Mál númer 202104131
- 21. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #781
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting á athafnasvæði Tungubakka vegna sameiningar lóða Brúarfljóts 5-7 og 6-8, í samræmi við samþykktir á 533. og 537. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 539. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni.
- 16. apríl 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #539
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting á athafnasvæði Tungubakka vegna sameiningar lóða Brúarfljóts 5-7 og 6-8, í samræmi við samþykktir á 533. og 537. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna það óverulega og hagsmuni aðeins lóðareiganda að falla megi frá kröfum um grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, með vísan í 3. mgr. 43. og 44, gr. sömu laga um kynningarferli grenndarkynninga. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
Jón Pétursson fulltrúi M-lista, Miðflokks, greiðir atkvæði gegn afgreiðslu málsin.