Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. febrúar 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2024202401164

    Tillaga sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs er varðar aðgang að skammtímafjármögnun.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að veita sviðs­stjóra fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs heim­ild til að taka skamm­tíma­lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga ohf. að fjár­hæð allt að 750 m.kr. upp í fyr­ir­hug­að­ar lán­tök­ur hjá sjóðn­um á ár­inu 2024. Í heim­ild­inni felst um­boð til þess að und­ir­rita láns­samn­inga við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga ohf. og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­tök­um þess­um, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

    Jafn­framt veit­ir bæj­ar­ráð sviðs­stjóra fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs heim­ild til að und­ir­rita við­auka IV við samn­ing við Ís­lands­banka frá 21.03.2019 þar sem gild­is­tími 750 m.kr. yf­ir­drátt­ar­heim­ild­ar er fram­lengd­ur til 01.03.2025.

    Gestir
    • Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
    • 2. Helga­fells­hverfi 5. áfangi - gatna­gerð202109561

      Staða framkvæmda við gatnagerð og tímaáætlun á byggingarhæfi lóða við Úugötu kynnt.

      Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs og starf­andi deild­ar­stjóri fram­kvæmda kynntu stöðu fram­kvæmda við gatna­gerð og tíma­áætlun á bygg­ing­ar­hæfi lóða við Úu­götu.

      Gestir
      • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri framkvæma
      • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
      • 3. Með­höndl­un úr­gangs í Álfs­nesi - fram­vindu­skýrsla verk­efna­stjórn­ar202309272

        Framvinduskýrsla verkefnastjórnar lögð fram til kynningar.

        Bæj­ar­stjóri kynnti fram­vindu­skýrslu verk­efna­stjórn­ar vegna með­höndl­un­ar úr­gangs í Álfs­nesi.

      • 4. Mál­þing um stöðu orku­mála202402179

        Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til málþings um stöðuna í orkumálum með áherslu á íbúa og sveitarfélög þann 15. mars nk.

        Lagt fram.

      • 5. Þjóð­lendu­mál - eyj­ar og sker202402256

        Tilkynning frá Óbyggðanefnd þar sem fram kemur að fjármála- og efnahagsráðherra hafi afhent nefndinni kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist eyjar og sker og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins.

        Lagt fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:31