og starfandi deildarstjóri framkvæmda kynntu stöðu framkvæmda við gatnagerð og tímaáætlun á byggingarhæfi lóða við Úugötu.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri framkvæma
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
3. Meðhöndlun úrgangs í Álfsnesi - framvinduskýrsla verkefnastjórnar202309272
Framvinduskýrsla verkefnastjórnar lögð fram til kynningar.
Bæjarstjóri kynnti framvinduskýrslu verkefnastjórnar vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi.
- FylgiskjalMinnisblað Staða Urðunar við Álfsnes.pdfFylgiskjal1. Viðauki við eigendasamkomulag.pdfFylgiskjal2. Skuldbindingar SORPU staða mála nóv. 2023.pdfFylgiskjal3. Fundargerð 1. fundar verkefnastjórnar urðunarstaðar.pdfFylgiskjal4. Fundargerð 2. fundar verkefnastjórnar urðunarstaðar.pdfFylgiskjal5. Fundargerð 3. fundar verkefnastjórnar urðunarstaðar.pdf
4. Málþing um stöðu orkumála202402179
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til málþings um stöðuna í orkumálum með áherslu á íbúa og sveitarfélög þann 15. mars nk.
Lagt fram.
5. Þjóðlendumál - eyjar og sker202402256
Tilkynning frá Óbyggðanefnd þar sem fram kemur að fjármála- og efnahagsráðherra hafi afhent nefndinni kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist eyjar og sker og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins.
Lagt fram.